Færsluflokkur: Dægurmál
Laugardagur, 31. maí 2008
Helmingur flýr land
Samkvæmt Þjóðarpúlsinum, sem Gallup gerði fyrir Bergmálstíðindi, hyggst rúmur helmingur landsmanna ætla að flýja land vegna efnahagsástandsins hér. Ekki sé lengur hægt að halda neyslyfylleríinu áfram hér, en skilyrði til þess hafi hinsvegar batnað til muna erlendis, s.s. á Tenerife og Alicante.
Það kemur einnig á óvart að þriðjungur landsmanna virðist haldinn masókískum hneigðum og hafi hugsað sér að gerast ferðamenn á íslandi.
Þýði könnunarinnar voru þrjátíu manns. Fólk sem hefur tvo jeppa og fellihýsi skráð á sitt nafn, en í öllum tilfellum í eigu Lýsingar.
![]() |
Helmingur landsmanna ætlar til útlanda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 31. maí 2008
Frú Alexandra valin frú Reykjavík
Frú Alexandra Löve, húsfreyja á Laufásvegi, hafði sigur í keppninni um frú Reykjavík, sem fram fór í gærkvöldi.
Háði hún harða baráttu við frú Ingibjörgu Rögnvalds, í kleinubakstri og við frú Sonju Kjerulf í léreftsstraujun.
Frú Alexandra þótti hinsvegar bera af í randalíngerð og mun það hafa tryggt henni sigurinn. Hún mun ferðast um landið í sumar og kynna sínar afburða góðu randalínur.
Bergmálstíðindi óska frú Alexöndru til hamingju með sigurinn.
Vegna ábendinga frá stjórnendum keppninnar ber þess að geta að frú Alexandra mun taka þátt í keppninni Mrs International donut, sem fram fer í Úsbekistan í október.
![]() |
Alexandra Helga valin ungfrú Ísland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Föstudagur, 30. maí 2008
Fávitar ættu að halda kjafti
Allt bloggið um þessa frétt er alveg dæmigerður fávitaskapur.
Málið snýst um samningagerð. Reyndar kemur ekki fram í fréttinni hvort gert hafi verið skriflegt samkomulag eða einungis munnlegt. Það skiptir í raun ekki máli. Teljist sannað að munnlegt samkomulag hafi átt sér stað, er það jafn gilt fyrir dómi (frönskum jafnt sem íslenskum). Hafi konan sagst vera hrein mey og hjúskaparsáttmáli á því byggður, verður hann að teljast ógildur nema komi fram sannanir um annað.
Þetta er ekki flókið. Er fólk hér alveg úr kortinu?
![]() |
Hjónaband ógilt í Frakklandi vegna ósannsögli um meydóm |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Föstudagur, 30. maí 2008
Drykkálfurinn
Í gær þegar jörð var rétt hætt að nötra, mættu hingað í vinnuna tveir ungir menn að selja álfa.
Þar sem fólk var enn í sjokki og ekki til neitt róandi að drekka á vinnustaðnum, var því bara málið að skella sér á róandi drykkálf í staðinn.
Ég er ekki frá því að hann hafi fengið sér í annan fótinn. Hann er svolítið þesslegur.
Eða hvað haldið þið?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 29. maí 2008
Útför Sandskötunnar
Táknræn útför Sandskötunnar, Samtaka hagsmunaaðila að hagsmunasamtökum, fór fram í morgun.
Samtökin hafa ekki verið lögð niður formlega, en útförin var tákngerfingur þess að Sandskatan hafi barist vonlausri baráttu sem verði nú hætt, sökum áhuga- og stuðningsleysis almennings.
Frá útför Sandskötunnar. Í kistunni er brúða í líki trukkabílstjóra.
![]() |
Ríkisstjórnin jörðuð" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 29. maí 2008
Geimferðasamstarf í uppnámi
Hið alþjóðlega samstarf um geimferðir er nú í uppnámi, eftir að upp kom bilun í hinu Þýska Villeroy & Boch salerni alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Nú deila fjórar þjóðir um orakir bilunarinnar sem og hvernig skuli leysa vandann.
Þjóðverjar kenna Frökkum um, eftir að hinn franski Pierre Cavalier gerði sín stóru stykki. Frakkar segja á móti salernið illa hannað. Bandaríkjamenn vilja senda hina bandarísku ítölsk-ættuðu pípulagningamenn Mario og Luigi með geimferjunni Discovery til að gera við gripinn. Svíar telja best að skipta salerninu út fyrir nýtt Gustavsberg.
Það er ljóst að mikið verður fundað næstu daga, áður en lausn finnst í málinu. Finnist hún ekki er hætt við að það gæti markað endalok alþjóðasamstarfs í geimferðamálum.
![]() |
Eina geimklósettið bilað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 29. maí 2008
Hrísgrjón undir heimsmarkaðsverði.
Bergmálstíðindi hafa það fyrir satt að stór hrísgrjónasending sé á leiðinni til landsins. Ennig munu ófáar dósir af bökuðum baunum fylgja með. Hvoru tveggja mun verða selt langt undir heimsmarkaðsverði.
Sala á hrísgrjónunum mun hefjast á mánudag, Í Bónusi. Þegar hafa myndast langar biðraðir.
![]() |
Rice á leið til Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 28. maí 2008
Stóra kleinusamsærið
Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, sagði í umræðu á Alþingi í kvöld um símhleranir, að engar hleranir hafi farið fram á síma frú Matthildar Berg, eins og ýjað hafi verið að.
Forsaga málsins er sú að frú Matthildur átti miklum vinsældum að fagna fyrir afburða góðar kleinur. Lengi hafi sá kvittur verið á kreiki að sími hennar hafi verið hleraður til að komast yfir uppskriftina. Frú Matthildur hóf sölu kleina árið 1966, en ári síðar hóf Björnsbakarí sölu kleina sem þóttu grunsamlega líkar á bragðið og kleinur frú Matthildar.
Björn Bjarnason vísar þessu á bug og jafnframt þeim sögum að hann tengist Björnsbakaríi á nokkurn hátt. Þótt hann viðurkenni að vera talsvert veikur fyrir kleinum og kaldri mjólk.
![]() |
Dómarar ekki viljalaus verkfæri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 28. maí 2008
Fjölmiðlagagnrýni Bergmálstíðinda
Í nýjasta tölublaði Verkalýðstíðinda, málgagns Samtaka verkmannsins og alþýðunnar, skrifar Ögmundur Jóhannsson um ástand atvinnulífsins á Íslandi.
Þar fjallar hann m.a. um laun æðsta stjórnanda Kaupþings (hér eftir kallaður bankastjóri), sem munu vera á við sjöfaldar ævitekjur hins almenna verkamanns. Ögmundur gleymir þó að geta þess að heimsmarkaðsverð á silkibindum hefur aldrei verið hærra en nú. Mun það að mestu leiti skýra nauðsyn hinna háu launa. Bankastjórar munu sjálfir þurfa að standa straum af bindiskaupum.
Einnig segir Ögmundur að íslensk heimili séu farin að draga saman seglin. Án þess að geta þess, á hann væntanlega við sjómannaheimili. Annarsstaðar séu segl ekki brúkuð. Reyndar ekki öll sjómannaheimili, heldur einungis heimili skútusjómanna. Hins vegar mun skútuútgerð hafa lagst af hér á landi um aldamótin 1900. Því ber að taka þessum lið greinarinnar sem markleysu.
Komið er inn á hagsveiflu efnahagslífsins og því haldið fram að sveiflan sé niður á við og jafnvel stöðvuð. Þó er þess hvergi getið að á nýafstaðinni árshátíð ASÍ lék konungur sveiflunnar, Geirmundur, fyrir dansi. Er það mál manna er árshátíðina sóttu að sjaldan hafi verið meira stuð og meiri sveifla. Því ber að taka orð Ögmundar um þetta atriði með fyrirvara.
Eins gerir Ögmundur Evrópumálin að umtalsefni. Heldur hann því fram að Evrópusambandsaðild og upptaka Evrunnar sé engin töfralausn. Bergmálstíðindi leituðu álits Bjarna töframanns varðandi þetta mál. Hann mótmælir þessu alfarið. Ég var á hvínandi kúpunni, þar til ég fór að fá greitt í Evrum fyrir mín töfrabrögð segir Bjarni. Fyrir mér var Evran alger lausn fyrir mína töfra. Eins eru réttindi töframanna innan Evrópusambandsins mun betur tryggð en okkar utan þess.
Að endingu fjallar Ögmundur um húsnæðismarkaðinn. Þar mun hann hafa étið hráa dómsdagsspá Félags áhugamanna um stýrivexti, en eins og flestum er kunnugt var hún unnin upp úr apríltölublaði Syrpu, málgagns Andrésar andar.
Niðurstaða Bergmálstíðinda er því sú að grein Ögmundar sé illa unnin og lítt mark á takandi.
Lifið heil.
![]() |
Sjöfaldar ævitekjur á einu ári |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 27. maí 2008
Hjónum bjargað
Eldri hjónum, sem lagt höfðu á Hvannadalshnjúk, var farsællega bjargað nú undir kvöld. Hjónin, sem eru um áttrætt, fengu þá flugu í höfuðið að klífa hæsta fjall landsins áður en ævin yrði öll. Starfsmaður elliheimilisins Grundar, þar sem hjónin búa, ók þeim að rótum fjallsins þaðan sem þau lögðu upp.
Er þau voru u.þ.b. hálfnuð festi konan göngugrind sína í íssprungu. Þá hringdu þau í 112 og ákváðu að halda kyrru fyrir þar til hjálp bærist. Björgunarsveitin Ögmundur, frá Höfn, brást eins skjótt við og unnt var. Reyndar tók um 4 tíma að komast upp á fjallið, en fyrsti tíminn telst ekki með, þar sem björgunarsveitarmenn voru þá uppteknir yfir Mythbusters, á Discovery channel. Með dyggri aðstoð Landhelgisgæslunnar var hjónunum komið niður af fjallinu.
![]() |
Bjargað af hálendinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)