Mánudagur, 8. mars 2010
Útpæld æfing hjá Gæslunni?
Rakst á þetta í dag.
Æfing hjá Landhelgisgæslunni, þar sem þyrla tekur eldsneyti úti á hafi. Allt gott um það að segja.
Það sem vakti hins vegar athygli mína var að í upphafi (myndir 2 og 3) yfirgaf sigmaðurinn þyrluna og fór um borð í skipið. Á 4. mynd sést hann í forgrunni ganga burt, meðan hásetar skipsins sjást í bakgrunni bjástra við að undirbúa slöngu fyrir eldneytisdælinguna.
Síðan eru nokkrar myndir hvar sést þegar eldsneytinu er dælt á þyrluna. Hvergi á þeim myndum sést til sigmannsins.
Síðan birtist sigmaðurinn í lokin, á 12. mynd, hvar hann er hífður upp í þyrluna á ný.
Ég spyr...
Hvað var sigmaðurinn að álpast um borð, fyrst hann kom hvergi nálægt eldsneytistökunni? Hvað var hann að bauka á meðan? Þurfti hann að komast um borð í skipið til að gera nr. 2? Var það kannski partur af æfingunni?
Athugasemdir
Heyrðu, satt segirðu. Hvernig getum við komist að hinu sanna í málinu (í gríni OG alvöru)
Eygló, 10.3.2010 kl. 02:32
veidiggi, en þetta er grafalvarlegt mál
Brjánn Guðjónsson, 10.3.2010 kl. 11:14
þeir nota öll tækifæri fyrir æfingar
Frk. Laxmýr (IP-tala skráð) 11.3.2010 kl. 13:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.