Samtök hagsmunaaðila að hagsmunasamtökum

Bergmálað úr borunni #8

Nú er ljóst að hópur fólks sem hagsmuni á að gæta hvað varðar mótmæli og umferðarteppur ætlar að stofna með sér samtök. Hagsmunasamtök. Samkvæmt heimildum mínum, innan þeirra raða, mun vera um að ræða einskonar regnhlífarsamtök. Hagsmunagæslusamtök þeirra sem hagsmuna eiga að gæta hvað varðar hagsmuni hagsmunaaðila. Samtökin munu kallast Samtök hagsmunaaðila að hagsmunasamtökum. Ekki ólik Samtökum aðila að aðildarsamtökum, nema hvað áherslunar verða örlíðið öðruvísi. Áherslurnar muni snúa að hagsmunum fremur en aðild. Að öðru leiti er um svipað rekstrarform að ræða. Sameiginlegan kjötketil félagsmanna þar sem hver og einn getur skarað eld að kökum og kjötbitum. Þetta er vel þekkt rekstrarform sem gefist hefur vel ýmsum félögum gegn um tíðina. Formlegum sem óformlegum, sem eiga það sameiginlegt að byggja á sameiginlegri aðild, hagsmunum, eða fjölskyldutengslum. Má þar nefna Kolkrabbann, Smokkfiskinn og Bananabræður, svo fátt eitt sé nefnt.

Sem formaður Samtaka aðila að aðildarsamtökum vil ég óska þessum systursamtökum velfarnaðar í sinni hagsmunagæslu.


mbl.is Stofna hagsmunasamtök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

you make me blush :) hehe takk takk:)

Ingunn Valgerður Henriksen (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband