Færsluflokkur: Bloggar

Niðursetningurinn Bóbó

Nú eru föðurbetrungarnir mínir á leið í útlandið, á morgun.

Í gærkvöldi kom dóttirin með niðursetninginn Bobó, sem mun eiga hjá mér heimilisfesti á meðan, sem og mánuðinn sem þau verða svo hjá mér eftir ferðina. Bóbó var ráðstafað plássi í herberginu hennar og breiddi ég yfir hann teppi fyrir nóttina. Það vildi svo ekki betur til en svo í morgun að ég steingleymdi honum áður en ég fór til vinnu. Það var því ekki fyrr en ég kom heim í kvöld, eftir góða kveðjumáltíð með föðurbetrungunum, að næturástandi Bóbós var aflétt. Í sárabætur fær hann að vera hjá mér í stofunni í kvöld. Við skröfum og skeggræðum.

Bóbó er frekar rólyndur, en hefur sterkar skoðanir á ýmsum málum. Ég held okkur eigi eftir að lynda. Þó er hann feiminn og var ekki hrifinn af að sitja fyrir á mynd. Þó náðist ein fyrir rest.

Bóbó


Ökuníðingur

Ég átti erindi til kunningja míns í gær, sem býr í Túnunum. Þar sem ég ók niður Hátúnið leitaði hugurinn 24 ár til baka, til sumarsins '84. Þá hafði Glímufélagið Ármann aðstöðu á horni Hátúns og Sigtúns (nú Sóltúns). Ég vann hjá vinnuskólanum (unglingavinnunni) á svæði Ármanns.

Það var sólríkur og fallegur dagur. Þar sem við strákarnir vorum að raka hey eða mold, eða í einni af hinum vinsælu pásum, heyrðum við mikið dekkjaískur og bank. Við hrukkum við og litum kring um okkur. Bíll hafði ekið upp Hátúnið og við Miðtúnið hafði lítið barn hlaupið út á götuna. Það var hræðilegt að koma að. Mér var sagt síðar að barnið hefði lifað af, en þessari minningu gleymi ég þó aldrei.

Nú hefur hámarkshraði þarna verið takmarkaður við 30 Km/klst.

Þar sem ég var staddur svo að segja nákvæmlega á þeim stað er slysið varð, lullandi á 30, brunaði fram úr mér maður á jeppanum sínum. Hann var ekki undir 50 Km/klst hraða. Ég ætla ekki að hafa hér eftir þær kveðjur sem honum voru sendar. Fyrir mér er hann hreinn og klár ökuníðingur.


Er blogg list eða iðn?

Það er spurningin.

Talað er gjarnan um bloggmenningu. Flokkist blogg sem list er ekki spurning um að veita bloggurum aðgang að kjötkötlum þeim er eyrnamerktir eru listum og menningu.

Hinsvegar þykir ekki líklegt að það gerist. Þá er gott að hafa plan B. Ég hef þegar hafist handa við iðnvæðingu bloggs. Þar sem hér er rituð meira og minna tóm tjara, er tilvalið að tæknivæða framleiðslu hennar.

Um er að ræða hugbúnað sem mun blogga sjálfvirkt. Mun það losa mig undan þeirri vinnu sem bloggstarfið er. Gera mér kleift að geta stundað mína vinnu á ný og eignast jafnframt líf.

 

Hér má sjá hluta kóðans.

void blog()
{
  Entry et = generateblogentry();
  publishblogentry(et);

  if(istimeforsomecomments())
  {
    int comments = howmanycomments();
    for(int i = 0; i < comments; i++)
    {
      Blogger bl = selectblogger();
      Subject sb = selectsubject(bl);
      Comment cm = generatecomment(sb);
      postcomment(cm);
    }
  }
}

 

 

Jamm, veit þetta er nördísk færsla Blush


mbl.is Bloggarar vilja listamannalaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innrás í Burma

Það hafa verið gerðar innrásir í lönd fyrir minna tilefni. Innrás í Írak til að tryggja Ameríkönum olíu, til dæmis.

Það væri réttast að steypa þessari einræðisstjórn af stóli. Stjórn sem gefur ekki &#39;Jack shit&#39; fyrir þegna sína. Þarna eru tugir þúsunda manna deyjandi og hjálpar þurfi. Svo er verið að þrefa um leyfi til að koma til landsins. Henda þessum mönnum út í hafsauga!


mbl.is Þrýst á yfirvöld í Búrma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Örgjörvasugan Feisbúkk

Er á facebook og hef eignast þar vini úr öllum heimshornum. Nema hvað, þar er hægt að senda vinum sínum allskyns dótarí. Blóm, kossa, allskyns spurningalistapróf og hvað og hvað. Eftir því sem vinunum fjölgar, fjölgar öllu þessu dóti sem maður fær sent. Ég sinnti þessu samviskulega lengi vel, að taka við því sem mér var sent og listinn ávallt tæmdur. Svo var einhverntímann að ég fór ekki inn á vefinn um hríð og þegar ég mætti aftur voru sendingarnar orðnar of margar til ég gæti eða nennti að sinna þeim. Síðan hefur þeim bara fjölgað og ég ekki haft undan. Áðan ákvað ég að gera skurk og fór gegn um listann og &#39;ignoraði&#39; flestar sendingarnar. Alls 410 að tölu. Úff. Nú eru &#39;aðeins&#39; 45 eftir.

Það var þó ekki efni þessa pistils, allar sendingarnar. Heldur það að facebook.com er alveg ferlega þung. Ég hef tekið eftir því bæði á tölvunni heima og í vinnunni.

Alla jafna er tölvan mín þögul. Þegar reynir á örgjörvann, t.d. þegar ég þjappa stórum skrám eða er að &#39;exporta&#39; lagi heyri ég viftuna fara í gang. Annars heyrist ekki múkk. Nema þegar ég opna facebook. Þá er viftan meira og minna suðandi, allan tímann.

Ansi athyglisvert. Þetta er jú bara &#39;aum&#39; vefsíða. Reyndar er nú komið &#39;online chat&#39; þar sem maður getur spjallað við vinina, en þetta hefur alltaf verið svona þung síða. Áður en spjallið kom til sögunnar.

Ætli facebook þurfi að finna sér betri forritara, sem kunna að skrifa almennilegan kóða?


Slæmt leturval eða saurugur hugsunarháttur?

Týpógrafía er mikil listgrein og ekki allra að hafa næmt auga fyrir leturgerðum. Hvar eitt letur eða annað á við og hvað ekki. Hvort heldur er út frá fagurfræðilegu sjónarmiði eða stemmningunni sem leturgerð skapar, sem oftast byggist á uppruna eða þekktri notkun hennar. Ég er aukvisi í þeim fræðum. Ég á hinsvegar vin sem er snilli þegar kemur að týpógrafíu, enda mikill áhugamaður um hana sem og hefur hann starfað í þannig bransa í mörg ár.

Þó held ég að það séu tilfelli þar sem jafnvel aukvisar eins og ég taka eftir klúðurslegu leturvali. Sumar leturtegundir eru þannig að enginn munur er á litlu L og stóru i, sem gera að verkum að auðvelt er að rugla þeim saman í fljótu bragði.

Ég man t.d. eftir, þegar ég var táningur, að pabbi minn og pabbi eins vinar míns voru á sama tíma að lesa bókina Ilmurinn og vorum við sífellt að sjá þessa bók liggjandi einhversstaðar á glámbekk, bæði heima hjá mér og hjá honum. Í okkar sauruga hugsunarhætti tókst okkur alltaf að mislesa titil bókarinnar.

Svo var það áðan að ég fór í Smáralindina og í mínum sauruga hugsunarhætti hélt ég sem snöggvast að þar hefði opnað verslun með hjálpartæki ástarlífsins. Svo reyndist þó ekki vera. Heldur var um að ræða klaufalegt val á leturgerð á auglýsingaskilti, að mínu mati.

limur gleðinnar 

 

 

 

 

 

 

Er þetta bara ég og minn neðanbeltishugsunarháttur, eða eru fleiri sem mislesa þetta?


Vorboðinn ljúfi

Heimsótti mig í gær.

Er hún ekki mikið krútt?


Eymd er valkostur

Þessi setning rifjaðist upp fyrir mér í dag þegar ég fékk sendan póst svo uppfullan af heift, frá manneskju sem ég taldi vera vin minn.

Vinskapur og peningar eru eldfim blanda.

Ég ætla ekki að fara ofan í það mál í smáatriðum, nema hvað ákveðin eignaskipti áttu sér stað milli okkar fyrr í vetur og hefur þróun mála á mörkuðum gert að verkum að ég telst hafa verið heppinn en þessi fyrrum vinur minn ekki.

Síðast er við vorum í sambandi, fyrir um mánuði síðan, var kært á milli okkar en nú er komið annað hljóð í strokkinn.

Allt er þetta lærdómur, eins og annað í lífinu. Maður getur ekki stjórnað tilfinningum eða viðbrögðum annarra og skyldi heldur aldrei reyna það. Ótrúlegustu hlutir, sem eru utan valdsviðs manns, geta gert mannst kærasta vin að óvini.

Maður skyldi aldrei taka neinu sem gefnu.


Hræsni blog.is

Ég hef verið hér á blogginu í einhverja mánuði. Það er fyrst og fremst gaman. Gaman að blogga. Aldrei komist í elítuna, þeirra sem fá sín blog birt feitletruð með stórum myndum.

Ég hélt lengi vel að elítan væri bundin við þá sem ættu vinælutsu bloggin, en hef komist að öðru.

Elítan byggist á þeim er moggamönnum finnst &#39;hæfa&#39;

Vinsældir telja ekki, enda hefur mitt blog verið ofar í vinsældum en eftirfarandi.

Um málefnaleika og fjölbreytileika skal ég ekki segja, aðrir dæma um það. Allavega tala ég ekki út í eitt um gyðinga.

Hér er bréf sem postdoc.blog.is fékk sent frá umsjónarmönnum blog.is, og gef ég mér sem forsendu að postdoc sé ekki bullukollur, þrátt fyrir að hafa svívirt látinn föður minn fyrr í vetur, í athugasemd á minni síðu.

Málið var að hann, postdoc var settur úr elítunni, í annann flokk. Hann mótmælti og fékk þetta svarbréf;

 

Sæll vertu Vilhjálmur.

Vitanlega færðu góð svör, eða í það minnsta eins góð og ég get skaffað.

Fyrst smá upplýsingar um hvernig vali er háttað í Umræðuna á blog.is:

Starfsmenn
blog.is velja inn í umræðuna þá bloggara sem þeim finnst skrifa ört og málefnalega og á góðu máli. Ekkert er hirt um skoðanir viðkomandi, enda skrifar hann undir nafni og stendur hann undir þeim sjálfur. Þú varst valinn inn á sínum tíma vegna þess að þitt sjónarhorn þótti mönnum fróðlegt og færslurnar allar fínar.

Sl. fimmtudag spratt umræða um það hvort meðal "umræðu-bloggara" væru menn með of einsleit blogg, þ.e. væru alltaf að blogga um það sama. (Dæmi um það gæti verið Kristinn Pétursson fiskverkandi frá Bakkafirði sem er mjög uppsigað við kvótakerfið og á það til að blogga ekki um annað löngum stundum.)

Í áðurnefndri umræðu var nafn þitt nefnt og mönnum þótti þú blogga um fátt annað en illsku múslima (nota bene: menn voru ekki að amast við skoðunum þínum, málið snerist um fjölbreytileika umæðunnar). Nú þegar ég sest niður til að skoða blogg þitt sé ég að það er tóm tjara, þ.e. sú staðhæfing að að það sé of einsleitt, og því hefur ég bætt þér á listann að nýju.

Með góðri kveðju,

Sign

Hversvegna er gaur sem talar ekki um annað en gyðinga (gæti verið hvað sem er) og er í 74. sæti, í elítunni meðan ég er það ekki sem er nú í 59. sæti.

Hvaða fávitahagsmunir ráða för hér? Hver er málefnælegur? Þykir moggamönnum ekki málefnalegt að tjá sig um þjóðmál?

Ætli mínu bloggi verði nú lokað?


Bergmálsvikan

Ég hef haft í frammi fjálglegar yfirlýsingar um fyrirhugaða bergmálsbloggviku. Vitanlega stend ég við þær yfirlýsingar. Ég hefði ekki getað ímyndað mér, að óreyndu, hvílík kúnst það er að tala og tala en segja þó ekkert. Ég ætla samt að reyna þessa vikuna.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband