Föstudagur, 25. apríl 2008
Heilbrigðisbissniss
Sjúkrahúsin á SV-horni landsins hafa ákveðið að draga stórlega úr þjónustu sinni yfir sumarið.
Ástæðurnar eru margar, að sögn heilbrigðisyfirvalda.
Til að mynda er það þekkt staðreynd að kynhvöt fólkst á SV-landi er engin, þrjá seinusti mánuði ársins. Því er ekki talin þörf á að halda fæðingardeildum opnum yfir síðari hluta sumars.
Vegna niðurskurðar verður einungis 15 rúmum, af 40, á hand- og lyflækningadeildum haldið opnum yfir sumarið. Þeir sjúklingar sem liggja nú í þeim rúmum sem verður lokað, hafa frest til 15. júní til að koma sér framúr. Að öðrum kosti verða þeir innlyksa í rúmum sínum til 15. ágúst.
Allar skurðstofur verða lokaðar frá miðjum júní og fram í miðjan ágúst, þar sem ljóst þykir að alvarleg tilfelli, s.s. illkynja æxli, koma ekki upp að sumarlagi.
Samdráttur verður í þjónustu endurhæfingarsviðs. Þó er gert ráð fyrir að 26 legurými verði opin, en megináhersla verður lögð á að halda opnum stand- og seturýmum.
Bergmálstíðindi leituðu skýringa hjá heilbrigðisráðherra. Hann segir þetta til marks um þá staðreynd að heilbrigðisbissniss sé ekkert öðruvísi en hver annar bisniss. Ef menn eru ekki að græða nóg, verða menn að hagræða segir ráðherra. Mikils misskilnings hefur gætt lengi í þjóðfélaginu, um að heilbrigðiskerfið sé þjónusta við borgarana. Eitthvað sem menn hafa kallað velferðarkerfi. Ég veit ekki til að hér hafi nokkurntímann verið rekið neitt slíkt kerfi.
Dregið úr starfsemi sjúkrahúsa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Svalur !
Ofurskutlukveðja
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 17:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.