Þöggun & hallelúja!

Rætt hefur verið um þöggun. Sérstaklega innan ákveðins stjórnmálaflokks. Regnhlífasamtaka hægrimanna. Nefnum engin nöfn en allir sem vandir hafa verið af pela ættu að vita um hvaða flokk er átt við.

En skyldi þöggunin vera bundin við téð regnhlífasamtök? Sumir myndu telja svo ekki vera.

Mér barst til eyrna að aðstoðarmaður forsætisráðherra væri röggsamur kórstjóri hallelújakórs. Hallelújakórinn sá iðkaði sínar kóræfingar á Facebook og syngdi þar í einstökum samhljómi. Kórstjórinn setti inn innlegg og síðan tæki kórinn undir og lofsamaði. Svona trúarbragðasyndrome.

Vitanlega þarf talsmaður Jóhönnu, forsætisráðherra, að vera duglegur að láta heyra í sér. Ekki gerir hún það alla vega.

Nema hvað. Ég ákvað að gera smá tilraun. Komast að því hvort um hallelújakór væri að ræða og ef svo væri, hve langan tíma sá fengi sem syngi falskt í kórnum.

Langaði að komast að því með vissu hvort kórstjórinn gæti tekið mótlæti ellegar væri mannleysa.

Sl. þriðjudagskvöld sendi ég kórstjóranum og aðstoðarmanni Jóhönnu, Hrannari, vinabeiðni á Facebook, sem hann samþykkti skömmu síðar. Ég lét ekkert á mér bæra í fyrstu. Vildi fyrst sjá hvaða lög væru sungin á kóræfingunum. Setti inn sakleysislega athugasemd, svona til að láta vita af mér.

Í gær, miðvikudagskvöld, lét ég til skarar skríða og mótmælti harðlega innleggi hans. Þetta var önnur (og þriðja) athugasemd mín á kóræfingunni.

Nema hvað. Í morgun, 12 tímum seinna sé ég að hann hafði lokað á mig. Rétt eins og ég hafði gert ráð fyrir.

 

Tilraunin tókst fullkomlega því Hrannar skítféll á prófinu, eins og ég var sannfærður um að hann myndi gera.

Það má nefnilega ekki mótmæla of kröftulega á hans vegg. Reyndar fullt af fólki sem mótmælir honum, en greinilega ekki allir innundir.

 

Ég hef alla tíð talið mig hægri krata og hef kosið Samfylkinguna frá upphafi, ef frá er skilið hliðarspor mitt síðasta vor. Ég gagnrýni allt sem mér finnst gagnrýnivert og leggst ekki í flokkaskotgrafir. Sér í lagi finnst mér vera bær til að gagnrýna „mína“ flokksmenn. Sem ég og geri hiklaust finnist mér þess þörf.

Með svona kórstjóra í þeirra röðum langar mig ekki að snerta þann flokk með priki.

Hrannar. Til hamingju! Þér tókst að fækka atkvæðunum um eitt. Efast ekki um að þau séu mun fleiri, sem hafa bara ekki komið fram.

Jóhanna mun örugglega umbuna þér ríkulega :)

Hér er „snapshot“ af umræðunni og mínu skelfilega innleggi sem var um of fyrir Hrannar.Hrannarskórinn

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Svona "kórstarf" er lítillækkandi fyrir stjóra og kórfélaga.

Má ég þá biðja um kröftugan einsöng, þó það verði til þess að hinir firrist við og hendi zópraninum út. 

Frekar pínlegt í "eldhúsinu" hjá þessum Hrannari alltaf!

Jenný Stefanía Jensdóttir, 7.5.2010 kl. 04:08

2 identicon

Ég held hann fái greitt fyrir að pósta þessum lof- og svanasöng um elskuna sína hana Joðhönnu því þetta er ekki eðlilegt og eins og Brjánn bendir á þá er svo greinilegt að það má aldrei segja of mikið né vera of harðorður í kommentun hjá honum.  Ef honum svo aftur á móti verður orðavant þá kemur frúin hans útúr eldhúsinu og bakkar sinn mann upp með nýjum lofsöng.  Þetta kallast að reyna slá ryki í augu fólks og reyna að fá það til að trúa öðru en er í raun, reyna að heilaþvo almúgann.  Ég meina ég er ekkert vitlaus, ég bæði fylgist með fréttum sem og hvernig skuldir mína fara upp sem lóðrétt lína um Y-ás.  Þetta eru enginn geimvísindi.  Bara alls ekki.  Og að koma með þessi fleigu orð að ekki sé hægt að hjálpa öllum því fólk fór misgeist í góðærinu.  Akkúrat það má hjálpa þeim sem fóru geist en ekki hinum sem ekkert gerðu né tóku þátt.  Þetta er bara sóðalega, subbulega spilltur andskoti

AÐRA BYLTINGU TAKK !!!

Jóka (IP-tala skráð) 7.5.2010 kl. 08:10

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég held að Hrannari hafi einfaldlega fundist Brian Curly alltof vitlaus og leiðinlegur fyrir skemmtilegu síðuna sína.

Baldur Hermannsson, 16.5.2010 kl. 11:36

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Gaman að sjá þig, Baldur. Fór ginið vel í þig?

Brjánn Guðjónsson, 17.5.2010 kl. 00:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband