Tekið í böttið

Úr fílabeinsturninum #4

Þann 19. febrúar birtist frétt um að viðskiptaráðherra hafi bannfært seðilgjöld.

Hvað svo? Er einhver að fylgjast með framvindu mála?

Ég var í kvöld að fara gegn um póst frá hinum og þessum fyrirtækjum og stofnunum sem þykjast eiga fjárkröfur á mig. Þar kenndi margt forvitnilegra grasa. Reyndar lentu flestir seðlarnir í ruslafötunni, þar eð ég hef þegar greitt þá gegn um netbankann. Ég tók þó fjóra nýlega seðla frá til nánari skoðunar. Einhverjir þeirra eru á mörkunum. Útgáfudagur seðils kemur ekki allsstaðar fram svo gera þarf ráð fyrir að útgáfa seðils hafi farið fram fyrir fyrrgreinda bannfæringu.

Einn seðill, af þessum fjórum, fellur þó algerlega innan bannfæringarinnar. Með gjalddaga þ. 1. apríl og þá gefinn út í mars, sem væntanlega kemur eftir (19.) febrúar.

Greiðsluseðill gefinn úr af ríkisbatteríinu Íbúðalánasjóði.

Mér skildist reyndar að þeir væru hættir að innheimta seðilgjöld. En öllu má nafn gefa. Á þessum seðli er ekki tilgreint neitt 'seðilgjald'. Hinsvegar er þar tilgreint 'tilkynningar og greiðslugjald'.

Hvurslags fíflaskapur er hér í gangi? Á ég semsagt að borga heilar 75 krónur fyrir að fá að borga?(!!!) og fyrir það að ég sé látinn vita að ég þurfi að borga?(!!!) Var ég að gleyma því að ég ætti að borga í upphafi mánaðar?

 

Þetta minnir mig á annað tilfelli. Eitt sinn fór ég með bílinn minn í skoðun. Fyrir skoðunina þarf að borga, sem ég skil vel. Á nótunni var sundurliðað hver kostnaðurinn væri. Þar var skoðunargjald og blablabla. Svo var þar einn liður sem fékk mig til að lesa nótuna aftur. 'Umferðaröryggisgjald' !!

Say what!

Umferðaröryggisgjald, hugsaði ég. Hvur andskotinn er það?

Mig minnir að síðar hafi ég séð einhversstaðar hvað þetta umferðaröryggisgjald fer í. Umferðarstofu. Þegar ég læt skoða bílinn minn er ég sumsé að borga gjald til Umferðarstofu. Hvað gerir Umferðarstofa? Er með manneskju í vinnu sem spjallar í útvarpið endrum og sinnum. Hvað er hún að gera annað?

Þegar ég læt skoða bílinn minn er ég að borga laun einhvers fyrir að segja í útvarpið að hér og þar sé hálka.

Ef þetta er ekki að vera tekinn í böttið þá veit ég ekki hvað það er.

 

 

Athugið. Ofangreint eru skoðanir fílabeinsturnspersónuleika míns og þarf ekki endilega að endurspegla skoðanir mínar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband