Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Gjaldborgarpæling

Er að spökúlera...

Fyrir ári töluðu sumir um að reisa skjaldborg um heimilin.

Síðan þá hefur lítið annað gerst en að álögur hafa hækkað og þar með verðtryggðu skuldirnar. Skjaldborgarfrömuðir afsaka sig með að fyrst þurfi að ganga frá málum eins og Icesave.

Þó var hægt að endurreisa bankana á sama tíma. Hví var þá ekki hægt að endurreisa heimilin líka?


Nei eða já?

„Steingrímur sagðist einnig treysta því, að Bretar og Hollendingar hlaupi ekki frá því tilboði, sem þeir hefðu þegar lagt fram. Hann sagðist ekki vera viss um að það styrki stöðu Íslands ef Icesave-lögin verða felld í þjóðaratkvæðagreiðslunni á morgun en hann vonaði það það muni ekki valda Íslandi skaða.“

Það liggur fyrir að verði lögin nr. 1/2010 staðfest af þjóðinni halda þau gildi sínu og því einsýnt að varla fari bretar og hollendingar að standa í frekari samningaviðræðum nú til þess að semja um betri samning til handa Íslandi og þar með verri samningi fyrir sig sjálfa.

Því er ekkert í stöðunni annað en að segja nei. Ekki síst ef í pípunum kunni að vera betri samningur.

 

Það þarf enga ofurheila til að sjá það.


mbl.is Tilbúnir til frekari viðræðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilkynningar og greiðslugjald

Minnstist á greiðslugjöld áður.

Nú innheimtir ríkisbatteríið Íbúðalánasjóður seðilgjöld, þrátt fyrir bann.

Apparatið kallar það víst tilkynningar og greiðslugjald. sumsé gjald fyrir að tilkynna um greiðslu afborgunar. öööhhh ég veit hvenær ég á að borga, en fyrir hvað stendur greiðslugjaldið? Á maður að borga fyrir að fá að greiða? Hvurslags endemis kjaftæði er þetta?

Svo eru Joð og Árni Páll bara að bora í nefið, í stað þess að sjá til þess að eigin stofnanir fari að lögum. Er ekki kominn tími til að einhver fari að sinna starfi sínu? Ég yrði rekinn fyrir minna.


Skuldir heimilanna

Sú var tíð er Jóhanna af Örk barðist fyrir réttlætinu. Hún var hins vegar Frönsk.

Önnur Jóhanna sagðist einnig ætla að berjast fyrir réttlætinu, en hefur síðan tekið sér krónísk frí frá störfum og látið fjósamann sinn, Joð, sjá um húsverkin.

 

Sú réttláta krafa almennings að leiðrétta hin stökkbreyttu lán hafa farið inn um annað eyra ráðamanna og út um hitt.

Undanfarna daga hafa borist fréttir af milljarðatuga afskriftum til handa þeirra dólga sem „eiga“ hin og þessi fyrirtæki. Eignirnar eru oftar en ekki loftkenndar.

Hins vegar, þegar kemur að skuldum Jóns og Gunnu, kemur annað hljóð í strokkinn. Afskriftir skulda þeirra, sem líklega samtals eru á svipuðu róli og skuldir eins dólgs, koma ekki til greina.

Þá tala menn um nýtt hrun.

 

Húsnæðismarkaðurinn er við alkul og ekkert í pípunum að það breytist.

Það þarf ekki meira en heilbrigða skynsemi til að sjá hvers vegna. Húsnæði er yfirveðsett. Þökk sé hinum stökkbreyttu skuldum.  Sá sem skuldar meira af íbúð sinni en hann fengi nokkurntíma greitt fyrir hana, getur ekki selt hana. Það er morgunljóst.

Ástæðan fyrir yfirveðsetningunni eru hinar stökkbreyttu skuldir og ekkert annað.

Þetta er ástæðan fyrir að húsnæðismarkaðurinn er í frosti.

 

Réttlátar afskriftir skulda heimilanna myndu leysa málið. Það vill bara enginn vita það. Það er greinilega notalegt að stinga hausnum í rassgatið.

 


Tekið á öryrkjavíkingunum

Skrapp í afmæliskaffi til bróður míns í gær. Engar fékk ég hnallþórurnar, eins og ég hafði farið fram á, en í sárabætur fékk ég ofnbakaðan ítalskan brauðrétt, með kjötáleggi.


Hvar við sátum í næði brast á með fréttum ríkissjónvarpsins. Fyrsta frétt var um níðingsskap öryrkja á samfélagi voru.


Vitanlega helltum við úr eyrunum af hneykslan. Vitanlega er það forgangsmál dagsins í dag að koma í veg fyrir að bévítans öryrkjarnir, þiggjandi öryrkjabætur, geti ekki samtímis þegið atvinnuleysisbætur.

Atvinnuleysisbætur eiga því einungis að vera til handa þeim sem eru án atvinnu, en fullfrískir og geti því átt þá von að fá vinnu. Hinir, sem örorku sinnar vegna geta ekki unnið, eða a.m.k. ekki við hvað sem er, eiga vitanlega bara að éta það sem úti frýs. Ásamt gamla fólkinu sem skilað hefur sínu.

Í barnaskap mínum hélt ég að örorkubætur væru bætur fyrir skerta starfsgetu sem leiðir til þess að viðkomandi geta ekki starfað við hvað sem er, ef nokkuð. Fattaði ekki að þær væri einskonar atvinnuleysisbætur. Auðvitað þess vegna sem öryrkjar mega ekki vinna, nema ríkið seilist þá frekar í vasa þeirra. Mikið hljóta hinir auðugu öryrkjavíkingar að eiga góða vasa, fyrst svona eftirsóknarvert er að seilast í þá.

Vitanlega geta öryrkjar, samkvæmt skilgreiningu ríkisins, ekki verið atvinnulausir. Þeir eiga bara að snapa gams og hanga á horriminni.

Við erum að tala um að einstaklingur sem bæði þiggur örorku- og atvinnuleysisbætur getur haft heilar 250.000 krónur í mánaðarlaun! Þetta eru vitanlega bankastjóralaun og ríflega það.

Nei við verðum að tryggja að öryrkjar, allir með tölu, verði áfram á botni samfélagsins. Annað væri óráð.

Þessar gífurlegu fjárhæðir sem þeir hafa svona af ríkinu þarf að nýta í annað. Hér þarf að afskrifa skuldir annarra víkinga. Það kostar sitt. Hver á annars að borga það, nema öryrkjarnir?


Klappstýran okkar

Forseti Íslands hefur af mörgum verið kallaður klappstýra útrásarvíkinganna.

Ég ætla svo sem ekki að mótmæla því. Hann gerði mikið úr víkingunum. Ég held þó að fáir séu til þess bærir að ráðast á hann fyrir það. Ég held hann hafi í einlægni trúað að í loftinu fælust galdrar. Rétt eins og restin af þjóðinni. Líka þeir sem hvað mest hafa kallað hann klappstýru. Líka Hólmsteinninn sjálfur, sem vildi gefa í.

Sagði ekki einhver; sá yðar sem syndlaus er kasti fyrstan steininum? Uss. Ég, guðlaus maðurinn farinn að vitna í ésú.

Þegar reykskynjararnir fóru í gang, árið 2006, ákváðu allir að í stað þess að slökkva eldana væri einfaldara að setja tappa í eyrun.

Out of sight, out of mind.

Síðan fór allt eins og það fór. Maybe we should have...

Síðustu daga hefur það verið forsetinn sem hefur komið fram í breskum fjölmiðlum að skýra málið og stöðu Íslands gagnvart bretum og hollendingum. Nú hefur hann gengist við því hlutverki að vera klappstýra Íslands, sem er einmitt djobbið sem hann var ráðinn í.

Í fyrradag var hann, til að mynda, í viðtali í þættinum Newnight á BBC, hvar úlfurinn Jeremy Paxman ætlaði sér að salta hann. Reyndin varð önnur. Það var forseti Íslands sem saltaði spyrilinn. Síðan endurtók hann söltunina í gær, í viðtali við fréttastofu Bloomberg.

Ég klappa fyrir klappstýrunni.

 

 


Hver eru verstu tíðindi sem mögulega er hægt að færa einni þjóð?

Þau geta vissulega verið mörg og fara líklega eftir því hver þjóðin er.

Flestum ætti að vera í fersku minni þegar formaður rannsóknarnefndarinnar um bankahrunið lýsti efni hennar sem verstu tíðindum sem mögulega sé hægt að færa einni þjóð.

Ég hef verið hugsi yfir þessum orðum og hvað mögulega felist í þeim. Hver gætu verið verstu tíðindin sem téð nefnd geti fært íslensku þjóðinni?

Íslenska þjóðin, eða í það minnsta stærstur hluti hennar, á þá ósk að allir þeir sem ábyrgð beri á hruninu verði látnir axla þá ábyrgð. Því yrðu bestu tíðindin þau að allir ábyrgir sæti ábyrgð, ekki satt? Það myndi uppfylla kröfur þjóðarinnar.

Hver gætu þá orðið verstu tíðindin? Væntanlega hin gagnstæðu.

Allsherjar hvítþvottur.

 

Skyldi sú verða raunin?

 


„Það þurfti Vinstrihreyfinguna – grænt framboð til“

...að hækka óbeina skatta sem gera lítið annað en að hækka greiðslubyrði almennings og draga úr neyslu, svo óvíst er hvort skatttekjur aukist.

...að reisa gjaldborg um heimilin.

...að koma Íslandi úr öskustónni yfir á kaldan klaka.

 

Til hamingju Ísland!


mbl.is Tók við af „búskussa“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimsmet í skattablæti

Það er ekki ofsagt um Joð, að hann er heimsmet.

Nú virðist sem gömlu blautu draumarnir séu að verða að veruleika, að skattpína allt og allt út í hið óendanlega.

Ha? Nefndi einhver skjaldborg?

Nei. Enda hún tómur misskilningur frá upphafi. Gjaldborg er hún og gjaldborg skal hún heita, svo ég leggi út af frægri setningu Óla Jó.

Snilldin við aukna óbeina skatta, svo sem virðisaukaskatts, orkuskatts og hvað þeir heita allir, er að þeir munu poppa upp vísitöluna og auka þannig enn á greiðslubyrði fólks. Þetta er vitanlega hrein snilld.

Með vísitöluna að vopni mun nást hér almennileg og alvöru skattpíníng og almennileg aukning á bagganum sem almenningur ber nú þegar. Eitthvað sem íslensk þjóð hefur lengi kallað eftir. Ekki síst undanfarið ár.

Áfram Joð!


mbl.is Heimsins hæsti skattur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skjaldborg heimilanna

Við munum líklega flest eftir orðskrúðnum um skjaldborgina sem slá átti um heimilin. Í sumar var kynnt svokölluð greiðsluaðlögunarleið.

Greiðsluaðlögunin er hugsuð fyrir þá sem þegar eru komnir hengifluginu og á að bjarga þeim frá að fara fram af því. Fólk fær settan yfir sig einhvern buddustjóra en fær jafnframt einhverjar niðurfellingar, eins og á námslánum. Mér finnst ekkert athugavert við niðurfellingarnar. Mér finnast þær eðlilegar. Málið snýst jú um að forða fólki frá gjaldþroti.

En...

Svo eru hinir sem ekki eru komnir alveg að hengifluginu, en stefna þangað verði ekkert að gert. Fyrir þá eru engin úrræði.

Þegar mat fer fram á greiðslugetu fólks er gjarnan miðað við skattframtöl fyrri ára. Þannig ákvarðar t.d. LÍN tekjutengdar greiðslur. Einnig eru úrskurðir til aukameðlaga miðaðir við tekjur 2 ár aftur í tímann.

Það vantar alveg rauntíma tekjuviðmið. Þ.e. hvernig tekjur fólks eru í núinu. Kannski 3 til 6 mánuði aftur, að hámarki.

Kerfið miðar sem sagt ekki við núverandi ástand heldur fyrrverandi ástand. Sá sem hafði rífandi góðar tekjur í fyrra, en hefur verið án vinnu síðan í janúar greiðir samkvæmt sínum fyrri rífandi tekjum. Vitanlega stendur hann ekki undir því í dag, hafandi hrapað í tekjum.

Þegar fólk missir vinnuna og hrapar í tekjum gerast hlutirnir hratt. Strax næstu mánaðamót, eftir að atvinnuleysisbætur taka við af fyrri launum, hættir fólk að geta greitt alla reikningana sína. Þá byrjar snjóboltinn að rúlla og stækka.

Fólk frestar greiðslu eins reikningsins til næsta mánaðar. Þá er hann greiddur og öðrum festað og svo koll af kolli þar til einhverjum reikningum hefur verið frestað nógu lengi til að greiðsluáskorananirnar fari að berast. Vitanlega engin úrræði að hafa enn, þar sem launin í fyrra voru svo ágæt. Það var hins vegar í fyrra.

Þannig getur fólk verið komið að hengifluginu, án þess að kerfið líti svo á. Því allt var svo sallafínt í fyrra, og/eða árið þar áður.

Þannig að, engin úrræði eru til til að forða fólki frá að fara fram hengifluginu. Bara úrræði til að fólk fari ekki fram af því, hafi nógu langur tími liðið þannig að „í fyrra" sé orðið að atvinnulausa árinu.

Þannig að sá sem missti vinnuna í desember 2008 og hefur verið á atvinnuleysisbótum síðan uppsagnarfrestur rann út, má líklega fyrst vænta úrræða í mars eða apríl 2010, þegar atvinnuleysisárið 2009 verður orðið að fyrra ári, samkvæmt skattaskýrslunni sem skilað er í mars - apríl.

Fólk greiðir ekki reikningana sína í dag með tekjunum frá í fyrra eða árinu þar áður, heldur með tekjum dagsins í dag. Þess vegna er skjaldborgin lítið annað en gjaldborg, því hún bjargar engum fyrr en allt er komið í óefni. Í stað þess að reyna líka að bjarga fólki frá að komast í óefni.

 

Einn ráðherra gjaldborgarinnar taldi ekki í mannlegum mætti að fella niður skuldir almennings, að neinu leiti. Þrátt fyrir að þær séu mannanna verk.

 

...

 

Fólk hefur kallað eftir réttlátri leiðréttingu skulda.

Allir vita hvernig gengið hrapaði árið 2008, vegna leikfimi bankanna og annars pengingafólks. Þeir sem tóku gengistryggð lán máttu svo sem vita af áhættunni, en boy oh boy. Hver gat ímyndað sér að hinir sömu og gáfu góð ráð um hve gott væri að taka gjaldeyrislán myndi síðan hafa sig alla fram við að fella gengið. Gengið hrapaði í lok hvers ársfjórðungs árið 2008, muni ég rétt. Tilviljun? Lyktar eins og svik í mínum huga.

Svo voru hinir sem vildu hafa vaðið fyrir neðan sig og tóku hefðbundin verðtryggð lán. Reiknuðu væntanlega með hærri verðbólgu yfir lánstímann en aftur, boy oh boy. Vitanlega hefur hið fellda gengi hækkað til muna innkaupsverð innfluttra vara og þar sem margar þeirra eru notaðar til reiknings vísitölu neysluverðs hefur hið fellda gengi óbeint hækkað verðtryggðu lánin líka. Svo við tölum ekki um undanfarnar hækkanir á gjöld sem lögð eru á hinar og þessar vörur. Allt hækkar það verðlagið, sem aftur hækkar vísitöluna, sem aftur hækkar lánin. Kaupmátturinn semsagt lækkaður beggja megin frá. Í hækkuðu vöruverði og í hækkuðum afborgunum lána, sem afleiðing hækkaðrar vísitölu.

Við lifum í absúrd umhverfi, verandi með verðtrygginguna.

Í eðlilegu umhverfi, án verðtryggingar, skiptir ekki öllu máli hvort auknar skattaálögur eru lagðar á beint með hækkun tekjuskatts eða annarra beinna skatta, eða með hækkun virðisaukaskatts. Virðisaukaskattshækkanir hafa áhrif á verðlag. Í umhverfi án verðtryggingar snerta þeir skattar neytandann á sama hátt og hækkun tekjuskatts. Þ.e. kaupmátturinn minnkar. Punktur.

Í kerfi verðtryggingarinnar verður vissulega líka lækkun kaupmáttar, en sú lækkun verður meiri þar sem hækkanir virðisaukaskatts og vörugjalda hækka neysluverðsvísitöluna og þar með líka höfuðstól hinna verðtryggðu lána sem almenningur skuldar. Því ættu menn að forðast hækkanir virðisaukaskatts og vörugjalda í lengstu lög en reyna fyrst að hækka beinu skattana, sem hækka ekki lánin.

Aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa hingað til verið fólgnar í að hækka óbeinu skattana sem hafa bein áhrif á verðlag, t.d. með hækkun á áfengisgjaldi og olíugjaldi. Þær hækkanir hafa ekki bara hækkað verð á áfengi og eldsneyti, heldur ekki síst hækkað húsnæðislán fólks, hversu absúrd sem það nú er.

Ráðherrar ríkisstjórnar Íslands telja ekki hægt að afnema verðtryggingu. Þrátt fyrir að hún sé mannanna verk, en láta það hins vegar verða sín fyrstu verk að hækka óbeina skatta og gjöld, sem fara beint út í neysluverðsvísitöluna og auka þar með á greiðslubyrði fólks.

 

Svona er skjaldborgin í hnotskurn. Gjaldborg.

 


mbl.is Námslánaskuldir felldar niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband