Hagstofan færir út kvíarnar

Árið 2006 komu út 1419 bókatitlar hér á landi, samkvæmt nýrri skýrslu Hagstofunnar. Það jafngildir 4,6 titlum á hverja 1000 íbúa, sem skiptast í tvær spennusögur, eina ævisögu, eitt fræðirit og eina barnabók. Þar sem barnabókatitlar þykja ekki jafnfínn pappír og fullorðinsrit, hafa þeir einungis merkilegheitastuðulinn 0,6.

Einnig kemur útgáfudreifingin fram í skýrslunni. 1388 titlar komu út í desember, 21 titill í júní og restin dreifðist síðan yfir restina af árinu. Enginn titill var gefinn út í janúar.

Skýrsla þessi þykir, fyrir margar hluta sakir, afar athygliverð og mun vera sú fyrsta sinnar tegundar sem unnin er af óháðum aðila. Þó þykir það allra athyglisverðast að það skuli vera Hagstofa Íslands sem standi í gerð svona skýrslu. Hingað til hefur hlutverk hennar verið talið vera annað, en það virðist nú vera að breytast.

Að sögn Þórðar Þorkelssonar, verkefnastjóra hjá Hagstofu Íslands, er ástæðan sú að þar sem talsvert hefur dregið úr hefðbundinni starfsemi Hagstofunnar, m.a. eftir að Þjóðskrá var gerð að sérstöku batteríi, hefur Hagstofan leitað í auknum mæli á ný mið. Þetta sé eitt hinna nýju verkefna Hagstofunnar, að taka saman skýrslur fyrir aðila úti í bæ. Að sögn Þórðar munu fleiri verkefni vera í burðarliðnum, s.s. verðkannanir, viðhorfskannanir og samantekt Íslenska listans, sem er vinsældarlisti FM957.


mbl.is 4,6 bækur á hverja þúsund íbúa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bylgja Hafþórsdóttir

Held að þeir gætu jafnvel aukið söluna enn meira ef þeir væru með meira af nýjum erlendum höfundum. Vönduðum seríum oþh. Óþolandi að reyna að kaupa seríur hér, færð kannski bók nr. 2 og nr. 5 og afgreiðslufókið ypptir bara öxlum. Svo er byrjað að þýða eiinhverja seríur og svo hætt í miðju kafi. Hversu hallærislegt er það. Dóttir mín á t.d. Börn lampans, hvar eru hinar. Bækurnar um Úlfabróðir, sem eru snilld, eiga að vera sjö. Hvenær koma hinar. ´Svo ég gafst bara upp og kaupi þetta á ensku.

Bylgja Hafþórsdóttir, 21.4.2008 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband