Skattmann og hið opinbera

Ég var að renna yfir skattaskýrsluna mína áðan. Þar sem ég seldi eina fasteign og keypti tvær á liðnu ári, átti ég von á að þetta yrði hausverkur hinn mesti. Neinei. Allt fyllt inn á framtalið, utan eitt erlent lán. Þetta verður þægilegra með hverju árinu. Ég minnist þess er fyrst var boðið upp á rafrænt framtal. Líklega 10 eða 11 ár síðan. Þá þurfti að fylla allt inn. Ég er sáttur við þetta.

Hinsvegar er annað sem ég er langt frá að vera sáttur við. Ekki Skattmanns sök. Hann er tjóðraður af gildandi lögum. Það sem ég er ósáttur við er þetta; Ég á tvö börn. Þ.a.l. er ég foreldri. Ég er einstæður. Samt er ég ekki ekki einstætt foreldri (!?!) 

af forsíðuFjölskyldumerkingin mín, á forsíðunni, er 1+0+0. Sem þýðir; einn einstaklingur (ég), enginn maki og engin börn. 

 

 

framtal-foreldriÉg skal fyllilega sættast á að enginn sé makinn, en börnin eru tvö. Annar reitur er sá, að haka við sé maður einstætt foreldri. Hmmmm, er ég ekki einstætt foreldri? Einstæður og á tvö börn. Þá smelli ég á spurningamerkið ofan við reitinn. Þá opnast nýr gluggi með skilgreiningu á einstæðu foreldri;

"Einhleypingur með börn yngri en 18 ára er með fjölskyldumerkingu 2+barnafjöldi. Í þenna reit þarf sá sem er einhleypingur með barn að merkja með X til þess að staðfesta að hann sé einstætt foreldri og annist einn framfærslu þess í lok tekjuársins. ..."

Annist einn framfærslu! What!!

Ég greiði meðlög með mínum börnum. Samkvæmt túlkun Barnalaga er meðlagið minn hluti af framfærslu barna minna. Skattmann, eða þau lög sem hann vinnur eftir, virðist þó líta málið öðrum augum. Samkvæmt skilgreiningu hans er ég alls ekki að framfæra börn mín (annist einn framfærslu þess). Þar af leiðandi hlýt ég að spyrja þeirrar spurningar, hvern ég er að framfæra með mánaðarlega fjörutíuþúsundkallinum?

 

Úr barnalögum. 

  53. gr. Framfærsluskylda foreldra o.fl. 1. mgr.
Skylt er foreldrum, báðum saman og hvoru um sig, að framfæra barn sitt. Framfærslu barns skal haga með hliðsjón af högum foreldra og þörfum barns.

61. gr. Lok framfærsluskyldu. 1. mgr.
Framfærsluskyldu lýkur er barn verður 18 ára.

63. gr. Greiðsla meðlags. 2. mgr.
Meðlag samkvæmt ákvæðum þessa kafla tilheyrir barni og skal notað í þágu þess. Sá sem krafist getur meðlags skv. 56. gr. innheimtir þó meðlag og tekur við greiðslum þess í eigin nafni.

56. gr. Hverjir krafist geta meðlags. 1. mgr.
Sá sem stendur straum af útgjöldum vegna framfærslu barns getur krafist þess að meðlag sé ákveðið og innheimt, enda hafi viðkomandi forsjá barns eða barn búi hjá honum samkvæmt lögmætri skipan.

 

 

og svona til 'gamans' þá afneitar löggjafarvaldið þeirri staðreynd að nauðgun geti verið framin af kvenmanni, heldur eingöngu af karlmanni.

58. gr. Sérákvæði um framfærsluskyldu.
Nú hefur faðir barns sætt dómi fyrir brot skv. XXII. kafla almennra hegningarlaga gagnvart móður þess og telja verður að barn sé getið við þessa háttsemi og er þá heimilt að úrskurða hann til að kosta framfærslu barns að öllu leyti.

Hvað ef getnaður verður við nauðgun konu á karli?

það er önnur umræða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

JAMMM!! Brjánsi minn þér verðið r**ið í ra**ga*ið vel og lengi og það ó smurt!

Það virðist svo vera að þú eigir og þér er skilt að hafa börn á framfæri, en þú átt sem sagt enginn börn vegna samhvæmt skattalögunum, eða þú ert alla vegna ekki með þau á framfæri.

Steini tuð (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 15:20

2 identicon

EN Brjánn, það þarf eignilge að kæra þetta, þú verður bara að hvart um Þett í blöðinn og sjónvarpið og fá þetta lagað!!  þú ert vo mikil fjasari og þar sem að ég þekki þig, þá treysti ég á þig, já og þjóðinn, að þú gerir eitthvað ´rótækt í þessu kallinn minn!

alla vegna styð ég þig 200% og rúmlega það!

Steini tuð (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 15:25

3 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

já, ef ég nenni að reysa mig upp úr sófanum. það er svo notalegt að fjasa úr sófanum en gera aldrei neitt í málunum

Brjánn Guðjónsson, 18.3.2008 kl. 15:29

4 identicon

hehehhe jamm, minnir mig á einn góðan sófa komma sem að þú ert kendur við

Steini tuð (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 16:05

5 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

enda þyrfti KGB í þetta mál

Brjánn Guðjónsson, 18.3.2008 kl. 16:31

6 identicon

hehheheh LOL  NÁKVÆMLEGA!!!

Steini tuð (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 08:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband