Færsluflokkur: Dægurmál
Fimmtudagur, 30. apríl 2009
Ísland er tjaldþrota
Stutt yfirlýsing frá Sigurgeiri Jónssyni, eyjapeyja:
Þar sem Ísland er tjaldþrota og að steininn hafi svo tekið úr með yfirstrikunum á Árna Johnsen verður þjóðhátíð 2009 frestað um óákveðinn tíma.
Siggi Jóns.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 26. apríl 2009
hvílík nótt
Eins og aðrir landsmenn fylgdist ég með kosningatölunum í nótt. Ég mætti á kosningavöku O-listans í Iðnó. Hvílíkt hvað þar var gaman. Þar var líf og þar var brosandi fólk.
Borgarahreyfingin landaði fjórum persónum til þings. Rétt eins og kannanir höfðu spáð fyrir. Hins vegar náðu ríkisstjórnarflokkarnir ekki eins góðum árángri og spáð var.
Jú, sögulegt. Aldrei hafa vinstri flokkar náð hreinum meirihluta fyrr. Við erum að tala um að tala um 34rra manna meirihluta. Það er veikur meirihluti.
Í framhaldinu tel ég að Borgarahreyfingin hafi nú komist í oddaaðstöðu. Stjórnarflokkarnir þurfa ekki nema einn Kristinn H. til að missa meirihluta sinn. Eini raunhæfi valkosturinn til að koma að framkvæmdarvaldinu með Samfó og Grænum er flokkur fólksins, O.
Við þurfum ekki bara Borgarahreyfinguna á Þing. Við þurfum hana alla leið. Koma að stjórn landsmála. Fyrst við sitjum uppi með það kerfi að löggjafavaldið skipi framkvæmdavaldið vil ég sjá Borgó þar líka.
Borgó verður aðili að næstu ríkisstjórn, með einn ráðherra. Það er mín spá.
Til hamingju Ísland!!
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 25. apríl 2009
Með frið í hjarta
Þá er mitt atkvæði komið í kjörkassann.
Sem háaldraður maður hef ég kosið nokkrum sinnum áður. Ég hef ávallt kosið til vinstri. Þó ekki fyrr en síðustu ár að ég hafi tekið út þann þroska að getað staðsett mig fyrir alvöru í pólitík. Hægri krati. Sem slíkur kaus ég Samfylkinguna síðast, líka þar áður og þar áður. Fyrir tilstuðlan tregðulögmálsins kom Samfylkingin því ein til greina framan af fyrir kosningarnar nú. Þá fór ég alvarlega að velta fyrir mér Borgarahreyfingunni og því sem hún stendur fyrir og stendur ekki fyrir.
Mér varð hugsað til baka, aftur til vetrarmánaðanna og rifjaði upp hvernig mér leið þá. Í nokkra daga stóð valið milli S og O. Að lokum fann ég að í hjarta mínu vil ég breytingar. Ég vil nýtt Ísland. Eins og eflaust margir aðrir, velti ég fyrir mér hvort atkvæðinu yrði ekki kastað á glæ með að kjósa örframboð. Ef allir hugsuðu þannig gerðist aldrei neitt nýtt. Kannski einmitt þess vegna sem aldrei hefur neitt nýtt gerst hér og við sitjum uppi með sama liðið, trekk í trekk.
Ég tók þá afstöðu að láta ekki 5% múr og hræðsluáróður hamla mér frá að fylgja sannfæringu minni og hjarta. Gott ef það var bara ekki daginn eftir sem örframboðið mældist yfir 5% í könnun. Ég hefði betur tekið ákvörðunina fyrr.
Ég minnist þess ekki að hafa liðið jafn vel á leið úr kjörklefanum. Vitandi að ég hafi fylgt hjarta mínu alla leið. Ég geri mér alveg grein fyrir að það verður engin bylting á þingi, en dropinn holar steininn.
Ég skora á alla að fylgja hjarta sínu í kjörklefanum. Hvar svo sem það slær.
PS. Fyrir þá sem eru óákveðnir, má kjósa líka út frá fegurðarsjónarmiðinu eins og ég sá í athugasemd á einu bloggi. Æfa sig að setja X við alla bókstafi og velja þann sem lítur best út.
x|_|_
_|o|_
|x|o
ekki flókið
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 25. apríl 2009
Stóru orðin
Ástþóri er oft heitt í hamsi.
Miðað við fyrirsagnir annarra blogga tengdum þessari frétt virðist þykja fínt að dissa Ástþór sem mest.
Ég get alveg fallist á að hann er oft stóryrður og skapheitur. Hins vegar tel ég það vera vegna þess að hann er einlægur í afstöðu sinni. Hann hefur sterkar skoðanir og fylginn sér. Það mættu aðrir og fleiri vera þannig, að fera fylgnir sér.
Ég er ekki alltaf sammála Ástþóri, en ég tel allt tal um að hann sé bjáni segja meira um þá er þannig tala en hann.
Hvort sem hugmyndir hans um atvinnusköpun eru raunhæfar eða ekki, hefur hann þó komið fram með eitthvað nýtt. Meðan aðrir hjakkast í sömu stóriðjuförunum. Ég er t.d. sammála Ástþóri um að efla þurfi smáiðnað.
Hví dettur engum í huga að búa til eitthvað úr öllu álinu? Álfelgur eða álpappír. Eða bílaíhluti eins og Stulli Jóns nefndi á borgarafundinum á Nasa.
Nei, ég tel Ástþór óvitlausan þótt hann hafi e.t.v. gapuxalegt fas. Ég mun ekki kjósa hann nú, en fyrr myndi ég kjósa hann en marga aðra.
Í sjónvarpssal í gær, talaði hann fyrir hugmynd sem hann taldi þurfa að koma í framkvæmd strax á mánudag. Hann bauð jafnframt fram krafta sína.
Steingrímur Joð sagðist þá, í sjónvarpi allra landsmanna, ætla að hringja í Ástþór á mánudag. Það verður fróðlegt að sjá hvort hann reynist maður orða sinna.
Jæja. Best að drífa sig nú að kjósa, breytingar.
Ástþór illur út í RÚV | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fimmtudagur, 23. apríl 2009
Hjörleifur rokkar
Hjörleifur Guttormsson, þýðandi, fékk í dag þýðingarverðlaun forsetans fyrir verkið Apakóngur án Evrópu.
Þykir Hjörleifur hafa náð að túlka gapuxahátt heimóttarsinna afar vel á ástkæra ylhýra. Segir í úrskurði dómnefndar: Túlkur kemur skilmerkilega til lesanda, muninum milli bananalýðvelda Afríku og velferðarkerfa Evrópu og hann hefur ekki látið eigin skoðanir lita viðfangsefnið.
Bókin fæst í Eymundsson á 4990 og í kilju á bensínstöðvum Skeljungs á 2190.
Hjörleifur fékk íslensku þýðingarverðlaunin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 23. apríl 2009
þetta er bara snilld
SMS stúlkan!
Fæ ég ekki númerið?
Valdís Ýr valin ungfrú Vesturland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 23. apríl 2009
Hver fann upp leiðindin?
Þar koma margir til álita. Þó tel ég að tveir menn berjist um titilinn. Björn Bjarnason og Birgir Ármannsson. Spurning hvort þeir hafi haft sama læriföður og hver sá snillingur sé?
Snilld.
Annar gauranna er víst með bloggsíðu http://bjorn.blog.is
Verst að einn læriföðurinn heldur ekki úti síðu, enda ku hann einungis hafa sent einn tölvupóst á ævinni. Það var hausrið 1995 þegar hann fiktaði í Atari tölvu lögfræðinemans, sonar síns.
Bergmálstíðindi hafa komist yfir póstinn og hljóðar hann svona:
Hi babe. I'm very hot, are you?
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 23. apríl 2009
Fréttatilkynning
Kosningastjóri Vinstri grænna vill koma því á framfæri að ummæli Kolbrúnar Halldórsdóttur hafi verið slitin úr samhengi, er sagt var að hún legðist gegn olíuvinnslu.
Kolbrún hafi verið nýstigin úr partýi grænmetisframleiðenda og því ekki búin undir viðtal.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 23. apríl 2009
Fyllerísgróði
Ég hef verið á fundi með loftinu, eins og venjulega.
Var að spökúlera. Gulli segir ekkert óeðlilegt við það að taka við tveimur millum, í því andrúmslofti sem þá var. 2007. Sama hlýtur að eiga við Steinunni Valdísi.
Í dag finndist það hrein firra að taka við tvöþúsund þúsundum króna. Voru allir fullir addna 2007? Þá meina ég í alvöru, fullir.
Nú er ég dottinn í'ða. það er svo mikið á fylleríinu að græða.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 23. apríl 2009
Minningar
Ég var að lesa þesa frétt: http://eyjan.is/blog/2009/04/23/thora-kristin-kosin-formadur-bladamannafelagsins-mot-frambjodandinn-tok-saeti-i-stjorn/
Ég datt ca 30 ár aftur í tímann.
Stóri bróðir minn var í vinahóp sem unglingur, eins og gengur. Ég man eftir þremur strákum, að bróður mínum frátöldum. Kristinn var einn þeirra, ásamt öðrum ónefndum góðmennum.
Ég var níu ára pottormur. Pabbi stjórnaði kór, sem mamma mín jafnframt söng í. Á mánu- og miðvikudögum voru kóræfingar. Þá fóru þau út og stóri bróðir eða stóra systir gættu litla fávitans. Hvaða unglingur nennir að hanga yfir níu ára barni?
þetta var þó þrusugaman fyrir pottorminn mig. Strákarnir mættu og spjölluðu og einhvernveginn var ég aldrei settur útundan. þeir spiluðu ELO og töluðu um stelpur og eitthvað. Ég skildi ELO.
Góðar æskuminningar.
Seinna kem ég að jafnyndislegum minningum tengdum systur minni, vinkonu hennar og ABBA!!
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)