Laugardagur, 9. janúar 2010
Hver eru verstu tíðindi sem mögulega er hægt að færa einni þjóð?
Þau geta vissulega verið mörg og fara líklega eftir því hver þjóðin er.
Flestum ætti að vera í fersku minni þegar formaður rannsóknarnefndarinnar um bankahrunið lýsti efni hennar sem verstu tíðindum sem mögulega sé hægt að færa einni þjóð.
Ég hef verið hugsi yfir þessum orðum og hvað mögulega felist í þeim. Hver gætu verið verstu tíðindin sem téð nefnd geti fært íslensku þjóðinni?
Íslenska þjóðin, eða í það minnsta stærstur hluti hennar, á þá ósk að allir þeir sem ábyrgð beri á hruninu verði látnir axla þá ábyrgð. Því yrðu bestu tíðindin þau að allir ábyrgir sæti ábyrgð, ekki satt? Það myndi uppfylla kröfur þjóðarinnar.
Hver gætu þá orðið verstu tíðindin? Væntanlega hin gagnstæðu.
Allsherjar hvítþvottur.
Skyldi sú verða raunin?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
"Allsherjar hvítþvottur."
---------------------------------
Ég held að þú hafir rétt fyrir þér.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 9.1.2010 kl. 01:25
C11
Elín Guðjónsdóttir, 9.1.2010 kl. 01:35
Ajax !
Anna Einarsdóttir, 9.1.2010 kl. 01:55
Brjánn : Það gengur maður undir manns hönd nú meðal hrunflokkanna í því að fela spilltar slóðir fyrri þeirra.
Ein aðferðin er ómaklegt órökstutt skítkast stjórnarandstöðunnar út í allt sem aðhafst hefur verið gagnvart því að reyna að bjarga því sem hægt er, ásamt viðleittni hennar til að reyna að skapa sem mestann tilfinningalegann glundroða meðal þjóðarinnar.
Vissulega yrðu bestu tíðindin nú úr því sem komið er, að almenningur fái þess fullvissu að eitthvað verði aðhafst gagnvart spilltum og sekum stjórnmálamönnum ekki síður en öðrum hardcore glæpamönnum sem gamblað hafa með fjöregg þjóðarinnar.
hilmar jónsson, 9.1.2010 kl. 02:10
"Fyrri" er innsláttarvilla sorry.
hilmar jónsson, 9.1.2010 kl. 02:15
ekki veit ég hverjir skipa téða nefnd og enn síður hvort og þá hver tengsl þeirra eru við hádegismóann og alla hina móana. kúlulána eða ekki kúlulána. þó grunar mig að þetta verði bara enn eitt leikritið. vona þó ég hafi rangt fyrir mér.
Brjánn Guðjónsson, 9.1.2010 kl. 02:29
Þá kemur til kasta fólksins Brjánn.
Mikil niðurlæging felst í því að teljast hálfvitar meðal annarra þjóða, sitja uppi snauð spottuð og geta ekki sinnt því að brauðfæða fjölskyldur okkar eða menntað börnin.
En þó held ég að mesta niðurlægingin fælist í því að ekkert yrði aðhafst gagnvart þeim sem komu okkur í drulluna.
hilmar jónsson, 9.1.2010 kl. 02:37
Heill og sæll Brjánn; og þið önnur, hér á síðu hans !
Hilmar; okkar ágæti vinur !
HRUN flokkarnir; eru þeir ALLIR, sem bera lista bókstafina B - D - S og V, svo til haga sé haldið.
Enginn þeirra; öðrum saklausari þar. Munum; aulalegt fimbulfamb Steingríms, þegar hann var að reyna að réttlæta, fyrir okkur - sem sjálfum sér, ófyrir gefanlega endurreisn Sjóvár-Almennra, í sumar leið, og jós 16 Milljörðum króna, í helvítis fasteignabraskarana, fyrir sukkið, austur í Makaó.
Hverra hagsmuna; var SJS, að gæta þar ?
Átti hann kannski; hlut að máli, persónulega ?
Hvað; eigum við landsmenn alla vega, að halda ?
Á sama tíma; og vonarvöl og eymd, fer vaxandi, hér heima fyrir.
Hver; er munurinn, á Jóhönnu Sigurðardóttur - og Geir H. Haarde ?
Svo; aðeins tvö dæmi, séu tekin ?
NÁKVÆMLEGA; enginn, gott fólk !!!
Með beztu kveðjum, sem jafnan /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 02:43
ég skal ekki segja um hvað lagabókstafurinn segir. ég hef litið á Icesave samninginn sem einhverskonar dómsátt, þótt enginn sé dómurinn. í stað þess að taka áhættuna (gambla með ríkissjóð) ákvað fólk að gera samkomulag, sem líklega er einhversstaðar mitt á milli þess sem dómsúrskurður gæti falið í sér. þá á ég við upphæðina. þar losa menn sig við áhættuna af að tapa málinu og finna sameiginlega millilendingu.
þannig hafa íslendingar tekið á sig skuldbindingar. óljóst er hvort íslendingum beri að greiða eða ekki. látum það liggja milli hluta. það eru lánakjörin sem eru málið. þau eru út úr kortinu. ég er svo sem ekki ósáttur við að íslenska ríkið gangist í ábyrgð og fái lánað fyrir henni hjá gömlu nýlenduníðingunum, en kjörin eru óásættanleg. ég, sem einstaklingur, hef fengið betri lánakjör en þetta. þó er ég aldrei verið útrásarvíkingur né kúlulánalávarður. bara venjulegur launþegi.
Brjánn Guðjónsson, 9.1.2010 kl. 02:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.