Klaufafjárfestingar

Liðin er sú tíð, er tómir klaufar fjárfestu í öðrum klaufum. Það nýjasta í Frakklandi er að fjárfestar, klaufar eður ei, eru farnir að fjárfesta í nýrri gerð klaufa. Klaufdýrum.

Klaufdýrin eru af tegundinni Bos taurus, öðru nafni kýr. Þeirra helsti kostur er að þær framleiða ógrynni af mjólk, sem má nota til að búa til „ís tað“ eins og segir í viðtengdri frétt. Ís tað, öðru nafni taðís, hefur náð miklum vinsældum í suðurhéruðum Frakklands.

Útlit hans þykir minna á súkkulaðiís. Engum sögum fer hins vegar af bragðinu.


mbl.is Fjárfesta í kúm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Kannski maður fjárfesti í kú með -lu-láni  

Anna Einarsdóttir, 1.9.2009 kl. 21:10

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

með Möö-guleika á frystingu?

Brjánn Guðjónsson, 1.9.2009 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband