Færsluflokkur: Fjármál

PCI-DSS

Stendur fyrir : Payment Card Industry - Data Security Standard.

Það sem Sigmar hjá FGM segir hér, er bara hluti vandamálsins.


Ég starfa hjá fyrirtækinu Median sem fékk PCI-DSS vottun fyrir tæpum tveimur árum. PCI-DSS nær yfir allt fyrirtækið. Aðgang að svæðum, kerfum og svo framvegis. Í því felst meðal annars að kerfin þurfa að vera rekin í öruggu umhvefi. Kortanúmer séu dulkóðuð, Hvorki segulrandarupplýsingar né öryggisnúmer (CVC/CVV) séu skráð. Eins meiga engir loggar kerfanna skrifa slíkar upplýsingar nema „maskaðar.“ T.d. að bara fjórir síðustu stafir kortanúmers sjáist. Vottunin er ekki nein æviráðning, því minnst árlega skulu fyrirtækið og kerfi þess tekin út.

Víða pottur brotinn. Starfrækt eru fyrirtæki um allan bæ, sem vista kortanúmer án þess að hafa PCI-DSS vottun.

Ætli einhver að skrá kortanúmer sitt einhversstaðar, til dæmis vegna áskriftar, þar sem reglulega er tekið út af kortinu. Liggur fyrir að númer kortsins er skráð og geymt. Er það hins vegar geymt í öruggu umhverfi? Hafi viðtakandi kortanúmersins ekki PCI-DSS vottun og ekki er vitað hvernig skráningu kortsins er háttað er engin leið að vita hver örugg skráningin er. Númerið gæti allt eins legið á opinni vefsíðu, eins og gerðist hjá Hraðpeningum.


Vandinn liggur því ekki bara hjá kassakerfunum. Hann liggur um allt netið.


Þetta er ekki bara þekkt vandamál, heldur viðvarandi og ætti fólk að hugsa út í það. Eru þeir sem tóku við kortanúmerum ykkar að geyma þau á öruggum stað?


Median býður viðskiptavinum sínum, þeas. þeim sem reka þjónustu og þurfa að taka við kortanúmersupplýsingum, hins vegar upp á þá lausn að geyma kortanúmer fyrir þá. Dulkóðuð eins sagt var að framan. Viðskiptavinurinn hefur þá bara auðkenni (e. alias) fyrir kortið sem tengdur er viðskiptavininum og getur ekki verið notað af öðrum en honum sjálfum. Því er auðkennið verðlaust gagnvart öðrum. Þannig geta viðskiptavinir vistað hinar viðkvæmu kortaupplýsingar hjá vottuðum aðila án þess að þurfa að fara í gegn um langa og stranga PCI-DSS vottun sjálfir.

Þeir geta síðan framkvæmt sína reglulegu úttekt af kortinu án þess að þurfa númer kortsins, heldur nota þeir auðkennið.

Enn sem komið er, eru einungis erlendir kúnnar að nýta sér þessa þjónustu Median.

 

I wonder why?


Á ég að hlæja eða skellihlæja...

...yfir þessari frétt um afsakanir varðhunda auðvaldsins?

Hví ætti ríkisvaldið að þurfa að dæla fjármagni í gjaldþrota fjármálastofnanir, einkareknar?
Hvernig getur það varðað almannahagsmuni að þær fari yfir um?

Væntanlega með þeim rökum að falli þær, tapist einhverjar eigur almennings. Sparnaður.

Bankarnir hafa gefið það út að umræddur dómur og verstu afleiðingar hans muni ekki setja þá á hliðina. Eftir standa einhver smærri fyrirtæki sem einungis hafi stundað útlán en ekki innlán. Afsakið fávisku mína, en eru einhverjir innlánsreikningar hjá Lýsingu, SP fjármögnun, Avant, eða hvað þessi kompaní heita öll? Hvaða almannahagsmunir eru í húfi þótt þessi fyrirtæki deyi drottni sínum og rotni?

Spyr sá er ekki veit.

Svo klykkja þeir út með þessu; „Sú hætta geti skapast að erlendir aðilar endurmeti viðhorf þeirra til fjárfestinga á Íslandi til lengri tíma. Það myndi þýða minni erlenda fjárfestingu og verri kjör á erlendum lántökum og rýrari þjóðartekjur í framtíðinni með áhrifum á komandi kynslóðir.“

Eru það ekki aðallega gjaldeyrishöftin sem fæla erlenda fjárfesta frá? Hver hefur annars áhuga á að fjárfesta þar sem hann getur síðan ekki kassað út gróðanum?

Kannski ég sé í ruglinu. Gaman væri þá að fá að vita hvernig. Svo ég komist úr ruglinu.


Finnur finnur til

Í fréttum RÚV kom fram að Finnur Arionstjóri finni til með aumingja fólkinu sem verður að borga lán sem það fékk til kaupa á hlutabréfum í Kaupþingi. Lán sem landsfundur Samtaka gírugra ákvað að afskrifa.

Já. Finnur er mikill mannvinur. Finnur til með hákörlunum, en finnur Finnur jafn mikið til með sótsvartri alþýðunni, sem án gírugheita og í góðri trú tók lán hjá þessum sama banka til að eiga sér þak yfir höfuðið?

Fólk sem tók sér lán til kaupa á fasteign, sem líklega hefur lækkað í verði um tugi prósenta á sama tíma og lánin hafa hækkað að sama skapi um tugi prósenta.

Ég er ekki að finna á mér að Finnur finni eins til með því fólki. Enda það ekki hluti af spillingarelítunni.

Vona þó að Finnur finni frið í hjarta sínu. Þótt það sé rotið.


Seðilgjöld

Kannski ég sé farinn að kalka, en ég man ekki betur en að hátt í ár sé liðið síðan ríkið setti blátt bann við innheimtu seðilgjalda.

Svo er ríkisbatteríið sjálft, Íbúðalánasjóður, að innheimta seðilgjald.

Seðilgjald

Það má svo sem setja það í skrautbúning og kalla, útskriftargjald, olnboga- eða úlnliðsgjald, eða bara tilkynningar og greiðslugjald.

En seðilgjald er það og seðilgjald skal það heita.

Lifi gjaldborgin


Berjum hausnum við steininn

Um daginn kom fram í einhverjum fjölmiðli/miðlum að undanfarin ár hefði verið lítið um erlendar fjárfestingar hérlendis. Útlendingar hefðu verið boðnir og búnir að lána, en lítið hafi farið fyrir fjárfestingum þeirra hér.

Nú á, í fyrsta skrefinu, að létta á þeim hluta gjaldeirishaftanna er snýr að erlendum fjárfestum. Fjárfestum sem voru fáir meðan allt stóð hér í blóma. Ætli þeim fjölgi mikið í núverandi ástandi?

Áður vildu menn lána en ekki fjárfesta. Nú vilja menn ekki einu sinni lána hingað. Skyldu þeir allt í einu vera orðir áfjáðir í að fjárfesta hér?

Kannski vegna lágs gengis krónunnar verður það fýsilegra en var þessi tilkynning Seðlabankastjóra samt ekki bara Spaugstofuskedds?


mbl.is Afnám gjaldeyrishafta hafið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klaufafjárfestingar

Liðin er sú tíð, er tómir klaufar fjárfestu í öðrum klaufum. Það nýjasta í Frakklandi er að fjárfestar, klaufar eður ei, eru farnir að fjárfesta í nýrri gerð klaufa. Klaufdýrum.

Klaufdýrin eru af tegundinni Bos taurus, öðru nafni kýr. Þeirra helsti kostur er að þær framleiða ógrynni af mjólk, sem má nota til að búa til „ís tað“ eins og segir í viðtengdri frétt. Ís tað, öðru nafni taðís, hefur náð miklum vinsældum í suðurhéruðum Frakklands.

Útlit hans þykir minna á súkkulaðiís. Engum sögum fer hins vegar af bragðinu.


mbl.is Fjárfesta í kúm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkið eignast hluti í RÚV

Hér er stutt fréttatilkynning. 

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að breyta skuld Ríkisútvarpsins við ríkissjóð í hlutafé.
Því mun ríkið, sem áður átti einungis 100% í RÚV, nú eiga ríflega 160% í fyrirtækinu.


mbl.is Skuld RÚV breytt í hlutafé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skák og mát

Hr. Fjasmann

 Hr. Fjasmann

 

 

 

Það hefur löngum verið ljóst, þeim sem hafa viljað fylgjast með, að bankarnir hafa beitt allskyns aðferðum við að halda efnahagsreikningum sínum góðum. Hver sá ekki gegn um gengishrun krónunnar sem varð fyrst í lok mars, síðan í lok júní, síðan í lok september? Svaka tilviljun.

Hefði ég millifært reglulega af yfirdráttarreikningnum yfir á efnahagsreikninginn, hefði ég líklega þótt stöðuglegur. Þótt á sama tíma væri kominn með allt niður um mig. Allt svo, væri ég banki. Sem einstaklingur hefði ég bara verið tekinn í bakaríið.

Ég er hins vegar hvorki banki né skákmaður.


mbl.is Hlutabréfaverði var haldið uppi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenska rúblan

Ég er nógu aldraður til að muna eftir Sovétríkjunum. Sovétríkin voru lok lok og læs. Enginn mátti fara þaðan og fæstir fengu að fara þangað. Nema kannski þeir væru virkir þáttakendur í róttækum vinstri hreyfingum (grænt framboð  (hljómaði of vel til að láta ósagt) ).

Pabbi gamli var argasti kommi á yngri árum og varð þess heiðurs aðnjótandi að sitja í rússneskri átveislu, hvar meira var drukkið af vodka en vatni. Enda var hann virkur í Fylkingunni á sjötta áratugnum.

Rússnska rúblan var hvergi gjaldgeng nema í Sovét. Verðlaus þar utan. Svona eins og krónan okkar er í dag.

Krónan sem átti að vera svo gott tæki til að bregðast við sveiflum, svo ég vitni í mikilshæfan Seðlabankastjóra.

Krónan sem í dag er verðminni en skíturinn undir skónum mínum.

Nú er þó Rússland ekki eins lok lok og læs. Væri ekki frekar við hæfi að taka upp rúbluna hér, en norska krónu? Hvað eigum við sameiginlegt með norsrum? Jú, Ingó var norsari, en hvað svo?

Hingað hafa þó streymt Rússneskir mafíupeningar á síðustu árum, að mér skilst. Liggur þá ekki beinna við að taka upp rúbluna hér?


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband