Sunnudagur, 24. febrúar 2008
mídí punktur is
fyrir hjómborðsmann hjómar midi.is meira sem mídí.is en miði.is.
hvað um það. keypti miða á netinu í gær, á tónleika í kvöld. ég get ekki mætt á tónleikastaðinn og gefið upp pantananúmer og sýnt skilríki. nei. ég þarf að mæta, í eigin persónu og með skilríki, að sækja miðann í einhverja sjoppu úti í bæ og það fyrir lokun sjoppunnar. hvurslags skítabúlla er þessi midi.is? þetta er í seinasta (fyrsta og eina) skiptið sem ég versla við midi.is
svo fær maður ekki miðann endurgreiddann. mér er illt í görninni. má ég þá heldur biðja um nígeríusvindlara
Athugasemdir
Þú getur þá ímyndað þér hvernig þetta fúnkerar fyrir landsbyggðarlúða eins og mig
Gerða Kristjáns, 24.2.2008 kl. 23:20
suss, já
Brjánn Guðjónsson, 25.2.2008 kl. 00:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.