Fimmtudagur, 20. mars 2008
Flottur rass
Ég fékk góða heimsókn í gær. Gamall góður vinur, sem ég hitti ekki of oft um þessar mundir, kíkti á kallinn. Við sátum og ræddum um heima og geima. Áður en ég vissi af barst talið að botni mínum. Don't ask me why or how. Hann var sumsé ekki sammála því almenna áliti að ég hefði flottan rass. Vitanlega bara vegna öfundar, en þó reyndi hann að rökstyðja mál sitt. Sagði þennan klípilega stinna rass vera heldur lítinn. Ég taldi hann því vera meira fyrir hamborgararassa. Hann vildi þó ekki viðurkenna það og að ég tel hann hafi málað sig út í horn hvað það varðar, enda til lítils að rökræða fegurðarmat.
Hitt stendur þó eftir, að sama hvernig rass fólk hefur. Það finnst örugglega alltaf einhver sem líkar hann, eða ekki. Á sama hátt er alveg sama hvernig við lítum út að öðru leiti, eða erum innra með okkur. Það er alltaf einhver sem líkar. Það er því ekki til neitt sem heitir að 'vera' ljótur. Við erum bara svo mismunandi flott og ættum öll að þakka fyrir þau sérkenni sem við búum yfir. Við erum öll einstök og sérstök.
En svona fyrir ykkur sem ekki vitið. þá er ég með gorgeous rass. þinglýst.
Athugasemdir
Muhahaha... snilld alveg. Ég er algerlega sammála þér með að við erum öll flott - mismunandi flott - sum flottari en sum minna flottari. Spurning um að flengja þennan vin þinn? Eða gefa honum hamborgara - með framtíðarrass í huga.
Er bara ekki málið að skella mynd af bossanum hingað inn og láta bloggara og lesendur dæma rassinn - út eða inn!? *perraglott*... Annars hefði maður haldið að boxarar væru nokkuð stinnir og flottir, ekki satt? Happy easter baby bottom ...
Tiger, 20.3.2008 kl. 17:51
gasalega fínan rass :)
Heiða B. Heiðars, 20.3.2008 kl. 18:35
heheheheh, það var þá satt sam að þú sagðir áðan í síman ÞÚ BLOGGIÐ UM ÞETTA!!!
HEHEHEHEHEH en mansu ekki hvernig þetta endaði!! ég sagði við þig að þú værir með flottan rass, flottasta rass í heimi (enda var ég beitur kúgunum um að bíllylkarnir mínir mundu hverfa) ég er því sammála því að þú skellir mynd af þessum eðal (sagt vegna þess að ég er beittur kúgunum)rassi hérna inn og látir fólk kvað upp dóm yfir rssinum þín!
Steini tuð (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 19:11
greinilegt, ég verð að fara í myndatöku
Brjánn Guðjónsson, 20.3.2008 kl. 19:56
annars tek ég meira mark á fólkí útí bæ, eins og Heiðu
Brjánn Guðjónsson, 20.3.2008 kl. 19:59
steini. ef ég hitti þig á eftir....ertu til í að taka myndir?
Brjánn Guðjónsson, 20.3.2008 kl. 20:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.