Shoutcast vs iTunes

Ég rembist nú við að sitja við tölvuna. Hálf slappur og búinn að melda mig out of function gagnvart vinnunni, en nenni samt ekki að liggja í bælinu. Er að hlusta á eðal danstónlist af Shoutcast gegn um WinAmp.

Minnir mig á það...Ég fékk þessa líka flottu jólagjöf frá vinnunni. iPod nano 8GB, en þar sem ég er þverhaus og með krónískt ofnæmi fyrir iTunes og öllu sem ber eplismerkið gaf ég þennan iPod. Ég hefði ekki notað hann að neinu ráði hvort eð er. Honum er betur fyrir komið þar sem hann verður notaður.

Hvernig er það þó, er hægt að hlusta á svona buns af útvarpsstöðvum á iTunes? Spyr sá sem ekki veit. Ég mæli þó með shoutcast.com eða bara WinAmp. Þúsundir af stöðvum í topp tóngæðum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

allt sem kemur frá Apple, er frá djöflinum komið

Brjánn Guðjónsson, 23.1.2008 kl. 12:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband