Færsluflokkur: Dægurmál
Þriðjudagur, 13. maí 2008
Rauðhærðum strítt
Það virðist vera staðreynd, a.m.k. sums staðar í heiminum, að rauðhærðir krakkar líði fyrir hárlit sinn.
Þetta þykir mér alltaf jafn einkennilegt. Ég hef t.d. aldrei heyrt um að krökkum, eða fólki almennt, sé strítt fyrir fallegt bros eða falleg augu.
Ég viðurkenni að það er sumt sem mér er ómögulegt að skilja.
![]() |
Bannað að stríða rauðhærðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 12. maí 2008
Nýju nágrannarnir
Það er svo sem ekki í frásögur færandi að eignast nýja nágranna. Mínir nýjustu eru þó svolítið sér á parti.
Fyst var hún bara ein, en var fljót að finna sér karl.
Þau hafa verið dugleg að fá sér göngutúra um hverfið.
Ég er alveg hæst ánægður með þessa nýju nágranna mína og það virðast fleiri vera...
...en þau flugu sína leið þegar kisi ætlaði að heilsa upp á þau.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 12. maí 2008
Salernisstuldur í Grímsnesi
Gísli Gunnarsson, frístundabóndi í Grímsnesi, hefur verið ákærður fyrir salernisstuld. Nágranni hans, Pétur Lövgren, lagði fram kæru á hendur Gísla fyrir að hafa stolið salerni úr bústað sínum.
Þetta er rándýrt Gustavsberg, með bremsufarsvörn segir Pétur.
Lögreglan hefur gert salernið upptækt og sent í sýnatöku til Tromsö í Noregi. Rannsókn málsins mun vera á lokastigi og verður að því loknu sent ríkissaksóknara. Þykir nokkuð líklegt að Gísli verði ákærður fyrir þjófnað sem og að hafa stundað ólögmæt þvag- og saurlát um fimm vikna skeið.
![]() |
Rotþró stolið og sett niður í nágrenninu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 12. maí 2008
Guðbrandur sest á hilluna
Guðbrandur Grapesson, barþjónn, hefur ákveðið að leggja rasskinnar sínar á hilluna.
Guðbrandur, sem um áraraðir hefur starfað sem barþjónn á Skálafelli er fyrir löngu orðinn landsfrægur fyrir þá list að geta kreist sítrónur með rasskinnunum. Enda hafa vinsældir gins í tónik, með sítrónu, vaxið með eindæmum á þeim bar.
Ég hef nú starfað í þessum bransa í yfir fjörutíu ár segir Guðbrandur. Þegar maður er farinn að nálgast sjötugsaldurinn er ekki laust við að sumir vöðvar muni sinn fífil fegurri. Nú er mál að linni og best að tylla sér á þessa margfrægu hillu.
![]() |
Brýtur kókoshnetur með vísifingri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 11. maí 2008
Uuuuuuaaaaaaaaahhhhhhhh!
![]() |
Berst við Whitney |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 11. maí 2008
Bílar og ég
Bílar eru svo sem ágætir, sem slíkir. Koma manni milli staða, svona yfirleitt. Ég hef aldrei haft sérstakan áhuga á bílum, né öðrum ökutækjum.
Þegar ég hugsa til baka, minnist ég þess þegar ég var stráklingur. Margir vina minna höfðu mikinn áhuga á bílum og mótorhjólum. Minningin um þegar verið var að spá í einhvern bílinn eða eitthvert hjólið. Menn stóðu í hálfhring, kring um hjólið, eða við bílinn og horfðu. Spáðu og spekúleruðu í fyrirbærinu (bílnum/hjólinu). Töluðu, en um fram allt horfðu. Þetta skildi ég aldrei og fannst hin mesta tímasóun. Enda fór ég fljótlega að skjálfa af kulda í þessari kyrrstöðu og kom mér bara heim.
Önnur minning. Þá var ég rúmlega tvítugur. Var að vinna við rafkerfi sem og ísetningar og viðgerðir á allskyns raf- og rafeindatækjum fyrir bíla. Í einni pásunni voru vinnufélagarnir að tala saman um bíla. Þ.e.a.s. hvað þessi eða hinn væri flottur eða kraftmikill, eða eitthvað á þeim nótunum. Ég þagði en fylgdist með. Ég man ekki hvort til mín var beint spurningu eða hvort ég bara kommentaði að eigin frumkvæði. Ég sagði að fyrir mér væru bílar eins og skór. Ég notaði skó til að ganga í og komast leiðar minnar (jú, reyndar eru einhverjir haldnir skóblæti). Svipað væri með bílana. Jújú, það er gaman þegar skórnir eru flottir og haganlega gerðir, en að ég hafi einhvern sérstakan áhuga á þeim...nei. Einn félaganna varð mjög hissa. Engan áhuga á bílum? En þú ert að vinna við bíla!" Þótt ég ynni við skúringar myndi ég ekki endilega þurfa að hafa brennandi áhuga á moppum og skúringafötum, er það?
Í dag átti ég erindi í verslun í Árbænum. Í bakaleiðinni ákvað ég að keyra hring á bílasölunum, sem þar eru allar í einum hnappi. Jújú, þarna voru alveg flottir og fínir bílar. Því ætla ég ekki að neita. Alla vega einn og einn innan um. En verðið! Einn og einn, á stangli voru á milljón mínus. Hinir á tvær, þrjár, fjórar, fimm, ... milljónir. Myndi ég fara að kaupa mér bíldruslu á fimm milljónir?!! Nei, ekki ég. Sér í lagi ekki þegar verðfall bíla er eins og það er, milli ára.
Ég keypti mér notaðan bílskrjóð fyrir þremur og hálfu ári, á 300.000 kall. Hann hefur sko þjónað mér vel sá. Fyrir utan venjulegt viðhald, eins og að endurnýja bremsuklossa og borða, skipta um dempara og slíkt, hefur hann einu sinni bilað og ég get sjálfum mér um kennt fyrir það. Var farinn að heyra dularfullt hljóð í vatnsdælunni árið 2005. Gerði samt ekkert í því þar til í fyrra, þegar dælan gaf sig. Þennan eðal hrísgrjónavagn hef ég keyrt um 80.000 kílómetra síðan ég keypti hann. Um langt skeið ók ég milli Kópavogs og Borgarfjarðar, í og úr vinnu. Aldrei hikst. 7-9-13. Mér þykir vænt um þennan dygga þjón minn og ef einhver ætti skilið Fálkaorðuna fyrir störf í almannaþágu, eða fyrir eflingu samgöngumála, er það hann. Hann er ekki fullkominn, frekar en nokkurt okkar. Hann er haldinn sama sjúkdómi og margir jafnaldrar hans sömu gerðar. Rafmagnsrúðurnar bila. Það kalla ég þó varla bilun, meðan vélin gengur eins og klukka og annað er í lagi. Meðan hann kemur mér í og úr vinnu, gerir mér kleift að sækja krakkana mína og koma þeim síðan í skólann eftir pabbahelgarnar, gerir mér kleift að fara að versla og sinna öðrum erindum. Þá er mér svo slétt sama þótt einhverjar fokkings rafmagnsrúður eru tip-top eða ekki. Ég er ekki tilbúinn að borga milljónir fyrir hágæða rafmagnsrúður. Ég mældi bensíneyðsluna hans á tímabili, þegar 99% míns aksturs var milli Borgarfjarðar og höfuðborgarsvæðisins. 6,4 ltr./100 Km. Þá þegar var hann ekinn yfir 100.000 Km.
Tölum heldur um rafmagnshljóðfæri, eða einhverjar þannig alvöru græjur. Þá skal ég standa í hálfhring og horfa...og hlusta.
![]() |
Óseldir bílar hrannast upp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 03:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Föstudagur, 9. maí 2008
Gardínuglæpasaga
Fyrr í vetur keypti ég mér nokkrar gardínur fyrir Z brautir. Þetta voru tvennskonar gardínur; 4 stk ca 120 x 200 cm og 2 stk. ca 150 x 200 cm. Þær fékk ég tilbúnar, í Rúmfatalagernum og greiddi ég rúmlega sjö þúsund kall fyrir þær. Man ekki hvort sturtuhengið var inni í því verði eða ekki.
Fyrir stuttu fór ég svo, ásamt krökkunum mínum, að finna nýjar gardínur í herbergin þeirra. Við fórum í IKEA og tvær verslanir Rúmfatalagersins, en hvergi voru til gardínur fyrir Z brautir. Því varð úr að ákveðið var að leita í gardínubúð hér í borg og velja efni og láta útbúa gardínurnar. Um er að ræða 4 stk. 187 x 180 cm gardínur, en úr sínu hvoru efninu (2 og 2). Ég var búinn að fara með stráknum, um daginn, að velja efni fyrir hann. Í dag fórum við dóttirin síðan að velja efni fyrir hana og panta síðan gardínurnar.
Eftir að hafa tilkynnt afgreiðsludömunni efnisvalið og málin lagðist hún í reiknivélina og reiknaði feiknarinnar býsn. Síðan tílkynnti hún okkur verðið...
FJÖRUTÍU OG ÞRJÚ ÞÚSUND KALL! eða til að hafa það nákvæmt, 43.006 krónur!
Ég verð ósjaldan kjaftstopp, en þarna var ég það. Fjörutíuofþrjúþúsundfokkingkall og ekki eins þetta sé sérinnflutt silki. Ef ekki hefði verið nema vegna þess þetta var handa krökkunum og þau búin að velja efnið og allt, hefði ég þakkað pent og farið. Ég kyngdi hinsvegar blóðinu eftir kjaftshöggið og borgaði.
Þá spurði ég hvenær gardínurnar yrðu tilbúnar. Átti von á að það yrði í vikunni næstu. Eitthvað væri ég nú að borga fyrir.
Eftir þrjár vikur.
Say what?!!!
Það er nú ekki eins og gardínusaumur sé sá flóknasti í heimi, eða hvað?
Þetta er í síðasta skipti sem ég læt sauma fyrir mig gardínur.
Virðisaukaskatturinn af þessum gardínum er hærri en verðið sem ég borgaði fyrir Rómfógardínurnar.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Föstudagur, 9. maí 2008
Bzzzz vinkona
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 8. maí 2008
Sandskatan mótmælir
Sandskatan, Samtök hagsmunaaðila að hagsmunasamtökum, stóð fyrir allsherjar flautukonsert í dag. Á efnisskránni var meistaraverk Atla Heimis, Flautað úr þokunni.
Þótt tónleikarnir hafi að mestu leiti verið hugsaðir sem afþreyging og upplyfting notuðu félagsmenn tækifærið og mótmæltu í leiðinni, skorti og háu verði á gasi.
![]() |
Bílstjórar hættir mótmælum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 8. maí 2008
Auknar tekjur af lestri Bergmálstíðinda
Í nýrri könnun á tengslum tekna og menntunar fólks, miðað við áhorf, hlustun eða lestur fjölmiðla, má sjá sterk tengst milli tekna og lesturs vefmiðla. Menntun virðist hafa minna að segja, þótt hálærðir spekingar skeri sig úr. Þeir virðast lesa Lögbirtingablaðið, Wikipediu og Google.
Hvað tengst tekna og fjölmiðla áhrærir, kemur fram að því meiri tekjur menn hafi þeim mun meiri lestur Bergmálstíðinda. Þeim mun minni tekjur virðast tengjast minni lestri Bergmálstíðinda, en þeim mun meira áhorfi á danska sjónvarpsþætti RÚV.
Mönnum virðist ekki ljóst orsakasamhengið, en Bergmálstíðindi eru þess full viss að tekjurnar hafi ekki áhrif á lesturinn, heldur öfugt. Því er það lykilatriði fyrir alla þá sem vilja auka tekjur sínar að auka lestur Bergmálstíðinda.
![]() |
Vel launaðir menntamenn fylgjast með RÚV og mbl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)