Stærðfræðileg tjara

V+(G-g) x TN
_____________
   M x FN

Greinilegt að eftir því sem útkoman er hærri tala, þeim mun verri er dagurinn.
Það vantar reyndar alveg skilgreiningu á skölun breytanna.
Hve hátt getur V orðið? Getur það verið neikvæð tala?
Eins er með breytuna M.
Ég gef mér gildin frá 0 til 10, þar sem 0 er gott og 10 slæmt.
Fyrir G og g, set ég upphæðir í krónum. g táknar væntanlega nettó laun.
Í TN táknar T væntanlega fjölda daga frá jólum og N táknar væntanlega fjölda svikinna áramótaheita.
Í liðnum FN, táknar F væntanlega löngunina (gef mér frá 0 til 10) og N fjölda aðgerða sem grípa þarf til.

Þá er að reikna...
Byrjum undir strikinu.
M = 8 (er ansi góður þessa dagana)
F = 8, N = 0 (sé enga þörf á aðgerðum, er í góðum málum). Þar af leiðir að FN = 0.

Ekki þarf að reikna frekar því þar sem FN = 0 verður M * FN = 0.
Jafnan hefur því enga lausn, í mínu tilfelli.

Líklega hefðu forsendurnar að vera aðrar, s.s. að nota skalann frá 1 - 10.
Það er hinsvegar ekki ásættanlegt því þá hefði ég neyðst til að setja inn 1 fyrir N í FN.
Þá væri ég að segja að ég teldi þörf á a.m.k. einni aðgerð, sem er ekki satt og rétt.

Því tel ég jöfnu þessa tóma tjöru.

þessi frétt hefði átt að vera undir öðrum flokki en vísindum og fræðum. T.d. undir flokknum tilgangslaus tjara.


mbl.is Versti dagur ársins í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætli fólkið í Darfur sé sammála þessum "vísindamanni"?

Samkvæmt formúlunni sjálfri þá hlýtur að skipta máli hvar á jarðkringlunni fólk er, hvaða trúar það er, hvort það hafi pening yfirhöfuð, osfvs.

En hvernig kemst einhver aðstoðarmaður kennara í fréttirnar með svona vitleysu?

Linda (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 17:13

2 Smámynd: Benjamín Plaggenborg

Eftir því sem ég hef lesið er þetta ekki jafna heldur formúla, og breyturnar fá gildi frá 1-10.

Benjamín Plaggenborg, 21.1.2008 kl. 19:32

3 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

rétt. ekki jafna, en...whatever. það dregur ekki úr tjöruinnihaldinu. eins og ég bendi á getur skalinn 1-10 ekki átt við í öllum tilfellum, eins og mínu, eigi breyturnar að standa fyrir raunveruleg atriði.

Brjánn Guðjónsson, 22.1.2008 kl. 01:50

4 Smámynd: Benjamín Plaggenborg

Ég segi ekki að ég sé sammála stærðfræði þessara útreikninga er gagnrýni þín engu að síður að miklu leiti byggð á að breytur merki "væntanlega" eitthvað ákveðið, auk þess sem ég get ekki verið viss um að dæmið gangi upp séu G og g "upphæðir í krónum".

Benjamín Plaggenborg, 24.1.2008 kl. 19:17

5 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ég reyndi einungis að leggja rökrænt mat á merkingu og hugsanleg gildi breytanna, þar eð slíkt er ekki skýrt í fréttinni. mér þykir t.d. rökrétt ályktun að 'N' standi fyrir e-h fjölda, eins og víða er í stærðfræði. sú ályktun leiðir af sér núllgildi neðan striks og þá skiptir ekki lengur máli hvað er ofan þess. hvorki G, g, né nokkuð annað.

Brjánn Guðjónsson, 2.2.2008 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband