Eftir 32 ár!

Var að heyra í vinkonu minni, sem er eitthvað að þvælast í bænum með sínum vinnufélögum.

Þá segir hún við mig: „Heyrðu, hún Marta biður að heilsa þér.“ Hmm, ég var ekki alveg að kveikja. Eina Martan sem ég þekki er kona sem vinnur með mér og ekki gat hún verið að tala um hana. „Hvaða Marta?“ spyr ég. „Nú, hún Marta, gamla vinkona þín.“ Þá kveikti ég. „Hún Marta Skúla?“ spurði ég. „Já!“

Vá! Gamla æskuvinkona mín úr Safamýrinni, sem fluttist burtu þegar ég var sex ára og ég hef hvorki séð né heyrt síðan, en oft hugsað til. Ég heimtaði að fá Mörtu í símann og við spjölluðum heillengi. Rifjuðum upp gamla tíma og skiptumst á fréttum hvort af öðru. Hún vel gift þriggja barna móðir. Mikið óskaplega þótti mér vænt um þessa vinkonu mína. Eldri systur okkar voru líka vinkonur. Nú er semsagt æskuvinkona mín, hún Marta, í bænum. Ég er sko farinn í bæinn NÚNA og ætla að knúsa hana í klessu. Kannski fæ ég ekki annað tækifæri fyrr en eftir önnur 32 ár.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tiger

  Snilld. Um að gera að grípa tækifærið og gefa æskuvinkonunni knúserí og klemmerí ... Alltaf svo gaman þegar maður hittir fólk sem maður hefur ekki séð árum saman, auðvitað svo framalega sem það voru vinir eða þannig. Eigðu góða helgi enn og aftur amigo ...

Tiger, 18.4.2008 kl. 22:18

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Frábært, Brjánninn minn! Þú átt allt gott skilið og hamingjuna í stórum pottum, heillakallinn minn.

Þorsteinn Briem, 19.4.2008 kl. 12:13

3 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

takk fyrir góðar óskir mér til handa

það var sko alveg æðislegt að sjá aftur hana Mörtu mína

Brjánn Guðjónsson, 19.4.2008 kl. 14:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband