Má laga bilað stýri með ofurreiknivél?

Bergmálað úr borunni #6

Í endurskoðaðri þjóðhagsspá er reiknað með nýju álveri, í Helguvík. Skyldi hér vera um orðaleik að ræða, orðatiltæki, eða leynast hér einhver dulin skilaboð? Kannski eigi bara að reisa eina risastóra ofurreiknivél, sem gæti kannski komið í stað allra hagfræðinganna og hinna fjármálaspekinganna?

Nú er lokið, ekki fyrir svo ýkja löngu, áralöngu hagsældar og neyslufylleríi. Meðan á því stóð hækkaði Seðlabankinn stýrivexti reglulega með það að markmiði að halda aftur af þenslu, enda þanþol hagkerfisins ekki óendanlegt. Hagkerfið var a.m.k. komið í 5 í útvíkkun, þegar mest var.

Nú ber svo við að í augnablikinu er samdráttur á öllum sviðum og krónan fallin. Hvað gerði Seðlabankinn til að mæta þessu? Jú, hann hækkaði stýrivexti.

Nú eru sumsé plön um að fá sér afréttara með að byggja eina verksmiðjuna enn, með tilheyrandi þenslu...og hvað? Jú, þið megið geta einu sinni.

„Gert er ráð fyrir að Seðlabankinn myndi mæta fyrirhuguðum framkvæmdum með hærri stýrivöxtum“

Það er sumsé ljóst að sama hvað...stýrivextir hækka bara og hækka. Svona eins og bilað stýri. Fast í hægri beygju. Er nema von að keyrðir séu tómir hringir?

Annars er ekkert að marka mig í þessu. Ég er bara fréttaskýrandi.


mbl.is Reikna með Helguvíkurálveri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband