Þriðjudagur, 22. janúar 2008
Trúarrökræður
Ég fór aðeins að velta fyrir mér öllum trúarumræðunum hér. Fólk að 'rök'-ræða hitt og þetta varðandi trúarbrögð, þó aðallega hin kristnu. Ég viðurkenni alveg að hafa misst mig í slíkt. Vitandi þó að rökræður um trúarbrögð eru marklausar og ná aldrei niðurstöðu.
Trú og trúarbrögð eru nefnilega tilfinningalegs eðlis. Rétt eins og hvort við aðhyllumst pönk, diskó, eða eitthvað annað. Hvort við aðhyllumst kjöt, fisk eða hvorugt. Hvort okkur þyki rauður litur fegurri en blár, eða ekki. Það veit hver heilvita maður að slíkt er ekki hægt að rökræða. Tilfinningar lúta ekki rökum eða rökrænni hugsun.
Hvað er þá málið? Sumir missa sig í slíkt rugl annað veifið, meðan aðrir gera ekki annað.
Merkileg er mannskepnan.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 21:07 | Facebook
Athugasemdir
Þar sem mjög margir hafa skipt um skoðun varðandi trú eftir að hafa komist í kynni við nýjar upplýsingar eða nýjann skilning þá tel ég þetta ekki vera rétt. Það er engin spurning að tilfinningar spila stórt hlutverk í öllu þessu en upplýsingar gera það líka.
Mofi, 22.1.2008 kl. 21:56
ég er ekki sammála þér Mofi. margir hafa snúist eftir að hafa upplifað. hvort heldur það er að kristnast eða af-kristnast. upplifun er tilfinning.
Brjánn Guðjónsson, 23.1.2008 kl. 10:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.