Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Andlegar klósettferðir

Ég skil vel þá múslima sem finnst ekki við hæfi að hægja á sér mót Mekka. Hvort eitthvað sambærilegt eigi við um salerni og önnur trúarbrögð veit ég ekki. Líklega enginn hægðarleikur að vera strangtrúaður, vilji maður iðka trú sína af lífi og sál. Hinsvegar getur andleg iðkun hægt á huganum og ef til vill fleiru innra með manni.

Á boðorðum ég byggja fer
með blóði og svita.
Hallelúja og hægi á mér.
Ó, himneska skita.


mbl.is Ólympíusalernin snúi ekki að Mekka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trúarrökræður

Ég fór aðeins að velta fyrir mér öllum trúarumræðunum hér. Fólk að 'rök'-ræða hitt og þetta varðandi trúarbrögð, þó aðallega hin kristnu. Ég viðurkenni alveg að hafa misst mig í slíkt. Vitandi þó að rökræður um trúarbrögð eru marklausar og ná aldrei niðurstöðu.

Trú og trúarbrögð eru nefnilega tilfinningalegs eðlis. Rétt eins og hvort við aðhyllumst pönk, diskó, eða eitthvað annað. Hvort við aðhyllumst kjöt, fisk eða hvorugt. Hvort okkur þyki rauður litur fegurri en blár, eða ekki. Það veit hver heilvita maður að slíkt er ekki hægt að rökræða. Tilfinningar lúta ekki rökum eða rökrænni hugsun.

Hvað er þá málið? Sumir missa sig í slíkt rugl annað veifið, meðan aðrir gera ekki annað.

Merkileg er mannskepnan.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband