Hið ljúfa líf

Liggjandi í sófanum, í góðu yfirlæti, skrifa ég þessa færslu. Mér var fært kaffi Smile

Notalegur letimorgunn hér á bæ. Pabbi gamli á blogginu og næstumþvígelgjurnar horfa á The Simpsons, í tölvunni. Þegar letinni hefur verið gert nógu hátt undir höfði, verður farið í verslunarleiðangur. Keypt málning ásamt fleiru er tilheyrir aðvífandi framkvæmdafasa. Höfum svo vonandi tíma fyrir heimsókn, eða á morgun. Rækta frændgarðinn. Annars engin of stíf plön gerð á þessum bæ. Spilum þetta eftir eyranu. Wink

nammiDóttirin hafði, í gær, meðferðis sælgæti í massavís Woundering Hún stóð fyrir balli í skólanum, ásamt vinkonum sínum. Þær gengu í verslanir og fengu gefins sælgæti sem var svo selt á umræddu balli. Ágóðinn gefinn til ABC. Einhver afgangur varð þó eftir af namminu og hefur hún nú raðað því í nammiskápinn hér. Það gengur upp þar sem hér er hvorki stolist í nammið, né sá gamli of tilbúinn að leyfa þeim að háma það í sig.

Við hófum helgina á vel heppnuðum ofnrétti með mexíkósku ívafi, leiknum af fingrum fram. Ostur og vínber á eftir. Í kvöld verður það uppáhald okkar allra, Gnocchi a la Carbonara. Sannkallaður hæstiréttur. Á morgun fá fyrrum hænsnfuglar austurlenska meðferð.

Annars ekkert annað planað, nema vera saman. Veita hvert öðru nánd. Hlægja, fíflast, spjalla, knúsa, dunda okkur. Ekkert prógramm.

Þetta kalla ég ljúft líf Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já Brjánsi minn það er yndilsegt að fá að vera með börnunum sínum, og þar sem að ég þekki þig það vel þá veit að þú ert góður pabbi og hvað börnin þín eru góð börn.

njótu þess bara vel.

já og hey á þá ekert að biðja mann um að koma og mála? verður ekki eitt af þessu margrómuði málinga partyíum :-)?

Steini tuð (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 18:49

2 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Njóttu;)

Heiða B. Heiðars, 15.3.2008 kl. 19:36

3 Smámynd: Tiger

  Dad ... Þú ert ljúfmenni hið mesta Boxari góður.

  Tek hattinn ofan fyrir þér! Góð blanda af öllu - nánd, hlátur, fíflast, spjalla, knúsa, dunda sér - sýnir bara hve margbrotið og stórt hjarta slær í takt við boxarann sjálfan. Knús á þig kaddl og eigðu góða viku framundan.

Tiger, 17.3.2008 kl. 02:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband