Sunnudagur, 23. desember 2007
Breakdance
Ég rakst á lag inni á tölvunni minni. Lagið er frá árinu 1984 og var í kvikmyndinni Breakdance. Lagið heitir Reckless og er flutt af snillingnum Ice T, sem varð stjarna fáum árum seinna og er nú orðinn leikari í sjónvarpsþáttum sem og þáttagerðamaður, m.a. á Discovery channel. Þegar ég fann þetta lag og hlustaði á, hvarf hugurinn 23 ár aftur í tímann og mig langaði að gera 'bylgjuna'.
Ég man sem gerst hefði í gær, þegar ég og vinur minn fórum aftur og aftur að sjá þessa mynd. Fíluðum efnið í botn en líka til að pikka up spor. Vorum sammála um að Reckless væri besta lagið á sándtrakkinu. Reyndar voru fleiri lög í myndinni en komu á plötunni. Eins og lag með The art of noise, sem ég man ekki í svipinn hvað heitir, en á á vínil einhversstðar. Svo ekki sé talað um remix af Tour de France, með Kraftwerk, sem ég vitanlega keypti um leið og það kom í verslanir, enda langflottasta lagið og við flottasta atriði myndarinnar, þar sem ein aðalpersónan dansaði snilldarlega við strákúst.
Ég setti þetta lag, Reckless, inn á spilarann hér, ásamt fjórum öðrum lögum úr sömu bíómynd; Breakin' sem er titillag myndarinnar og Ain't nobody, með Chaka Chan, sem var einnig í þessari mynd, en náði ekki almennum vinsældum fyrr en það var endurútgefið, stuttu seinna. Svo fylgir Tour de France auðvitað með, enda snilld. Svo setti ég umrætt lag með The art of noise, hvers ég veit ekki heiti.
Let's break!
p.s. fyrir rokkara, þá er ekki einn einasti sveittur gítar í neinu þessara laga. þetta er allt eðal electro funk / electro pop / techno pop, nema kannski heillin hún Chaka Chan, sem er meira bara pop.
og yndislegt að heyra Roland TR-808 sándið. Nostalgísk fryggð!
Athugasemdir
OMG...þvílík nostalgía..maður fer aftur í tímann þó nokkur ár
Lena pena, 31.12.2007 kl. 10:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.