Hann eyddi allri símnúmeraskránni

Guðmar Magnasson steypubílstjóri hefur kært lögreglumann fyrir að hafa eytt gögnum úr síma sínum.

„Ég var bara þarna að tala við hann þegar hann rífur af mér símann og fer að fikta í honum. Ég reyndi að ná símanum aftur og rifnaði nýja LaCoste treyjan mín við þau átök. Að lokum, þegar ég fékk símann aftur, var símnúmeraskráin tóm“ segir Guðmar. „Þegar ég uppgötvaði þetta fór ég fram á að hann gæfi mér upp númerið sitt, en hann neitaði mér um það“ bætir Guðmar við og þykir heldur hart hafa verið gengið á rétt sinn. „Mér þykir ansi hart að vera búinn að glata öllum mínum númerum, hvort heldur er númerið hennar mömmu, hennar Lóló á Laufásveginum, eða á Goldfinger. Númer sem ég þarf oft að hringja í.“

Bergmálstíðindi leituðu svara hjá lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, sem ekki vildi tjá sig um málið.

Heimildarmaður innan lögreglunnar, sem ekki vill láta nafn síns getið segir að málið sé persónulegt. Þeir, Guðmar og umræddur lögreglumaður, hafi verið að deita á laun um hríð, en lögreglumaðurinn hafi viljað slíta sambandinu. Hann hafi beðið Guðmar að eyða símanúmeri sínu úr síma sínum, en Guðmar hafi þvertekið fyrir það. Guðmar hafi verið að senda sms allar nætur og kona lögreglumannsins hafi verið hætt að lítast á blikuna. Því hafi lögreglumaðurinn viljað enda þetta. Þegar Guðmar hafi ekki viljað eyða út númerinu hafi lögreglumaðurinn ekki séð annan kost en að taka til sinna ráða og eyða númerinu út sjálfur. Það hafi verið fyrir slysni að allri símnúmeraskránni hafi verið eytt.

Er Bergmálstíðindi báru ofangreindar upplýsingar undir Guðmar vildi hann ekki tjá sig frekar um málið.


mbl.is Lögreglan eyddi gögnum af farsíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Haha! góður...

Guðmundur Ásgeirsson, 26.4.2008 kl. 04:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband