Færsluflokkur: Dægurmál
Þriðjudagur, 11. mars 2008
Hroki er heilnæmur
Ahhh, hve gott er að hafa smá hroka. Hann eflir mann allan á sál og líkama.
Ég hverf ávallt inn í andlegan moldarkofa við svona fréttir. Að sjá frétt af einhverjum fiskikarli, á forsíðu, minnir mig svo vel á að ég er ekki íbúi í milljónasamfélagi. Ég bý hvorki í nefjork, lonogdon né kaupinhávn. Nei, ég bý á Ýslandi. Landi banana og ýsubeina. Það er ljúft.
Hvað er betra en að ræða um ufsa og ýsur á kaffistofunni?
Soðin ýsa á mánudögum, allir! ehaggi?
![]() |
Græjað á grásleppuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 01:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Sunnudagur, 9. mars 2008
Fólk
Ég er að nota google analytics til að fá smá tölfræði yfir þetta blogg mitt. Þar sé ég m.a. hvaðan síðan er heimsótt. Frá hvaða löndum.
Það minnir mann á, sér í lagi á þessum tímum internetsins, hvað heimurinn er lítill. Sá sem skoðaði bloggið mitt í mósambík eða á tælandi gæti allt eins verið gaurinn á hæðinni fyrir ofan, eða húsfrú í næsta húsi.
Hvenær ætlar mannskepnan að fatta það að þrátt fyrir að við séum svo mismunandi, mannfólkið, erum við öll meira og minna eins. Hví ætti mér ekki að þykja jafn vænt um hirðingjann í Zimbabwe eins og manninn sem afgreiðir mig í 10-11?
Hvaða máli skiptir hve trú fólks er? Mér þykir alveg jafn vænt um vini mína hvort heldur þeir aðhyllist þungarokki eða finnist sushi gott. None of my business. Hví ætti mér ekki að vera jafn sama um hvort þeir trúi á þetta guðið eða hitt, eða ekkert?
Ég hef, á netinu, kynnst allskyns fólki. Fólki sem býr hinum megin á plánetunni sem og fólki sem býr í sama bæjarhluta og ég. Mismunandi menning og siðir, en...allt eru það fólk með þessar sömu tilfinningar. Það elskar. Það langar. Það þráir.
Ég hef kynnst fólki hvers heimilisvenjur eru ólíkar mínum eigin. Ég hef hitt íslendinga sem tala svo óskýrt að vart skiljast. Margt af því gott fólk samt sem áður. Er eitthvað öðruvísi með hirðingjann í Zimbabwe?
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Fimmtudagur, 6. mars 2008
Gotterí - totterí
Það kann að ljóma skringilega að innan um allt gotteríið á metsölulistanum séu smokkar.
Það getur þó átt sína skýringu. Smokkarnir hljóta að vera með nammibragði; jarðarberja, vanillu, súkkulaði og svo framvegis. Eykur fjölbreytni sleikjóúrvalsins. Totterí þá orðið gotterí.
![]() |
Smokkar og súkkulaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 6. mars 2008
KvusslaX
Fyrst þeir eiga myndir af manninum hví eru þær ekki birtar, séu þeir að lýsa eftir honum?
það yrði líklegra til árangurs skyldi ég ætla ehaggi?
![]() |
Lögreglan lýsir eftir ræningja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 6. mars 2008
Menn spara ekki stóru orðin
Ef marka má þessi umskipti er þjóðin að sameinast um Fullkomið líf, eftir að hafa klofnað í tvennt eftir tónlistarsmekk í aðdraganda úrslitakvöldsins.
Aldeilis dramatík. Ég vona að þjóðin sleppi heil gegn um þetta mikla umbrotaskeið.
![]() |
Eurobandið fær uppreisn æru |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fimmtudagur, 6. mars 2008
Náðuð þið þessu?
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 6. mars 2008
Það er margt ríkidæmið
Ég á ekki jafn feita bankabók og Warren þessi Buffet. Reyndar yrði ég frekar neðarlega á umræddum lista. Þótt hafi átt til að safnast drasl í geymsluna, er ég ekki mikið fyrir að sanka að mér dauðum hlutum. Hvort heldur þeir teljist verðmætir eður ei. Ég á þó vel í mig og á og hef öruggt húsaskjól. Ég á trausta vini, hef tök á að gera það sem ég hef gaman að og er ánægður í vinnunni minni. Svo á ég líka tvö yndisleg börn sem eru mér meira virði en öll veraldleg auðæfi heimsins. Þar af leiðandi tel ég mig vellauðugan.
![]() |
Warren Buffet ríkastur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 5. mars 2008
Feður skulu þegja og borga
Ég á tvö börn, með konu sem eitt sinn var eiginkona mín. Við skildum fyrir nokkrum árum og hafa samskiptin síðan verið ágæt, framan af. Móðirin hefur fullt forræði yfir börnunum og hef ég greitt lágmarks meðlag. Að auki hef ég komið að ýmsum aukaútgjöldum, ss. tónlistarnámi barnanna beggja, fjármagnað hljóðfærakaup til handa þeim ásamt ýmsu öðru, eins og fatakaupum og þessháttar. Bara svona týpískir hlutir sem faðir gerir fyrir börnin sín.
Svo gerist það að upp kemur ágreiningur milli mín og móður þeirra. Fallist er á að ég greiði helming afmælisgjafar til handa syninum. Afmælisgjafar frá útlöndum. Mér er gefin upp fjárhæð sem ég samþykki, eða u.þ.b. fimm þúsund krónur í minn hlut. síðan kemur á daginn að móðirin hafi gleymt að reikna með öllum gjöldum og upphæðin hefur tvöfaldast. Ég fæ póst frá henni, um að gjöfin kosti þetta og þetta mikið og ég geti lagt inn á reikningin hennar, upphæð sem er langt yfir því sem rætt var um. Ég neita og segi að það gangi ekki að senda mér einhverjar tilkynningar eða fyrirskipanir um hvað ég eigi að borga. Búið væri að semja um málið.
Viðbrögðin, hún ætlar að fara fram á tvöfalt meðlag.
Einum og hálfum mánuði síðar fékk ég bréf frá fulltrúa sýslumanns og ég boðaður í viðtal. Konan hefur sumsé farið fram á að ég verði úrskurðaður til að greiða tvöfalt meðlag. Mér er tjáð að ég geti skrifað greinargerð, vilji ég mótmæla kröfunni. Sem ég og gerði. Ég skrifa greinargerð þar sem ég rökstyð, með vísan til barnalaga, að ég hafi staðið fyllilega við mitt hlutverk við að framfæra börnin mín. Ég skila ennfremur yfirliti yfir millifærslur frá mér til móður barnanna, til að styðja mál mitt.
Úrskurður sýslumanns, eða réttara sagt fulltrúa hans, var á þá leið að móðirin ætti að ráðstafa öllu er tilheyrði börnunum. Samt er viðurkennt, í úrskurðinum, að ég hafi staðið mína pligt, hvað varðar framfærslu barnanna. Er ekki allt í lagi hjá sumum?
Hún (fulltrúinn er kona) sumsé túlkaði barnalög á þann hátt að faðir barna hefur ekki rassgat með þau að gera. Hann á bara að borga og brosa.
Nota bene. Allir aðilar, sem ég hafði samband við hjá sýslumanni eru konur. Hvort heldur það voru fulltrúar sýslumanns eða lögfræðingur.
Niðurstaðan er þessi. Mér ber að borga barnsmóður minni fjörutíuþúsunkall á mánuði, að auki við þann fjörutíuþúsundkall sem grunnmeðlagið er. Það er hennar að ráðstafa í hvað peningurinn fer. Ég hef ekkert um það að segja.
Ég hef kært hinn fádæma fáránlega og órökstudda úrskurð sýslumanns, til dómsmálaráðherra. Ég bíð svara þaðan.
Gagnvart skattinum er ég ekki með börn á framfæri. Þó er ég að borga meðlög. Meðlög eiga að vera minn hluti framfærslu barna minna. Ef ég er ekki að framfæra börnin mín, samkvæmt áliti skattayfirvalda. Hvern er ég þá að framfæra? Væntanlega móður þeirra!
Ef úrskurður ráðherra verður mér í óhag mun ég birta öll gögn varðandi málið. Öll! Með nöfnum og kennitölum.
Dægurmál | Breytt 6.3.2008 kl. 13:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Miðvikudagur, 5. mars 2008
Sigue Sigue Sputnik
Um miðjan níunda áratuginn spratt hljómsveitin Sigue Sigue Sputnik fram á sjónarsviðið. Þau vöktu ekki aðeins athygli fyrir tónlistina, heldur ekki síður fyrir glamúrlegt útlit og sérstakar hárgreiðslur sínar.
Þessi er greinilega SSS aðdáandi.
Hér má sjá fígúrurnar.
![]() |
Viðmið við heiminn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 4. mars 2008
Aldrei verið flottari

![]() |
Of gömul í kynlífssenur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)