Mánudagur, 11. febrúar 2008
Sultublogg?
Keyrir vefþjónn blog.is í sultukrukku?
Ég hef áður gert athugasemd og aðra til, við tiktúrulega hegðan bloggkerfisins. Nú er boðið upp á nýja gerð sultu. Ég reyndi að setja inn video í gær. Eftir að hafa upphalað því, birtist texti sem sagði að myndbandið væri 'í vinnslu'. Sex tímum seinna var það enn 'í vinnslu'. Stærð myndbandsins er tæplega 1,5 MB. Fyrir á svæðinu mínu var eitt myndband, upp á rúmlega 1 MB. Í morgun eyddi ég hvoru tveggja út. Gamla myndbandinu sem og því sem var 'í vinnslu'. Ef vera skyldi að orsökin væri plássníska hjá blog.is. Ég upphalaði síðan nýja myndbandinu aftur. Nú hefur það aðeins verið tæpan klukkutíma 'í vinnslu'.
Líklega þarf sultuhleypirinn að taka sig aðeins. það verður forvitnilegt að fylgjast með því í dag.
Athugasemdir
Þeir laga þetta alveg um leið og NOVA borgar reikninginn
Heiða B. Heiðars, 11.2.2008 kl. 10:31
hahaha já. það er líklega málið.
Brjánn Guðjónsson, 11.2.2008 kl. 10:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.