Hillarious

Þótt ég sé ekki áhugamaður #1 um bandarísk stjórnmál, fannst mér gaman að sjá þessa frétt. Það er nefnilega þannig að hvort sem mér líkar betur eða verr, hafa kanarnir það mikil áhrif á heimsmálin að þetta snertir okkur öll.

Ég vona að Hillary Clinton verði næsti forseti bandaríkjanna. Ég treysti henni best til þess að breyta utanríkisstefnu bandaríkjanna frá því að vera vitfirrt hernaðarbrölt, uppfullt af trúarofstæki, í að vera eitthvað vitrænt. Þar sem manneskjan er sett ofar olíu og viðskiptahagsmunum.

Draumórar kannski, en það er gaman að dreyma.


mbl.is Clinton vann í New Hampshire
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, því miður er það hillarious að halda að Hitlary sé skárri en Bush.  Hún fór meira að segja í þjálfun í lýðskrumi til Bush og hans manna.

Bush og Clinton fjölskyldurnar eru perluvinir og hafa verið við stjórnvölinn í bandalandi óslitið síðan eldri búskur var varaforseti (er það ekki svoldið kreepy - í þessari stóru þjóð, 2 fjölskyldur sjá um þetta leikrit?).  Clinton hinn tungulipri (vindlamaður ofl) setti mörg lög sem lögðu grunn að ástandinu í dag.  Hitlary segir hvað sem er núna til að reyna að afla atkvæða, en hún kaus með stríði á sínum tíma, og mun EKKI taka skref til baka komist hún til valda.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 14:44

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Ég tel tímabært að fá meira estrogen í umferð þarna vesturfrá.

Brjánn Guðjónsson, 9.1.2008 kl. 16:14

3 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Ég skammast mín fyrir það en ég hef eiginlega ekkert fylgst með, er ekki einu sinni með á hreinu hver er að bjóða sig fram.  Mér líst vel á Al Gore.  Finnst hann hafa staðið sig betur í að bæta heiminn en Bush nokkru sinnum. 

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 9.1.2008 kl. 16:23

4 Smámynd: inqo

mér leiðist þetta, getur bush ekki bara verið áfram? það þarf að berja meira á miðausturlöndum.

inqo, 9.1.2008 kl. 19:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband