Andremma

Úr fílabeinsturninum #5

Jújú, maður með tannvesen fær auðveldlega andremmu. Tannholdsbólga og allt það. Hér er væntanlega verið að tala um þá sem hafa andremmu án tannvesens?

Ég hef vaknað, eftir fyllerí, angandi eins og áma. Það er væntanlega ekki verið að tala um það.

Ég hef vaknað angandi, líklega af voldum bakflæðis. Veit ekki.

Alla vega. Þegar maður er í þeim gírnum að anga duga tannburstanir skammt enda kemur remman oft úr iðrum og upp vélindað. Þó má stundum draga úr remmunni með burstanum. Þá þarf enga helv.. tungubursta. Bara bursta tunguna með burstanum (hárunum). Hef aldrei skilið að fólk sé að kaupa þetta tungubursta kosnseft.

Það er ekki flókið. Finni maður sjálfur remmuna er málið að panta tíma hjá tannsa. Vera svo öllum stundum tilbúinn með tannþráðinn. Oft er um matarleifar milli tanna að ræða, sem úldna (ðökk)

 

 

Athugið. Ofangreint eru skoðanir fílabeinsturnspersónuleika míns og þarf ekki endilega að endurspegla skoðanir mínar.


mbl.is Andremma: Sökudólgurinn fundinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband