Færsluflokkur: Dægurmál

Húðgötun

http://www.bebo.com/Tribal-PiercingsMaðurinn hefur skreytt sig á ýmsan máta, frá aldaöðli. Hvort heldur er að gata á sér líkamann, sprauta í hann bleki og fleira mætti nefna.

Nú hefur færst í vöxt, á vesturlöndum, að fólk láti gata sig víðar en bara í eyrum, eins og áður tíðkaðist einna helst. Ég man þegar ég var pjakkur og eldri systkyn mín voru á gelgjunni, að þá var tískufyrirbrigði að fá sér lokk í nef, eða eyra. Ég man t.d. eftir bróður mínum og vinum hans að gera sjálfir göt í eyrun. Einhverjum árum síðar, þegar ég var sjálfur bullandi gelgja fengu strákar á mínu reki sér gjarnan eyrnalokk(a). Þetta var á árunum eftir 1980.

Ætli ég hafi ekki verið 13 ára þegar ég gerði gat í eyrað á mér og ári síðar lét ég skjóta annað gat í sama eyra. Árið þar á eftir gerði ég 3ja gatið, en lét það gróa aftur þar sem það lá óþægilega nálægt brjóski og var sárt að hafa í því lokk. Þegar ég var svo líklega 19 ára lét ég skjóta gat í hitt eyrað.

Í dag sér maður fólk með göt á ólíklegustu stöðum þótt suma staði sjái maður reyndar ekki W00t

Það skiptir vissulega máli að gæta fyllsta hreinlætis. Ekki síst meðan sárið er að jafna sig. Þá hljóta göt í munni að vera sérlega viðkvæm.

Ég held samt að hin týpísku göt í eyrnasneplum séu yfirleitt tiltölulega meinlaus. Börnin mín bæði hafa fengið göt í eyrun, en ég er þó ekki viss um að ég legði blessun mína yfir að þau fengju sér göt hvar sem er.


mbl.is Húðgötun veldur áhyggjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aldarafmæli embættissetu borgarstjóra

Í dag eru liðin 100 ár síðan borgarstjórinn í Reykjavík tók við embætti. Í tilefni þess stendur Reykjavíkurborg fyrir hátíðardagskrá í Ráðhúsi Reykjavíkur, klukkan 15, þar sem borgarstjóri sjálfur mun flytja tölu. Talan sú mun vera gyllt tala af fyrsta embætisfrakka hans. Sú eina sem varðveist hefur.

Á hátíðardagskránni koma m.a. fram Kvenna- og Karlakórar Reykjavíkur, Tríó Reykjavíkur og Lúðrasveit Reykjavíkur. Leikfélag Reykjavíkur mun flytja einþáttunginn „Ég man þá tíð, eða ekki“ eftir Reykjavíkurskáldið Ólaf Friðrik. Kvenfélag Reykjavíkur mun sjá um kaffisölu.


mbl.is Aldarafmæli embættis borgarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tímamót í tónlistarsögunni!

Í kvöld var stór stund, er Nói Björns, sem hefur gert garðinn frægan m.a. með skemmtaraleik á Skálafelli, gekk til liðs við Harmonikkusamtök alþýðu og mun sameina krafta sína frumkvöðlunum Geir Númasyni og Abraham Ingólfssyni. Það mun verða stór stund er þeir munu gefa út, í sameiningu, hljómskífu sína hvers heiti enn er óákveðið. Þó er eins víst og að þessi orð eru rituð að þeir munu lama hné hverrar ömmu frá smáíbúðahverfinu og vestur úr.

Flott framtak

Þarna eru 'lítil' söfn að taka sig saman og gera eitthvað stórt.

Ég þekkti eitt sinn konu, sem gegndi starfi forstöðumanns safnahúss sveitafélags. Listasafn, byggðasafn, náttúrugripasafn,..., bókasafn, ...,name it. Hún sá um það allt. Hún stóð m.a. að samvinnu við önnur 'minni' söfn í héraðinu. Kjarnakona og unun að fylgjast með henni. Hún sá sér þó ekki annað fært en að hætta, þar sem áhugi þeirra sem borguðu, sveitarfélagsins, var enginn.

Dapurt.


mbl.is Í húsi Hákarla-Jörundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

I couldn't care less

Djöfuls væl í hænsniðnaðarmönnum. Seljandi okkur 30% vatn á okurverði og hafa ekki siðferðisþroska til að halda kjafti.

Ég ætla rétt að vona að hingað flæði kjúklingur. Lítið vatnsfylltur og á mannsæmandi verði. Þessir kjúklingabarónar hér mega fara á hausinn mín vegna. Ekki græti ég þá. Þetta mun svo bara batna við inngöngu í Evrópusambandið. Þá verður vonandi meira úrval og ekki þörf á að versla við þessa andskotans mafíu.


mbl.is Spáir miklum innflutningi á kjúklingabringum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Stulli með feitan rass?

Mikil ólga er nú meðal félaga um ofvaxið rassgat. Félagið var stofnð í Florida árið 1999. Nú hefur heimsmarkaðsverð á rassgatsbreikkunum hækkað. verð á Toyota Hi Ace hefur hækkað um 21%, Land Crusier um 23% og landbúnaðartraktorinn Nissan Patrol hefur hækkað um 29 %

Því hefur félag um ofvaxið rassgaat gengið til liðs með Stulla og rölta nú um borg og bý og mótmæla.


mbl.is Samdráttur í jeppasölu vestra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt ókeypis í dag

Ókeypisdagurinn var haldinn hátíðlegur í dag. Í dagt mátti hver maður raða að vild í innkaupakörfuna. Allt ókeypis. Samtök verslunarinnar standa fyrir ókeypis degi. og er hugsunin bak við daginn að koma til móts við neitendur sem eyða tugþúsundum í kjaftæði í umræddum fatabúðum.


mbl.is Ókeypismyndasögudagurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allah og bræður hans

Eru þetta ekki andskotans kommúnistarnir?


mbl.is Kvartað til lögreglu yfir bænakalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Elsku dóttir mín

Sem er núna að spila handbolta í Vestmannaeyjum. Hún hlakkaði svo til. Ég elska hana óendanlega. Án þess að halla á strákinn minn þá er hún Birna mín rosalegur knúsari og fátt jafn yndislegt eins og faðmlagið hennar, enda var hún mér ofarlega í huga þegar ég samdi lagið 'minning'

ég sá hana alltaf fyrir mér komandi að knúsa mig og sú hugsun tárar mig alltaf.

Elsku Birna mín


Í nefið

Gott ef þetta er ekki bíllinn sem ég sá fjallað um á einhverri erlendu sjónvarpsstöðinni nýverið og mun hafa tekið 'þekktan' sportbíl í nefið. Afar áhugavert.
mbl.is Rafknúinn sportbíll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband