Færsluflokkur: Dægurmál

hroðbjóður

undanfarna daga hefur verið hreinasti hroðbjóður utandyra. snjór og frost. nú er rok, en snjóinn hefur tekið upp. frábært! guð blessi djúpar lægðir.

Gúrkutíð

það er greinileg gúrkutíð, fyrst þessi frétt er listuð undir „Helst í fréttum“
mbl.is Páfi hvetur menn til að gefa sér tíma fyrir Guð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jólagjöf frá hjartanu

Ég opnaði jólagjöfina frá dóttur minni áðan. Utan á pakkanum var fallegt kort sem hún bjó til. Þar sendi hún mér margfaldar ástarjólakveðjur. Það var ljúft að lesa þær Smile

Ég opnaði pakkann og í honum var lítill sætur veggplatti, sem á stóð:

 

Pabbi

Með ást þinni

kenndir þú mér að elska.

Með trausti þínu

kenndir þú mér að trúa.

Með örlæti þínu

kenndir þú mér að gefa.

Takk pabbi

 

Ég vissi þetta kom frá hjartanu og ég táraðist.

Er hægt að fá betri jólagjöf?


Femina

Hvernig má það vera að félag sem gefur sig út fyrir að berjast fyrir 'jafnrétti' kynjanna, kennir sig við kvenkynið eingöngu?

Nafnið 'Femínistafélag Íslands' má útleggja sem 'Kvenhyggjufélag Íslands', þar sem orðið femín[a] með 'í' er ekkert annað en íslenskuð útgáfa latneska orðsins femina, sem þýðir kona.

Því hljóta femínistar að vera kvenhyggjufólk (eins og nýjustu dæmin hafa jú sannað). Hví ætti ég að taka mark á 'jafnréttis'-boðskap fólks sem í raun berst fyrir auknum rétti kvenna, en ekki karla. Því vissulega hallar á karlmenn líka, þótt á öðrum sviðum sé en kvennanna.


mbl.is Ekki um jólakort að ræða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bleh

Kaupirðu þér nýjan Toyota bíl fylgir honum Toyota útvarp. Nú ættu Sony, Pioneer og fleiri að fara í mál við Toyota. Sama á við um fleiri bílategundir.

Ég sé bara ekkert að því að fá ýmsa aukahluti með stýrikerfinu. Svo geta menn bara sótt sér Opera eða Firefox, eða hvað annað þeir kjósa.

Annars mætti Opera laga vafrann sinn, fyrir Sony Walkman símann. Það þarf að hreinsa history reglulega (eftir ca 20 flettingar) og jafnvel endurræsa, til að geta haldið áfram.


mbl.is Jón ætlar í mál við Microsoft
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver er svag fyrir lögregluþjónunum?

Tilvitnun í fréttinni hefst á „Þegar við komum að kassanum...

Hinsvegar vantar gæslappirnar sem sýna hvar henni lýkur. Mér leikur forvitni að vita hvort restin af fréttinni sé tilvitnun (með greinarskilum!) og þá að það sé haft eftir manninum að lögregluþjónarnir hafi verið fallegir, eða hvort tilvitnuninni ljúki við greinarskilin. Þá er það væntanlega mat blaðamanns Mbl að lögregluþjónarnir séu fallegir.

Ég bara verð að fá botn í þetta mál. Ég veit nú þegar að afgreiðslustúlkan er pólsk, en ekki hvort hún er falleg. Ég verð að fá að vita hverjum finnst lögregluþjónarnir fallegir?

 

p.s. Hvers vegna spurði enginn spurningarinnar, hvernig umræddur seðill komst gegn um bankann án þess að neinn þar tæki eftir neinu?


mbl.is Fékk falsaðan seðil í bankanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjánaskapur

Kvusslax fíflagangur er þetta. Fyrst er fullyrt: „Kostnaður samfélagsins af notkun nagladekkja í borginni er umtalsverður.“ og á eftir kemur: „Augljósastur er kostnaðurinn við að bæta slit á götum borgarinnar.“ sem er í raun það eina sem vitað er, að nagladekk slíta líklega malbikinu meir en ónegld dekk. Svo klykkja menn út með að segja: „Annar kostnaður t.d. vegna óþrifa af tjöruaustri og heilsuspillandi áhrifa svifryks af völdum nagladekkja hefur hins vegar ekki verið rannsakaður.“ Halló!

Greinum þetta aðeins. Kostnaður af völdum nagladekkja er umtalsverður, því þau eyða malbiki umfram ónegld dekk. Þó höfum við ekki grænan grun um hvort þau valdi okkur meiri kostnaði. Hvernig er það? Í bókfærslu 101 lærði ég að færa bæði debet og credit. Útgjöld og innkoma, skiljiði. Væri ekki rétt að þessar vínarbrauðsætur, á framfæri okkar sem greiða útsvar, mætu hagkvæmni nagladekkja jafnframt?

Eins og annar ágætur bloggari hér kom inn á. Hvernig væri t.d. að fá tölfræði yfir hlutfall bíla á nagladekkjun, er lenda í slysum, versus þeirra er aka á ónegldum og svo framvegis.

Það telst kannski ekki til hagnaðar að bjarga lífi og heilsu fólks?

Fengu mennirnir gömul vínarbrauð þennan daginn, eða var kaffið of kalt?


mbl.is Samfélagslegur kostnaður nagladekkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Halli Jó og hitamælirinn

Ég ákvað að leggja mitt af mörkum, sem ábyrgum þjóðfélagsþegn. Nú ímyndaði ég mér að ég hefði tekið skæða flensu. Lægi sárkvalinn í rúminu og biði aðstoðar. Hingað kom enginn. Hvorki Halli Jó né aðrir, minni spámenn. Á endanum varð ég sjálfur að stinga mælistautnum í átpúttið. Sem betur fór mældist enginn hiti, enda var um æfingu að ræða.

Hjúkk!


mbl.is Vel heppnaðri æfingu lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvort er verra?

Að læsast inni á klósetti, eða heita Leggat?

Vonandi á hann aldrei erindi til Íslands.


mbl.is Fastur á salerni í fjóra daga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sprechen sie deutsch?

Ekki veit ég hve öruggar hemildir bláleitar kvikmyndir teljast. En að því gefnu að eitthvað megi á þeim byggja, kemur niðurstaða þessarar könnunar alls ekki á óvart. Þeir sem séð hafa bláleitar þýskar kvikmyndir vita að mennirnir tala út í eitt. Þeim væri nær að einbeyta sér betur að viðfangsefninu. Kannski þetta sé bara þýskan. Allt of tímafrekt að tala hana.


mbl.is Þjóðverjar verstu elskendurnir?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband