Liggja danir nú í'ðí?

Danska ríkisúrvarpið flutti frétt í hádeginu þar sem fjallað var um þá alvarlegu stöðu sem danir eru nú í. Orsökin er talin vera sú að danska sé illskiljanleg ef nokkuð skiljanleg yfir höfuð. Þrátt fyrir að sú staðreynd hafi, í augum annarra þjóða, legið fyrir um áratuga skeið virðast danir sjálfir hafa sofnað á verðinum. Það hafi haft þær afleiðingar að þeir hafi einangrast á alþjóðavettvangi, á síðustu árum. Nú sé ekki ýkja almennt meðal dana að þeir tali annað mál en móðurmálið og því hafi verið leitun að fólki til starfa í opinberri stjórnsýslu og öðrum tengslum við útlönd.

„Ástandið er mjög alvarlegt“ segir Mogens Hellerup, blaðafulltrúi danska menntamálaráðuneytisins. „Svo alvarlegt að danir hafa svo að segja ekki átt nokkur samskipti við aðrar þjóðir í þrjú ár. Þó er þar ekki öll sagan sögð. Ástandið er orðið slíkt að danir skilja vart lengur hvorn annan“ bætir Hellerup við.

Ástandið þar ytra virðist vera orðið slíkt að fólk ráfi nú meira og minna þögult um, hvort heldur er úti á götu eða á vinnustöðum. „Mannleg samskipti hafa svo að segja lagst af“ segir Hellerup og er þungur í bragði.

Mogens Hellerup er einn fárra 'linguista' innan raða dana. Hann talar ensku, þýsku, frönsku og spænsku reiprennandi. Til gamans má geta að Hellerup er einnig Íslandsvinur. Hann kom hingað til lands árið 1985, þá starfandi fulltrúi landssamtaka danskra leiðsögumanna.


mbl.is Danskan torskilin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband