Föstudagur, 28. mars 2008
Eflum strandflutninga
Það mætti byrja á að nota þann aukna kostnað sem hin stóraukna trukkaumferð óhjákvæmilega hefur haft á viðhald vega, eftir að strandflutningar svo að segja (eða alveg) lögðust af, í að niðurgreiða strandflutninga. Fyrir utan beinan fjárhagslega kostnað er ótalinn allur þjóðarpirringur hins almenna borgara sem verður fyrir því óláni að aka innan um þetta úti á vegum.
Ég er almennt alfarið á móti aðgerðum eins og niðurgreiðslum en þegar um slíkt þjóðþrifamál er að ræða, eins og að losna við þennan ófögnuð af vegum landsins, ætti tilgangurinn að helga meðalið.
Áframhaldandi umferðarskærur" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.