Fulltrúi fjármagnseigenda

Fulltrúi fjármagnseigenda í ríkisstjórn. Gylfi Magnússon. Sá hinn sami og hélt ræðu á einum laugardagsfundinum á Austurvelli og klæddist þar greinilega sauðagæru, vill ekki að lög skuli standa. Hann vill verja vini sína og félaga í fjármálageiranum og alls ekki láta umsamda vexti gilda. Mér þætti þó fróðlegt að sjá því hnekkt fyrir dómi.

Hér vísa ég í lagagrein sem segir skýrt að Seðlabankavextir skulu gilda af lánum sem skulu bera vexti ef ekki liggi fyrir ákvæði um vaxtaprósentu eða viðmið. Í gjaldeyrislánunum, flestum ef ekki öllum, liggja fyrir viðmið. Liborvextir ákveðinna mynta plús álag bankans.

Því er allt tal vindhanans í viðskiptaráðuneytinu út í hött. Hann ætti að mæta næst þegar upp úr sýður og fundir verða haldnir á Vellinum og halda ræðu.

Þó er hætt við að sjóði upp úr aftur mæti fólk með eitthvað annað en sakleysisleg eldhúsáhöld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Viðskiptaráðherra landsins telur óþarfa að fara eftir lögum. Er ekki komið að borgaralegum handtökum og byrjað verði á ríkisstjórninni?

Theódór Norðkvist, 24.6.2010 kl. 02:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband