Hraðbáta í stað Herjólfs

Bergmálað úr borunni #21

Félag áhugafólks um hraðflutninga hefur undanfarið staðið að undirskriftasöfnun til að mótmæla fyrirhuguðu ferjulægi í Bakkafjöru.

„Jú jú, við vitum að það mun stytta siglingartímann en akstursleiðin lengist sem því nemur“ segir Magnús Kristinsson, útibússtjóri, talsmaður félagsins. „Við viljum heldur að ferjan verði seld og í staðinn keyptir 50 fjögurra manna hraðbátar, sem sigldu milli Reykjavíkur og Eyja“ bætir Magnús við.

Kristján Möller ,samgöngumálaráðherra, veitti undirskriftalista félagsins móttöku í dag. „Auðvitað skoðar maður alltaf svona lista“ segir Kristján. „Mér þykir fátt jafn skemmtilegt en að hafa svona lista á náttborðinu, að lesa á síðkvöldum. Þó er listinn of seint fram kominn, eigi hann að breyta einhverju“ bætir Kristján við. „Það dugar ekkert minna en flautugangur og fyrirþvælingur núorðið og varla að það dugi einu sinni. Svona listar eru sko alveg gersamlega jesterdei eitthvað“ segir Kristján að lokum og er með það sama rokinn á fund um Héðinsfjarðargöng.


mbl.is Of seint segir ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband