Föstudagur, 23. júlí 2010
Fréttatilkynning
Í ljósi nýfallins dóms í kjötbollumálinu svokallaða, hafa Húsmæðratíðindi sent frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu.
Mötuneyti Húsmæðratíðinda gerði, fyrir nokkrum árum, samning við matsölufyrirtækið Soðningu hf. Samningurinn hljóðaði upp á kjötbollur í brúnni sósu, einu sinni í viku til tíu ára, á verði sem næmi tvöföldum hráefnis- og framleiðslukostnaði. Í kjölfar falls Krónunnar og hækkandi heimsmarkaðsverðs á salti, fór verð hvers kjötbolluskammts úr 550 krónum í 1000 kall, á einu ári. Eins og hver maður getur gert sér í hugarlund var þessi stökkbreyting að sliga starfsmenn Húsmæðratíðinda, sem höfðu skuldbundið sig til að kaupa sinn hádegismat í mötuneytinu. Eftir nána skoðun þótti starfsmönnum ljóst að saltnotkun í kjötbollur væri hreinlega ólögleg. Því var höfðað mál á hendur Soðningu hf. og farið fram á að saltinu yrði sleppt úr uppskriptinni. Áhrifin yrðu þau að án salts færi skammturinn niður í 500 kall. Upphæð sem flestir starfsmenn Húsmæðratíðinda telja sig ráða við. Dómur féll og saltið var dæmt ólöglegt.
Ekki ósanngjörn lending | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:44 | Facebook
Athugasemdir
Frábær samlíking
Bríet (IP-tala skráð) 23.7.2010 kl. 15:05
Góður
Sigurður Sigurðsson, 23.7.2010 kl. 15:24
Snilld!
Sædís Ósk Harðardóttir, 23.7.2010 kl. 15:33
"Share" - flott samlíking.
Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 23.7.2010 kl. 15:37
Ég legg til að í sögunni verði salti skipt út fyrir rottueitur og kanillinn víki fyrir rottuskít
Ólafur (IP-tala skráð) 23.7.2010 kl. 15:45
Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 23.7.2010 kl. 15:46
Óætar?
Léleg samlíking.
Viktor (IP-tala skráð) 23.7.2010 kl. 15:46
Reyndar datt mér í hug rottueitur til að byrja með, en þótti saltið trúverðugara. Reyndar er aukaatriði hvað kryddið heitir. Það breytir ekki „pointinu.“
Nema kanillinn á fyllilega rétt á sér. Kanill er fínn í kanilsnúða, en get ekki ímyndað mér að hann henti í kjötbollur. Smakkaði eitt sinn rækjusalat hvert fyrir mistök var kryddað með kanil. Ekki gott.
Brjánn Guðjónsson, 23.7.2010 kl. 15:53
:)
Óskar Þorkelsson, 23.7.2010 kl. 16:13
Þetta er náttúrulega bara hrein snilld ; )
Baldur Borgþórsson, 23.7.2010 kl. 23:11
.....Þú ert nú meiri skepnan Brjánn..... ég þarf að vakna til vinnu kl.06 í fyrramálið, en það er engin leið að sofna meðan maður flissar stanslaust....... ; )
Baldur Borgþórsson, 23.7.2010 kl. 23:28
Borgþór. Kvikyndisskapur minn helgast sérstaklega af því að sjálfur er ég kominn í sumarfrí :)
Brjánn Guðjónsson, 24.7.2010 kl. 07:06
Fín fréttatikynning, þú er bara flottur og hlýtur að eiga fríið skilið.
Á hvaða veitingastað vinnur þú annars?
drilli, 24.7.2010 kl. 16:45
Hey Drilli. Enginn veitingastaður ennþá.
Kannski ég skelli mér á veitingastað í fríinu.
Brjánn Guðjónsson, 24.7.2010 kl. 16:53
Þetta varsnilldarsamlíking.
Ég bíð spenntur eftir Hæstarréttardómnum og samlíkingu þinni þá, því ég vænti þess að sá úrskurður geti verið vel litaður með tilskupunum og fyrirskipunum frá "að ofan". Spurningin er hvort Hæstiréttur láti segja sér fyrir verkum.......?
Kveðja, Björn bóndi
Sigurbjörn Friðriksson, 24.7.2010 kl. 18:15
Ég bið Baldur afsökunar á að hafa ávarpað hann með nafninu Borgþór.
Brjánn Guðjónsson, 25.7.2010 kl. 13:57
Tær Snild...
Bein þýðing á dulkóða óvinarins. Og eru svona skrif eins nauðsinleg og reiknivél í stæðfræði.... ekki ósvipað og power point mannlegra vandamála.
hafðu þökk og njóttu frísins
Gunnar H (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 04:59
Tær Snild...
Bein þýðing á dulkóða óvinarins. Og eru svona skrif eins nauðsinleg og reiknivél í stæðfræði.... ekki ósvipað og power point mannlegra vandamála.
hafðu þökk og njóttu frísins
Gunnar Þórbergur Harðarson (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 14:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.