Mánudagur, 21. apríl 2008
Fjölpósturinn Fréttablaðið
Nú auglýsir Fréttablaðið einhvern poka eða tösku sem kallast Blaðberinn. Ég sá einmitt tvær stúlkur dreifandi þessu í Smáralindinni fyrir helgi. Þar sem ég gekk fram hjá annarri þeirra rétti hún einn slíkan að mér og spurði hvort ekki mætti bjóða mér. Hvað geri ég við hann?" spurði ég. Þú getur safnað í hann blöðunum og farið með út í gám" svaraði hún. Ég þarf þess ekki" svaraði ég að bragði. Blöðin ná ekki svo langt að komast inn til mín."
Póstkassinn minn er kyrfilega merktur, með gul-svörtum miða, að í hann skuli ekki setja neinn fjölpóst. Blaðburðarfólk Fréttablaðsins, sem og 24ra stunda, virðast þó ekki kunna að lesa. Kannski þeir telji þessi blöð sín ekki vera fjölpóst, en í mínum huga er allur póstur fjölpóstur sem ekki er merktur mér sérstaklega. Sér í lagi auglýsingabæklingar og umrædd blöð eru ekkert annað en auglýsingabæklingar með fréttum sem uppfylliefni. Ég fæ þessi blöð í póstkassann minn í minni óþökk og á leiðinni frá póstkassanum að íbúðinni minni, staldra ég við ruslalúguna og flokka póstinn. Þessi blöð og allt hitt auglýsingaskrumið fer beinustu leið í tunnuna, ólesið. Mér dettur ekki til hugar að gerast einhver ruslasafnari fyrir þetta fólk og að koma þeirra rusli í einhvern gám. Þeim væri nær að spara sjálfum sér og mér ómakið og taka blöðin bara beint úr prentvélinni og henda þeim í ruslið þar. Spara sér þannig flutnings- og útburðarkostnað og mér óþarfa vesen við að þurfa sífellt að losa þessi blöð úr póstkassanum til að annar póstur komist í hann.
Athugasemdir
Er ekki bara málið að flest blaðburðarfólk fríblaðanna eru útlendingar sem skilja ekki orð í íslensku og vita því ekkert hvað stendur á miðanum. Þeim er uppálagt að setja eitt vlað í hvern póstkassa og þeir gera það samviskusamlega. Svo eru þeir gjarnan á ferðinni á nóttunni að bera út, svo ekki er nokkur leið að ná í þá til að gera tilraun til að leiðrétta misskilninginn.
Lára Hanna Einarsdóttir, 21.4.2008 kl. 14:17
Líkast til rétt hjá Láru.
Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 14:49
ekki ósennilegt. ég verð þá líklega að fara háspennukeflisleiðina í þessu
en allavega, þá dettur mér ekki í hug að gerast ruslasafnari fyrir einn eða neinn. nóg safnast fyrir af rusli hjá mér samt
Brjánn Guðjónsson, 21.4.2008 kl. 15:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.