Mánudagur, 11. febrúar 2008
Exsqueze me!
þeir hjá mogganum hafa ákveðið að leyfa ekki að blogga um fréttirnar af flugvélarhrapinu í dag. Ég blogga nú samt.
Fyrst þegar ég heyrði frétt af málinu var umrædd flugvél í ca 60 sjómílna fjarlægð, vestur af Keflavík. Þá var rellan enn í nokkurri hæð og átti þ.a.l. eitthvað eftir áður en hún lenti í hafinu. Flugmaðurinn hafði fyrst sagt að annar hreyfillinn væri stopp og honum tækist ekki að dæla bensíni milli tanka. Næst tilkynnti hann að hinn hreyfillinn hefði slökkt á sér.
Hvenær fór björgunarþyrla af stað?
Biðu menn eftir að vélin hyrfi af ratsjá, áður en farið var í loftið?
Mér finnst vanta svör!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.