Færsluflokkur: Tónlist
Mánudagur, 2. ágúst 2010
Hversu original?
Oft heyrir maður ný lög sem maður telur sig hafa heyrt áður.
Kannski er ég fimm árum of seinn með þessa færslu, því ég ætla að fjalla um lag sem kom út árið 2005.
Lagið heitir Talk og er flutt af hljómsveitinni Coldplay. Flott lag. Spurning þó hvort þeir hafi tekið sér lagið að láni.
Hlustum fyrst á lagið Computer love, með Kraftwerk, sem kom út árið 1981. Síðan á Talk með Coldplay, sem kom úr árið 2005.
Dæmi hver sem vill.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 5. febrúar 2010
Snillingar
Það semur enginn svona tónverk nema snillingur og að heyra það túlkað af öðrum snillingi gerir það ómetanlegt.
Svyatoslav Richter leikur ballöðu nr. 1, op. 23, eftir François Chopin. Fyrir þá sem hafa áhuga, er hún í G moll.
Karl faðir minn átti þetta á gamalli vínilplötu, gegnumspilaðri, sem hann hélt mikið upp á.
Það var mér mikil ánægja að finna sömu upptökur og á plötunni, órispaðar, í diskasafni á Amazon, sem ég gaf honum á sjötugsafmælinu.
Reyndar heyri ég að þetta er ekki sama upptakan og á plötunni góðu, en þó sami snillingur að spila.
Chopin á peningaseðil | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 30. júlí 2009
Hver eru tengsl útgáfuréttar og áleggs?
Spyr sá er ekki veit.
Viðtengd rétt fjallar um þras vegna útgáfuréttar á lagi og meintum stuldi á flautustefi einhvers skátaforingja.
Svo endar fréttin á bráðnauðsynlegum upplýsingum um ástralska áleggið vegemite og vitnað í söngtexta. Hvernig það tengist efni fréttarinnar, um uppruna og útgáfurétt, að öðru leiti er mér hulin ráðgáta.
Nær hefði verið að upplýsa mörlandann um hvort hið ástralska vegemite líkist breska viðbjóðnum mermite?
Stolin stef í Ástralíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 14. maí 2009
Afi í Júró
Svona fyrir þá sem ekki geta fylgst með, vegna anna, þá var Afi að stíga á svið rétt í þessu, í evrópsku vísnakeppninni.
Afi von Humpelhoven er þekktur hollenskur hagyrðingur. Sér til fulltingis fékk hann vini sína tvo, þá Martin og Harald. Klæddust þeir Silfursafnsjökkum í boði Pallans okkar alíslenska.
Með þeim dansaði ráðskona Afa og lék hún á glasabakka meðan hún talaði í síma.
vróvisjón á sér engin takmörk.
Tímalausa snilld kallaði Sigmar þetta atriði. Kannski ekki alveg það sem mér datt í hug, en hafði þó ekki tíma í að horfa á atriðið allt. Kannski það hafi þá verið tímalaust eftir allt?
Tónlist | Breytt s.d. kl. 20:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 17. mars 2009
Algaula
Þeir sem muna eftir skífusímum, Þjóðviljanum og sjónvapslausum júlí eiga það sameiginlegt að vera a.m.k. hálfnaðir í háa elli. Einn þeirra er Óðríkur Jónsson.
Óðríkur val stofnandi og helsti forsprakka Óðmanna. Hljómsveitar sem starfaði á öldinni sem leið og náði nokkrum vinsældum. Eftir að Óðmenn slitu samstarfi sínu hefur Óðríkur starfað sjálfstætt, sem gaulverji.
Þetta er bévítans hark segir Óðríkur um starfið. Svona eins og vera við staurinn að reyna að verða sér úti um verkefni. Þó yfirleitt nóg að gera um helgar.
Gaulverjar stunda þó ekki lifandi gaul eingöngu, heldur gefa þeir út líka. Nýverið sendi Óðríkur einmitt frá sér sinn fimmtánda disk, Algaula.
Það er orðið þannig með útgáfuna líka, að það er ferlegt hark. Öllu stolið frá manni. Þess vegna ætla ég að hætta þessu segir Óðríkur.
Eins og lesendum er kunnugt hefur Óðríkur gefið út harorða yfirlýsingu, þar sem hann vandar netnotendum ekki kveðjurnar.
Þegar blaðamaður benti Óðríki á að almenningur greiði öll gjöld fyrir niðurhalið, þegar það kaupir sér tóma geisladiska eða mp3 spilara, til dæmis, glottir Óðríkur og skellir að lokum upp úr.
Hahahahaha!! Þetta svínvirkaði hjá mér! Vagtna maður, vagtna! Ég varpaði bara þessari bobu til að plögga mig og plötuna mína!
Já, gamli refurinn kann sitt fag.
Bubbi hótar að hætta útgáfu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 23. febrúar 2009
Er Kalli málið?
Maður hlýtur að spyrja sig.
Fyrir ári síðan henti ég inn hér færslu með Bollywoodlaginu um Kalla teygju. Nú, ári síðar kom annar Kalli, sá og sigraði á Óskarsverðlaunahátíðinni. Sá heitir Kalli Hó.
Indversku Kallarnir eru afar þjóðlegir. Sterk indversk ákrif í lögunum þeirra.
Er Kalli kannski lykillinn að velgengni? Spurning fyrir íslenska músíkanta að tileinka sér Kalla. Kannski með sterkum súrsuðum og signum áhrifum. Kannski Kalli kjammi eigi eftir að meika'ða?
Tónlist | Breytt s.d. kl. 19:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 2. desember 2008
Forystan
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 28. júní 2008
Hvalaskoðun í kvöld
Á eftir fer ég til vinar míns. Tónleikar munu verða haldnir í bakgarði hans í kvöld. Þar munu stíga á stokk, sveitaballahljómsveitin Sigur Rós og þjóðlagasöngkonan Björk Guðmundsdóttir, rafiðnaðarmanns, ásamt öðrum minni spámönnum.
Reyndar mun Sigur Rós aðeins vera upphitunarhljómsveit fyrir Ólöfu Arnalds, sem hefur þegar sigrað heiminn með vísnasöng sínum.
Sigur Rós er vel þekkt fyrir hvalaskoðunartónlist sína og hef ég undir höndum nokkrar upptökur af óútkomnum lögum þeirra. Ég hef ákveðið að deila þeim með ykkur. Ég vona að STEF og Maggi Kjartans lesi ekki bloggið mitt.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 17. júní 2008
Rassgatslaus sný ég heim
Mikið djöfulli átti ég gott kvöld. Fór á tónleika í Höllinni sem voru alveg fyrir allan peninginn. Var ekki einn þeirra sem greiddu þúsundkalli meira fyrir að fá að sitja uppi í stúku og aka sér í sætunum. Nei. Það var dansað til helvítis niðri á gólfinu. Teknó er nefnilega tónlist sem maður finnur með hjartanu og út í lappirnar. Ekki gáfumannatónlist fyrir fólk sem setur hönd undir kinn og hummar spekingslega.
Ég veit ekki hve mörgum lítrum ég tapaði í svita. Allavega voru fötin límd við mig og ég kom heim vel sveittur og klístraður.
Sándið á tónleikunum var frábært í alla staði og eiga hljóðmenn kvöldsins bestu þakkir skilið. Eftir tónleikana var ball á Nasa og það var hálf pínlegt að dansa við langbylgjuhljóminn þar, eftir að hafa verið á tónleikunum. Aðallega samt að tónlistin á Nasa var ekki nógu gröð. Hljómaði meira eins og kexverksmiðja. Þe. bara lög sem voru engin lög, heldur eiginlega bara trommur.
Kvöldið í heild samt tær snilld. Djöfull er gott að dansa svona af sér böttið.
Smá sýnishorn sem ég tók. Samt lítið að marka þar sem hljóðið í klippunni er svo bjagað af hávaðanum. Vantar bassann og sonna, en stuðið var sko alveg til staðar.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fimmtudagur, 12. júní 2008
Moog
Robert Arhur Moog, er faðir hljóðgervlanna. Snemma á sjöunda áratugnum hóf fyrirtæki hans að selja hljóðgervla, byggða á hans hönnun. Í raun afar einföld hugmynd en snjöll. Að nota nokkra (tvo eða fleiri) sveiflugjafa (e. oscillators). Hver sveiflugjafi myndar sína einföldu bylgju, en með að blanda þeim saman má framkvæma margskonar bylgjusamsetningar og þal. mismunandi hljóð. Tíðni sveiflugjafanna var svo stýrt með hljómborði. Einnig voru síur til að breyta eiginleikum bylgjanna. Fyrstu hjóðgervlarnir voru einradda (e. monophonic) sem þýddi að aðeins gátu þeir spilað eina nótu í einu og því ekki hægt að spila á þá hljóma. Síðar komu fram fjölradda hljóðgervlar.
Skemmtileg kynning á Mini Moog hljóðgervlinum.
Lengi vel voru allar stillingar gerðar með hnöppum, þar sem hljóðgervlarnir voru hliðrænir (e. analog) og ekkert tölvu...neitt. Þal. var heldur ekki hægt að vista stillingar. Síðar hófu aðrir framleiðendur að framleiða eigin hljóðgervla og á níunda áratugnum komu fram hljóðgervlar sem buðu upp á að vista stillingar og þannig gátu menn átt safn af mörgum stillingum (mismunandi hljóðum).
Hröð þróun varð í hljóðgervlabransanum á níunda áratugnum. Um 1980 komu 'samplerarnir' fram. Tæki sem buðu upp á að taka upp hljóð og spila gegn um hljómborð. Aðferðin var einföld. Hærri nótur spiluðu upptökuna hraðar og fengu þannig hærri tón og lægri nóturnar hægar til að fá lægri tón.
Snemma á níunda áratugnum kom fram MIDI (Musical Instrument Digital Interface) staðallinn, sem var bylting. MIDI gerir kleift að tengja saman hljóðfæri og nota eitt til að spila á annað. Með þessu opnaðist möguleikinn að búa til MIDI upptökutæki (e. sequencers). Þannig mátti taka upp mörg hljóðfæri (þe. nótnainnsláttinn, ekki hljóð) og láta síðan tækið spila allt saman.
Moog er goðsögn. Hér flytja The Moog Coockbook lagið Black hole sun, eftir Chris Cornell eingöngu leikið á Moog hljóðgervla, ásamt trommuheila.
Á níunda áratugnum héldu hjóðgervlar að þróast og fram komu hljóðgervlar, ss Yamaha DX7, sem alfarið voru stafrænir þótt grunnhugmyndin væri ávallt sú sama og hjá Moog. Einungis útfærslan öðruvísi.
Ef ekki væri fyrir Moog, MIDI og stafrænu tæknina, værum hvorki ég né restin af heiminum að smíða tónlist í tölvunni heima.
Það sem helst hefur staðið hljóðgervlum fyrir þrifum er að menn hafa gjarnan sett þá í það hlutverk að reyna að apa eftir öðrum 'raunverulegum' hljóðfærum, sem er auðvitað tóm firra. Hljóðgervlar eiga að fá að njóta þess að hafa sinn eigin hljóm sem hvorki píanó, strengir eða önnur hljóðfæri geta leikið eftir.
Nú hefur Moog fyrirtækið kynnt til sögunnar enn eina byltinguna. Rafgítar sem ég veit ekki hvað skuli kalla. Samkvæmt kynningarmyndbandinu er þar ekki um neina tölvugaldra að ræða, heldur einungis nýja tækni í hljóðdósum (e. pickups)
Tónlist | Breytt 13.6.2008 kl. 00:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)