Höfuðborgarskattur

„Útlit er fyrir að rukkuð verði veggjöld af vegfarendum á öllum stofnæðunum þremur frá höfuðborgarsvæðinu til að fjármagna stórtæk verkefni í vegagerð. Lífeyrissjóðirnir eru tilbúnir að fjármagna fyrirhugaðar framkvæmdir, þ.e. breikkun Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar og einnig að ljúka framkvæmdum við stækkun Reykjanesbrautar, auk Vaðlaheiðarganga. Til að svo megi verða er gert ráð fyrir að taka upp veggjöldin.“

„Súperhugmynd“ segir einn bloggari og vísar síðan til þess hvernig málum er háttað í Osló.

Allt í lagi að setja veggjöld á tiltekna kafla sem hafa verið fjármagnaðir með fé ekki komnu úr ríkissjóði, eins og Hvalfjarðargöng.

Hins vegar, að fara að skattleggja höfuðborgarbúa til að standa straum af gangnagerð norður í landi, eins og Vaðlaheiðargöngum, er auðvitað út úr kú.

Er rétt að skattleggja höfuðborgarbúa til að fjármagna suðurlands- og vesturlandsvegi? 

Hverjir nýta sér helst þá vegi? Ætli það séu borgarbúar sem starfa í Hveragerði eða Borgarnesi, eða öfugt?

Ég held að fleiri Hvergerðingar og Borgnesingar starfi í borginni en borgarbúar í Hveragerði eða Borgarnesi.

Hverjir eiga þá að borga? Borgarbúar?

Þetta hlýtur annað hvort að vera aprílgabb eða hugmynd frá kattfylkingunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

vegatollar eru uppfinning andskotans og verkfæri heimskingjans

Óskar Þorkelsson, 1.4.2010 kl. 08:38

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Nú verð ég að mótmæla þér.  Við eigum ekki að hugsa borgarbúar vs. dreifbýlisbúar.  Við erum öll Íslendingar !  

Heldurðu að Reykvíkingar hafi einir greitt uppbygginguna og vegakerfið í Reykjavík ?

Kveðja,

Anna sveitó.

Anna Einarsdóttir, 2.4.2010 kl. 01:15

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Nei Anna það gerðu reykvíkingar ekki einir, heldur fengu hjálp frá hafnarfirði kópavogi mosó og garðabæ.. Hinsvegar ef skoðað er hversu miklu er veitt af opinberum fjármunum til vegagerðar í hverjum landshluta og höfðatala notuð þá eru íbúar stórkeflavíkursvæðisins að borga fyrir landsbyggðina .. big time.

En þar sem ég hef njósnir af því að þú búir í úthverfi reykjavíkur , borgarnesi þá ættiru að njóta góðs af. 

Óskar Þorkelsson, 2.4.2010 kl. 10:33

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þá vil ég spyrja;

Hver er búinn að borga Hvalfjarðargöngin fyrir ykkur hin ? 

Anna Einarsdóttir, 2.4.2010 kl. 11:50

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

 borgarbúar á leið í sumarbústað í borgarfirði ;)

Óskar Þorkelsson, 2.4.2010 kl. 16:08

6 Smámynd: Anna Einarsdóttir

NEI !!!

Ég er sko búin að borga örugglega MILLJÓN kall í þessi göng.

Ég á þau. 

Anna Einarsdóttir, 2.4.2010 kl. 17:15

7 Smámynd: Óskar Þorkelsson

þú ert borgnesingur á leið til reykjavíkur að sækja annaðhvort vinnu þangað.. eða versla.. hvort var það ? og var það ekki þitt val að setjast að í borgarnesi ?

Óskar Þorkelsson, 2.4.2010 kl. 22:28

8 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

mér þykir ekki endilega slæmt að rukka veggjöld, sé jafnt látið yfir alla ganga.

hví á að leggja veggjöld á þá sem búa á s/v horninu eingöngu til að fjármagna verk úti um allt land, eins og Vaðlaheiðargöng?

geta þeir sem þau nota ekki bara borgað fyrir þau sjálfir?

Brjánn Guðjónsson, 3.4.2010 kl. 03:36

9 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Það er nefnilega málið Brjánn.  Mér finnst líka að það eigi jafnt yfir alla að ganga og þessvegna eigi ekki að rukka veggjöld.   

Hver greiðir annars fyrir vegagerð á höfuðborgarsvæðinu ?  Er það ekki ríkissjóður ?  Eða við öll.  Og við öll greiðum líka fyrir vegagerð á landsbyggðinni.

Eigum við kannski að leggja landsbyggðina í eyði ?    

Hitt er svo annað mál að göng hér og göng þar eru óþarfa bruðl sem ég er á móti.  Sérstaklega er ég mótfallin öðrum Hvalfjarðargöngum, því þau sem fyrir eru anna fullkomlega þeirri umferð sem þeim er ætlað að anna........ segir Anna.

Síðan sýnist mér vera mikið bruðl í gangi norðan Mosfellsbæjar.  Þar er einhver óskiljanleg heljarinnar mannvirkjagerð í byggingu - sem ég sé ekki með nokkru móti tilganginn á.

Anna Einarsdóttir, 3.4.2010 kl. 10:36

10 Smámynd: Óskar Þorkelsson

núna erum við sammála því vegatollar eru uppfining andskotans og verkfæri heimskingjans

Óskar Þorkelsson, 3.4.2010 kl. 10:41

11 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

get tekið undir með þér Anna. reyndar eru mannvirkjaframkvæmdir í Mosó alveg sér kapítuli. Eins og hringtorgablætið.

Brjánn Guðjónsson, 3.4.2010 kl. 15:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband