Forsendubrestur

Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Lýsingar gegn skuldara hvers nafn skiptir ekki máli stendur:

„Dómurinn taldi gengistryggingu samningsins hafa verið verulega forsendu og ákvörðunarástæðu fyrir umræddri lánveitingu, sem báðum aðilum hefðu mátt vera ljósar en reyndust rangar, og var því fallist á með stefnanda að samningurinn væri ekki bindandi fyrir hann að því er vaxtaákvörðunina varðaði. Var litið til ákvæða 4. gr., sbr. 3. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, og talið rétt að vextir yrðu reiknaðir til samræmis við þá vexti, sem Seðlabanki Íslands ákveður með hliðsjón af lægstu vöxtum af nýjum almennum óverðtryggðum útlánum hjá lánastofnunum og birtir eru samkvæmt 10. gr. sömu laga.“

Þarna kemur fyrir orðið forsenda og vísað til brests hennar. Dómarinn byggir þá niðurstöðu sína, að Seðlabankavextir skulu gilda, á að forsendur fyrir hinum upprunalegu vöxtum hafi verið gengistrygging og fyrst hún hafi verið felld burt skulu umsömdu vextirnir falla burt jafnframt.

Málið mun fara fyrir Hæstarétt og því kannski ekki tímabært að leggja út af dómi þessum sem stendur. Þó vakna spurningar.

Komist Hæstiréttur að sömu niðurstöðu, er þá ekki ljóst að forsendur annarra lána, verðtryggðra með vísitölu neysluverðs, séu jafnframt brostnar?

Fyrir fáum árum var verðbólga hér í lægri kantinum. Alla vega á Íslenskan mælikvarða. Þetta 2 - 4%.

Þeir sem þá tóku verðtryggð lán sáu fram á 6 - 9% vexti. ca 4 - 5% ofan á verðbæturnar. Síðan féll Krónan. Hafði sunkað niður reglulega í lok mars, júní og september 2008, áður en fallið farð algert. Tilviljun að það gerðist alltaf kring um ársfjórðungauppgjörin.

Þeir sem lánuðu tóku stöðu gegn þeim sem lánað var og pumpuðu upp höfuðstóla og afborganir með hækkun vísitölunnar, sem afleiðingu af fallandi Krónu. Verðbólgan var pumpuð upp í 18% eða svo og át upp eiginfé landsmanna, hverra settu sparnað sinn í steinsteypu.

Það verður fróðlegt að sjá hvernig Hæstiréttur mun nálgast málið með vexti af gengistryggðu lánunum.

Enn fróðlegra hefur verið, er og verður að fylgjast með þeim stjórnmálamönnum sem gefið hafa sig út fyrir að vera málsvara fólksins, en hafa síðan opinberað sig sem úlfa í sauðagærum.

 


mbl.is Steingrímur: Átti von á þessari niðurstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband