Eignarrétturinn og verðtrygging

72. grein stjórnarskrárinnar hljóðar þannig:

Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir.

Svo ég taki dæmi af sjálfum mér. Ég keypti mér íbúð haustið 2007. Hún kostaði 20,8 milljónir. Ég tók lán hjá Íbúðalánasjóði upp á 16,4 milljónir og greiddi mismuninn í peningum sem ég átti. 4,4 milljónir. Í dag stendur lánið í rúmum 20 milljónum. Er ekki með nákvæma tölu á takteinum. Alla vega. Um það bil 4 milljóna eign mín hefur brunnið upp.

Ástæða brunans er svokölluð verðtrygging. Þ.e.a.s. að teknar eru neysluvörur, s.s. snyrtivörur, áfengi og ávextir og verðbreytingar þeirra látnar hafa áhrif á húsnæðislán mitt.

Það er réttlætt á þann hátt að hækkun almenns vöruverðs þýði minnkandi verðgildi krónunnar og því þurfi að hækka lánið til þess það haldi raunverðgildi sínu.

 

Í þessu dæmi sé ég tvo galla.

Annars vegar er absúrd að miða verðgildi húsnæðis við verðgildi snyrtivara, áfengis og grænmetis. Þar eð engin fylgni er milli verðgildis húsnæðis og appelsína.

Hins vegar tel ég vafa á að þótt einhverjar vörur hækki í verði þýði það að gjaldmiðillinn Króna lækki í verði. Tilteknar vörur geta einfaldlega hækkað vegna minnkandi framboðs þeirra á heimsmarkaði eða annarra þátta. Því er ekki hægt að segja almennt, að hækkandi vöruverð tákni minnkandi verðgildi krónu.

Þannig er ekki hægt að færa fyrir því rök að hækkað vöruverð tákni minnkandi verðgildi krónu.

Þar af leiðir að verðtrygging, sem miðuð er við vöruverð, getur ekki verið mælikvarði á verðgildi krónunnar og af því leiðir að ekki sé hægt að réttlæta eignaupptöku, í skjóli minnkandi verðgildis krónunnar, á verðlagi einu saman.

Niðurstaðan er því að verðtryggingin í þeirri mynd sem hún er nú, sé hrein eignaupptaka byggð á sandi og brjóti því í bága við 72. grein stjórnarskrárinnar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband