Föstudagur, 18. apríl 2008
Bloggþema, nú og næst
Nú hef ég sinnst starfi ritstjóra Bergmálstíðinda sl. viku. Mér hefur hugnast starfið vel. Í upphafi var ætlunin að bergmála einungis á grámyglulegan hátt atburði líðandi stundar, eins og fyrsta færslan ber með sér. Merkilegt nokk, þá fékk ég eitt komment á þá færslu og það meira að segja málefnalegt. Reyndar stóðst ég ekki mátið að blása smá lífi í bergmálið og birta nýjar hliðar málanna.
Nú hef ég ælt úr mér færslum tengdum hinum og þessum fréttum. Fyndið að þrátt fyrir að lítið (ekkert) hafi verið kommentað hjá mér þessa vikuna sé ég að flettingar hafa stóraukist. Talandi um vinsæl blogg. Magnið tekið yfir gæðin.
Ég hef nú þegar ákveðið þema næstu viku. Yfir helgina get ég andað og fjasað. Síðan hefst næsta törn. Næstu viku ætla ég að keppa við ofurbloggara eins og þann sem hlýtur að vera bróðir Stebba Fr. Stefánssonar, Herbert Fr. Stefánsson. Látum vera hvort sá bloggari er raunveruleg persóna eður ei. Téður Herbert bloggar um flestar fréttir sem birtast á mbl.is. Mín keppni mun felast í því að ég mun blogga um allar fréttir sem birtast munu á mbl.is.
Ekki auðvelt og ég mun kannski ekki alltaf segja mikið, en allar fréttir skuli það vera.
p.s. samfara bergmálsbloggi þessa vikuna hef ég haft í frammi alhliða tónlistarlegan hommaskap sem finna má nú í spilaranum.
Athugasemdir
Er viss um að þú átt eftir að skáka þeim kannskibræðrum Stefánssonum, en hugsanlega þarftu að gefa í þá, enda Stefán mikill bloggari en hinn hef ég ekki séð áður... En, you go guy! Haltu þínu striki og skákaðu liðinu boxer góður..
P.s. hommsið í spilaranum er bara töff ...
Tiger, 18.4.2008 kl. 02:42
já, þetta er sko ekki auðvelt skal ég segja þér. er svo líka að undirbúa mig undir bloggmaraþon næstu viku, í harðri samkeppni við somboddí Fr. Stefánsson
Brjánn Guðjónsson, 18.4.2008 kl. 02:57
Tiger, 18.4.2008 kl. 17:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.