Bráðabirðalög

Í vetur voru sett bráðabirðalög á verkfall flugumferðarstjóra.

Nú hafa brunaverðir boðað verkfall. Enginn er að tala um bráðabirðalög núna.

Þeir ætla ekki að sinna minniháttar útköllum, sem ekki varða heilsu og líf borgaranna.

Maður spyr sig hví þótti svo brýnt að setja lög á flugumferðarstjóra til að halda úti flugsamgöngum, en nú þykir ekki tiltökumál að brunaverðir fari í verkfall.

Getur verið að ástæðan sé sú að fari flugumferðarstjórar í verkfall komist ráðamenn ekki í sínar utanlandsreisur og Össur missi af humarveislum í Brussel?

Vonandi að ráðamenn verði ekki fyrir vatnstjóni, sem brunaverðir segjast ekki ætla að sinna. Annars munu verða sett bráðabirðalög undir eins.


mbl.is Dapurleg niðurstaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Það mætti kanski benda þér á tekjumismun þessarra hópa.

Menn með milljón á mánuði eiga ekkert að fá kauphækkanir núna.

Sveinn Elías Hansson, 21.7.2010 kl. 20:00

2 identicon

Auðvitað setur "fyrsta 100% vinstri stjórn" þjóðarinnar, bráðabirgðalög á brunaliðið !

 Stjórn hinna " vinnandi stétta" fer létt með slíka gjörninga.

 Sem einnig er einkar eðlilegt.

 Þessir " strákar" eru með ( samkvæmt launakvittunum) um 500 þúsund í mánaðartekjur.

 Vinna síðan " svart" milli vakta !

 Lög á liðið.

 Ba-bú !

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 21.7.2010 kl. 20:05

3 identicon

Bráðabirgðalög nú yrði olía á eldinn þar sem flestöll verkalýðsfélög fengju þá hið sama í hattinnn (samningar eru eða verða lausir hjá ÖLLUM í haust).

Það myndi bara þýða eitt. Götuvígi og borgarastríð.... þá er nú gott að hafa einhvern til að slökkva eldana.... eða villtu etv brenna Kalli?

Óskar (IP-tala skráð) 21.7.2010 kl. 20:44

4 identicon

Munurinn er sá að bæði Samtök atvinnulífsins og Alþýðusambandið hafa sagt sig frá stöðugleikasáttmálanum. Það er því ekki lengur neinn samningur í gildi um að halda niðri kauphækkunum eða tryggja frið á vinnumarkaði.

Þessi kjarabarátta er bara byrjunin.

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 21.7.2010 kl. 21:01

5 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Þú ert væntanlega að vísa til verkfalls flugumferðarstjóra. Flugumsjónarmenn eru önnur starfstétt sem vinnur fyrst og fremst hjá flugfélögunum en ekki hjá hinu opinbera.

En bráðabirgðalög á verkföll eru mannréttindabrot, sama hvaða starfstétt á í hlut! Ég vona að ríkisstjórn hagfræðinnar fari ekki þá leið aftur.

Erlingur Alfreð Jónsson, 21.7.2010 kl. 21:54

6 identicon

Kalli sveinss Hvernig í ósköpunum getur þér dottið í hug að brunaverðir fái 500 þúsund í mánaðarlaun!!?

Sýndu okkur þessar launakvittanir. 

Finnst þér eðlilegt að menn sem vinna 38+ tíma á viku eiga að þurfa að vinna inn á milli vakta? Svart eða ekki.

Trausti Björn (IP-tala skráð) 21.7.2010 kl. 22:46

7 identicon

Trausti, það að vinna 5 klst á dag er nú ekki rosalegt í svona vinnu, yfirleitt smærri útköll og yfirleitt engin stór útköll

Viktor (IP-tala skráð) 21.7.2010 kl. 23:57

8 identicon

Viktor. Slökkviliðsmenn vinna á tólf tíma vöktum dag og nótt í tvöfaldri vinnu. Þ.e.a.s á dælubíl og sjúkrabílum. . Að auki eru þeir á ÓLAUNAÐRI bakvakt allan ársins hring.

Held að þú ættir ekkert að fara að tala um fjölda útkalla þar sem aðeins toppurinn á ísjakanum kemur í fréttirnar.

Njótið tímanns með fjöldskyldunni á jólum og öðrum frídögum. Slökkviliðið stendur vaktina á meðan.

trausti Björn (IP-tala skráð) 22.7.2010 kl. 08:44

9 identicon

Tek undir með þér Trausti Björn. Ekki viss um að margir átti sig á t.d. bakvöktunum eins og þú segir.

Veit ekki hvaða slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður hefur 500 þús í mánaðalaun, sá hlýtur þá að hafa tekið 100+ yfirvinnu þann mánuðinn!

Elísabet (IP-tala skráð) 22.7.2010 kl. 08:52

10 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Rétt Erlingur. Flugumferðarstjórar átti það að vera. Leiðrétti það hér með.

Brjánn Guðjónsson, 22.7.2010 kl. 10:52

11 identicon

Krakkar - ekki lemja höfðinu við stein !

 Launaskýrslur sveitarfélaganna sýna svart á hvítu, að MEÐAL mánaðarlaun þessara stráka eru 480 þúsund. Staðreyndir sem ekki verður hnekkt.

 Sá sem er stærsti vinnuveitandi strákanna í dag, er foringi okkar ,trúðurinn Nonni Gnarrrrr !

 Hann segir sko " nei takk" - neita alveg að drengirnir eigi að fara að nálgast mig ( Nonna Gnarr) í launum. ! ( Nonni með MILLJÓN Á MÁNUÐI )!

 Fyrir hvað ?? Er í dag eftir tvo mánuði í nýja "jobbinu" staddur í langþráðu sumarfríi með fjölskylduna úti í Finnlandi.

 Brunaliðsmenn að rifa kj.... ?

 Segi nú barasta á þá : Ba-bú ! ( Hefi alltaf verið fyndinn!! )

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 22.7.2010 kl. 17:21

12 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Ég leyfi mér að efast um að Gnarr hafi mikið með laun brunavarðanna á Akureyri að gera, sem eru á leið í verkfall.

Brjánn Guðjónsson, 22.7.2010 kl. 18:07

13 identicon

Bezti Brjánn !

 Hvar er fjölmennasta slökkviliðið ?

 Rétt. Í höfuðborginni.

 Hver er æðsti yfirmaður höfuðborgarinnar ?

 Rétt. Trúðurinn Nonni Gnarrrrrr !

 Getur Borgarstjóri haft áhrif á laun sinna starfsmanna ?

 Laukrétt. Hefur til þess vald.

 Niðurstaða ?

 Jú, Nonni Gnarrrrr., tekur ekki í mál að " strákarnir" í brunaliðinu fái nær sömu laun og hann - þ.e. MILLJÓN á mánuði ! - " Ba-bú" !

 Bros & kveðjur.

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 22.7.2010 kl. 20:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband