Færsluflokkur: Dægurmál

Góður andi

Sveitarfélag Akraneshrepps hélt opinberan miðilsfund í kvöld. Svo góð mæting var á fundinn, að færri komust að er vildu. Miðill fundarins að þessu sinni var Markús Þór Hafsteinsson, bóndi og sjáandi.

Þar sem dimmt hefur verið yfir sveitarfélaginu áttu margir von á að í pontu miðilsins myndu mæta púkar og djöflar. Það fór á annan veg.

Sá fyrsti og síðasti, sá eini, er sté í miðilspontuna kallaði sig Michael. Hann mun vera vel þekktur úr andaheimum. Hann talaði um ást sína á tónflæði og dansflæði. Sagði að mannfólkið yrði að gefa öllu flæði tækifæri. Hvort heldur er flæði hugmynda, sjávar eða fólks.

Margir viðstaddra tengdu komu Michaels við palenstínskar konur.

Michael sagðist ekki vilja taka pólitíska afstöðu og þar sem honum fannst hann hafa talað um of með flæði fólkst [til Akraneshrepps] ákvað hann að taka lagið, til að gæta jafnvægis í umræðunni.

Lauk fundinum því með að Michael flutti lagið Beat it og dönsuðu fundargestir með.


mbl.is Góður andi á upplýsingafundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smá Júró

Smá í lokin, áður en söngvakeppni ársins fellur í algleymi heimsins.

Í mínum huga var þetta keppni hinna endurunnu laga. Verst ég man bara ekki nöfnin á öllum orginölunum, til að geta fundið þá á jútjúb. S.s. Gríska Britney Spears lagið.

Ég man þó heiti spánska lagsins, eins og það hljómaði árið 2005. Kannski ekki sama lagið, þannig séð, en hljóma svo lík að ég heyrði alltaf orginalinn þegar spánska lagið hljómaði.

'Spánska' lagið, árið 2008. „Baila el Chiki Chiki“ flutt af Rodolfo Chikilicuatre.

 

'Spánska' lagið, árið 2005. „La Gasolina“ flutt af Daddy Yankee.

 

 


Allt vitlaust!

Það er margt fyrirséðara í tilverunni en margan grunar.

Bloggheimar loga þessa stundina. Önnur hver færsla um úrslit söngvakeppninnar og hvað þetta sé allt saman glatað og mikið svindl.

Fyrirkomulagi keppninnar var breytt í ár, eftir að áhrifamestu ríkin innan EBU (Samband Evrópska sjónvarpsstöðva) höfðu setið eftir í undankeppnum undanfarinna ára. Nú voru haldnar tvær undankeppnir og jafnframt áhrifamestu ríkin gerð að útvöldum gullkálfum. Þau áttu tryggð sæti í lokakeppninni.

Þessi staða hinna útvöldu hefur verið áberandi í lokakeppnunum tveimur, þar sem sýnishorn af þeirra lögum hafa verið leikin og jafnframt tekið fram að þau þurfi ekki að fara gegn um síu undankeppninnar. Mín tilfinning var, fyrir keppnina í kvöld, að þau myndi líklega líða fyrir þetta. Þau yrðu 'dissuð'. Þó taldi ég að líklega yrði þó franska lagið eitthvað ofar en hin. Spá mín gekk eftir.

Ég tel alveg víst að á næsta ári muni reglum aftur breytt. Eða eftir tvö ár, eftir að leikurinn frá í kvöld hefur endurtekið sig að ári.

Ég tel öruggt að dómnefndir munu fá aukið vægi í atkvæðagreiðslunni. Nú var dómnefnd notuð sem mótvægi (lítið þó) við símakosninguna í undankepnunum. Ég tel ólíklegt að gamla kerfið verði tekið upp aftur, þar sem eingöngu dómnefndir greiddu atkvæði. Ég tel að vægið verði 50/50 milli símakosninga og dómnefnda.

Ekki veit ég hvaða reglur gilda um samsetningu dómnefnda, en ljóst er að það má setja þeim ákveðinn ramma um á hvaða forsendum lög skuli dæmd. Engar reglur er hinsvegar hægt að setja um slíkt meðal almúgans. Þar er bara hrein vinsældakosning í gangi og vægi laga og flutning þeirra er frekar lítið.

Viðbót:

Já, og/eða að einungis þau ríki sem keppa til úrslita fái að greiða atkvæði. Það er auðvitað bull að öll (a-Evrópu) ríkin sem sátu eftir hafi síðan í unnvörpum fengið að leggjast á sveif með hinum, að kjósa.

 


Stóðlífi í Beograd

Danski Evróvisjón keppandinn, Simon Mathew, hefur viðurkennt að hafa staðið í leynilegu sambandi við norsku stúlkurnar, Maríu og Miru.

„Norsku stúlkurnar hafa verið einstaklega indælar við mig og við höfum haft það huggulegt saman“ segir Simon, sem viðurkenndi fyrir stjórn keppninnar að hafa leikið álegg í samnorrænni samloku þeirra, bak við runna í garðveislu norska sendiherrans.

Þetta mun skýra söngtexta Simons, All night long.


mbl.is Samnorrænn kærleikur í Belgrad
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brúðkaup í beinni

Nei, Bergmálstíðindi munu ekki halda úti beinni útsendingu frá brúðkaupi. Hinsvegar gerir RÚV það. Um er að ræða sveitabrúðkaup á Jótlandi, þar sem Jens nokkur Hellerup mun kvænast heitmey sinni, Particiu frá Normandí.

Hví RÚV ákvað að sýna frá téðu brúðkaupi er á huldu, en þó má sjá þar hve skrítnir Jótar eru. Þarna má sjá marga spariklædda karlmenn sem hafa þann sið að skreyta jakka sína með eyrnalokkum.

Öllum áhugamönnum um tilgangsleysi er bent á að útsending RÚV mun standa eitthvað áfram.


Kokspyrnukeppni rokksöngvara

Úrslit hinnar Evrópsku kokspyrnukeppni rokksöngvara munu fara fram í Serbíu á morgun. Mikil eftirvænting er í gangi. Mikið stuð og mikil stemmning. Íslenska sveitin Klásúlan mun stíga á svið annað kvöld. Miklar væntingar eru gerðar til sveitarinnar og hefur hún nú hæsta veðhlutfall Bresku veðbankanna, eftir að ljóst varð að Írski páfuglinn Hannes hafði dottið úr keppni. Hann hafði áður haft hæsta veðhlutfallið. Liðsmenn Klásúlunnar segja þetta vond tíðindi, enda sýnt að vinningsspár Breskra veðbanka eru 'óhappa', eins og þeir orða það.
mbl.is Stuð í Serbíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næstum óraunverulegar veðurspár

Það má með sanni segja að veðurspár fyrir næstu daga virðist vera óraunverulegar, þar sem spáð er um 25 stiga hita og heiðríkju.

Hvernig skyldi standa á þessari einmuna veðurblíðu og það svo snemma sumars? Bergmálstíðindi lögðu spurninguna fyrir Veðurstofustjóra.

„Eins og menn vita hefur Veðurstofan lengi átt í fjárhagserfiðleikum. Hár rekstrarkostnaður og lítil sala í íslenskum sudda- og strekkingsveðurspám“ segir Veðurstofustjóri. „Veðurstofan hefur nú sagt upp öllum veðurfræðingum og hætt gerð veðurspáa. Þess í stað höfum við náð góðum samningum við veðurstofur í Evrópu um kaup á notuðum veðurspám þaðan. Spáin sem gildir á Íslandi um helgina, er keypt frá norður Þýskalandi og gilti hún þar um seinustu helgi.“

Það þykir með ólíkindum að engum hafi dottið þessi lausn í hug fyrr. Hve marga áratugi vosbúðar og viðbjóðs hefðu Íslendingar getað sparað sér? Ekki náðist í veðurmálaráðherra í dag. Hann er í fríi á Kanarí.


mbl.is Næstum óraunveruleg veðurspá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Betri í rúminu en Brad Pitt

Jennifer Aniston hefur gefið út þá yfirlýsingu að sementspokinn John Portland sé betri í rúminu en Brad Pitt. Hún mun vera yfir sig hrifin af Portland og hefur sagt vinum sínum að hann sé betri elskhugi en Pitt.

Aðspurð um hvað skítugur sementspoki geti haft fram yfir karlmann af holdi af blóði, fer Aniston hjá sér og segir, „O, ef þú bara vissir. Ég er reyndar bæði pínulítið fyrir smá subbuskap í kynlífinu og líka að drottna yfir elskhuganum. Hvað er þá betra en sementspoki?“


mbl.is Betri í rúminu en Brad Pitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sýknaður af ákæru fyrir skagfirska sveiflu

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað karlmann af ákæru fyrir að hafa borið gítar og haft í frammi skagfirska sveiflu á almannafæri.

Dómurinn taldi ekki, að ákæruvaldinu hefði tekist að sanna að maðurinn, sem sætti ákærunni, hefði verið sá sem sveiflaði gítar og söng Látum sönginn hljóma hátt á almannafæri á veitingastaðnum Mímisbar. Maðurinn neitaði sök.

Bann við skagfirskri sveiflu var bundið í lög árið 1997 eftir að rannsóknir höfðu sýnt sterk tengsl milli skagfirskrar sveiflu og heilabilunar, eftir mikla sveiflutíð áranna á undan. Þótt ekki hafi tekist að sýna fram á orsakasambandið, þ.e. hvort væri orsök og hvort væri afleiðing, þótti rétt að taka enga áhættu.


mbl.is Sýknaður af ákæru fyrir axarsveiflu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég hef eignast ungling

Og það segir mest um hve aldraður ég er orðinn. LoL 

Nú er Loginn minn, frumburðurinn, orðinn táningur. 13 ára í dag, 21. maí. Nú má ég líklega ekki kalla hann kútinn minn lengur, nema í lokuðu afmörkuðu rými.

Mér þykir þetta stór áfangi hjá honum. Að verða táningur. Miklu merkilegra en að fermast. Sem mér finnst b.t.w. alls ekki merkilegt.

Enda keypti ég afmælisgjöfina mína til hans í dag og svei mér ef hann verður ekki ánægður með hana. Hann veit hann fær síma. Það var samið um það frekar en einnota 'event'. Gamli síminn hans löngu orðinn klikk og virkar bara á góðviðrisdögum.

Elsku karlinn. Gerði ekki miklar kröfur og hann er nú ekki eins tæknilega sinnaður og gamli fauskurinn, pabbi hans. Lítillátur hvað það varðar. Systir hans fékk öll tæknigenin.

En eftir að hafa hlerað hann aðeins fann ég síma sem ég veit hann verður hæst ánægður með. Byggði valið á mínum kröfum, sem ég veit fyrir víst að eru mun meiri en hans kröfur. 'Ógisslega flottur'. Minn er bara þarmur við hliðina á þessum.

Svo förum við út að borða. Ég, hann og systir hans, en vitanlega fær hann að velja staðinn. Það verður pottþétt ekki súrt slátur á boðstólnum. jess!!!!

Til hamingju með daginn, elsku hjartans Logi Fannar minn.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband