Mánudagur, 7. janúar 2008
Mun ég starfa í fuglabjargi?
Eflaust mun talskynjun halda áfram að þróast og tölvur munu líklega, á endanum, geta skilið talað mál nær fullkomlega. Það er hið besta mál og mun koma sér sérstaklega vel fyrir fatlaða. Ég sé samt ekki fyrir mér að lyklaborðið hverfi, enda yrði ekki nokkur vinnufriður á vinnustað eins og mínum, þar sem margir forritarar eru saman í opnu rými. Allir blaðrandi við tölvurnar sínar.
Gates: Tölvunotkun mun breytast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Tölvur og tækni | Facebook
Athugasemdir
ég bíð bara eftir að það fáist usb-tengi ágrætt á frúnna svo ég geti niðurhalað í hana nokkrum vel völdum skipunum.
veit einhver hvort það er hægt að láta fjarlægja hljóðkortið úr henni?
inqo, 7.1.2008 kl. 18:33
Ég held því fram að þetta sé rangt hjá Billanum að mörgu leiti (ekki í fyrsta sinn).
Þessi breyting mun frekar eiga sér stað sem skipting á milli vinnuvéla og afþreyingavéla, þar sem um er að ræða tvo gjör ólíka þætti. Hótel, Casino og aðrir slíkir staðir tel ég verða þeir fyrstusem fjárfesta í "multi-touch" snertiskjáum á borð við surface.
Sé ekki hvernig þeir ætla að endurbyggja hugbúnað fyrir t.d grafísk hús innan 5 ára, það er óraunhæft og í þetta vantar mikla reynslu til þess að fyrirtæki byrji á að opna gátt á þróun fyrir þessi borð.
En hvað veit ég...
Agust Gudbjornsson (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 23:38
hehehe, góður Ingó en kannski drastísk aðgerð að fjarlægja hljóðkortið. kannski frekar spurning um að fá annað kort, með betri signal/noise stuðli.
Brjánn Guðjónsson, 8.1.2008 kl. 00:08
Fyrir um það bil 25 árum, var ég stimplaður fokheldur fiðurskalli og sagt að hætta að leika mér með þetta drasl og drulla mér í fiskvinnu. Þetta yrði aldrei til neins gagns.
Núna þá kenni ég þeim sem sögðu þetta við mig á gagnslausu græjuna því ef þeir kunna ekki að nota hana, þá eru þeir gagnslausar græjur. Sem Billari þá er ég vanur að taka því sem hann segir með fyrirvara, en samt hefur fyrirvarinn oftar en ekki verið ástæðulaus.
En ég vona að þetta endi ekki á þennan veginn þá verður annað hvort ekki vinnandi við tölvukennslu fyrir öskuröpum sem vilja senda tölvuna eftir kaffi, eða þá að það þarf ekki að kenna á neitt. Tölvan hefur það fram yfir konuna að vera hlýðin og skilningsrík. Hvað Casino varðar þá held ég að ef af þessu verður þá eigi internetpornið sér afar spennandi framtíð. Sorapoki taktu lúkurnar af mér, heyrist með fallegri kvenmannsrödd frá umræddu borði með touch skjá.
Ingó sumar konur þarf að formata og setja þær upp "clean" og sleppa driverunum fyrir hljóðkortið. Af þetta er rétt gert þá disblea þær ekki serial portið á óheppilegustu tímum. Annars átti ég leiðbeiningar varðandi upgrade á: Girlfriend 1.1 í Wife 2.0 það var bara eins og öll upgrade stórvarasamt
Nýjárskveðjur
Leifur
Þórleifur Ásgeirsson (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 01:13
það kom líka í ljós að Wife 2.0 var ekkert annað en trójuhestur.
Brjánn Guðjónsson, 8.1.2008 kl. 14:00
Fyrir rúmum tíu árum sá engin (ekki Bill heldur) að Internetið myndi ná fótfestu, þar höfðu allir rangt fyrir sér!
Garðar Valur Hallfreðsson, 9.1.2008 kl. 08:42
Held líka að fólk hafi þörf fyrir að skrifa. Það sannast nú bara hér.
Fólk hélt líka að papírneysla myndi hætta með tilkomu tölvunar, það er ekkert að fara gerast held ég. Fólk þarf að skapa og svo verður maður líka bara stundum þreyttur á að tala. Líka wife 2.0
Ég hata takkalausa prentara, arrrggggg... Hvernig yrði það ef talvan væri frosinn og rödd myndi endurtaka sömu hlutina aftur og aftur og engir takkar til að þagga niður í henni. Það myndi gera mig brjálað.
Og svo flýtihnapparnir, maður er örugglega fljótari að nota hendurnar, þegar maður hefur vanið sig á flýtihnappana.
Sé þetta ekki gerast.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 9.1.2008 kl. 10:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.