Færsluflokkur: Bloggar
Sunnudagur, 6. apríl 2008
Bergmál fílabeinsturnvarðar
Jæja. Búinn að vera frekar latur í blogginu seinustu daga. Nú langar mig að gera smá skurk.
Ég ætla sumsé að framkvæma hugmyndina með fílabeinsbergmálsblogg. Ég hef bara aðeins verið að hugsa um framkvæmdina. Þ.e. hvort ég bergmáli og fílabeinsturni sitt á hvað, jafnvel inn á milli staðal fjasblogga. Ég er samt frekar á að ég taki sína hvora vikuna. Bergmáli aðra vikuna og fílabeinsturni hina. Setji allt staðalfjas á ís á meðan. Öðruvísi held ég komist ekki almennilega í hlutverk bergmálarans og fílabeinsturnvarðarins. Hvoru ég byrja á hef ég ekki ákveðið enn. Læt það líklega bara ráðast frá og með fyrstu færslunni.
Vitanlega mun enginn geta kommentað stafkrók þá viku sem ég sit í fílabeinsturninum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 2. apríl 2008
Hugleiðingar
Ég var að spökúlera.
Hverri manneskju er hollt að geta sett sig í spor náungans. Þannig má öðlast betri skilning á viðhorfum og hugsanahætti hans. Hér á blogginu eru allra handa tegundir bloggara, bloggandi um jafn mismunandi málefni. Þó eru tvær tegundir sem mér þykja skera sig frá öðrum. Bergmálsbloggarar og fílabeinsturnabloggarar. Þ.e.a.s. þeir sem blogga í formi endursagðra frétta og þeir sem hafa í frammi blammeringar sem ekki má gera athugasemdir við.
Ég hef verið að hugleiða að prófa að setja mig í þeirra spor. Það held ég sé þó ekki auðvelt. Ég held ég fari auðveldlega með blammeringarnar, enda fjasari af guðs náð. Hitt tel ég mun erfiðara, að endursegja kannski allt að 5 - 10 fréttir á dag. Skrifa 50 línur af texta, en segja þó ekki neitt. Það er hægara sagt en gert og líklega yrði ég að taka mér frí frá vinnu á meðan.
Ég ætla aðeins á fund með loftinu og melta málið í nokkra daga.
p.s.
Ég verð að hrósa Hagkaupum í Smáralind. Þeir hafa tvöfaldað speglafjöldann í herradeildinni, úr einum í tvo.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)