Miðvikudagur, 12. desember 2007
Bjánaskapur
Kvusslax fíflagangur er þetta. Fyrst er fullyrt: Kostnaður samfélagsins af notkun nagladekkja í borginni er umtalsverður. og á eftir kemur: Augljósastur er kostnaðurinn við að bæta slit á götum borgarinnar. sem er í raun það eina sem vitað er, að nagladekk slíta líklega malbikinu meir en ónegld dekk. Svo klykkja menn út með að segja: Annar kostnaður t.d. vegna óþrifa af tjöruaustri og heilsuspillandi áhrifa svifryks af völdum nagladekkja hefur hins vegar ekki verið rannsakaður. Halló!
Greinum þetta aðeins. Kostnaður af völdum nagladekkja er umtalsverður, því þau eyða malbiki umfram ónegld dekk. Þó höfum við ekki grænan grun um hvort þau valdi okkur meiri kostnaði. Hvernig er það? Í bókfærslu 101 lærði ég að færa bæði debet og credit. Útgjöld og innkoma, skiljiði. Væri ekki rétt að þessar vínarbrauðsætur, á framfæri okkar sem greiða útsvar, mætu hagkvæmni nagladekkja jafnframt?
Eins og annar ágætur bloggari hér kom inn á. Hvernig væri t.d. að fá tölfræði yfir hlutfall bíla á nagladekkjun, er lenda í slysum, versus þeirra er aka á ónegldum og svo framvegis.
Það telst kannski ekki til hagnaðar að bjarga lífi og heilsu fólks?
Fengu mennirnir gömul vínarbrauð þennan daginn, eða var kaffið of kalt?
Samfélagslegur kostnaður nagladekkja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.