Kjarnorkuvopn í Bandaríkjunum?

Kjarnorkustofnun Sameinuðu Þjóðanna tilkynnti í dag að hún myndi rannsaka ásakanir sýrlensku leyniþjónustunnar að Bandaríkin væri að smíða leynilegan kjarnaofn með aðstoð frá Bretum.

Samkvæmt AFP fréttastofunni þvertók sendiherra Bandaríkjanna fyrir að landið ætti í neinum alþjóðlega ólöglegum samskiptum við Breta og hélt því fram að Bandaríkin ættu mjög góð samskipti við kjarnorkustofnun Sameinuðu Þjóðanna.
mbl.is Kjarnorkuvopn í Sýrlandi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þetta finnst mér frábær færsla hjá þér og færi mjög fróðlegt að sjá hvort Bandaríkjamenn fari nú ekki aðeins að horfa í sinn eiginn garð... en við vitum að þeir gera það ekki.

Gunnar Örn Eggertsson (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 02:35

2 identicon

Ég skil þessa færslu þína að mörgu leiti... En samt sem áður þá eru Bandaríkjamenn ekki að leyna kjarnorkuvopnaeign sinni, allir vita af því.

Mín vegna mega Sýrlendingar fá sér svona vopn en svo lengi sem það er á borðinu. Ég óttast mjög að framtíðar kjarnorkuárásir verði með þeim hætti að ríki framleiðir þau leynilega og afhenti þau svo til hryðjuverkasamtaka, eða semsagt fremja óbeina kjarnorkuárás án þess að það sé hægt að rekja hvaða land hafi framið árásina. Bandaríkjamenn hafa allavega kjark til þess hafa þetta á borðinu og þeir myndu viðurkenna slíka árás ef til þess kæmi.

Ég óttast frekar þau ríki sem reyna að fá sér þessi vopn með leynilegum hætti, hvað er svona leynilegt sem þau vilja ekki að komist upp?

Geiri (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 05:44

3 identicon

en ef thetta er a bordinu tha verdur thetta sennilega notad sem afsokun fyrir ad radast a tha.

thad vaeri afskaplega erfitt fyrir bandarikjamenn ad leyni eign sinni thvi their hafa thegar notad kjarnorkuvopn a japani.

hermann ingjaldsson (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 07:54

4 identicon

Ertu að segja að hugsanlegar aðgerðir Bandaríkjamanna afsaki það að Sýrlendingar haldi þessu leyndu?

 Og ég er ósammála með aðgerðirnar, Bandaríkjamenn vilja ekki annað Írak á næstunni.

Geiri (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 01:06

5 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

er bara að benda á hræsnina með að snúa dæminu við. það er ekki sama hver er, Jón eða séra Jón, þegar kemur að virkjun kjarnorku.

Brjánn Guðjónsson, 28.4.2008 kl. 01:09

6 identicon

Það er alveg rétt. En hræsnin breytir ekki því að kannski eru Sýrlendingar að plana eitthvað ógnvekjandi með þessu leynibralli sínu.

Getur þú ímyndað þér hvernig myndi fara ef þeir t.d. sendu eina kjarnorkuflaug á Ísrael? Ég efast um að neinn vilji slíka heimsstyrjöld óhá hvaða hlið þeir styðja.

Geiri (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 01:12

7 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

eða ef Bandaríkjamenn sendu flaug á N-Kóreu, eins og frú Clinton ýjaði að.

Brjánn Guðjónsson, 30.4.2008 kl. 01:47

8 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

eða Írak eða whatever. eiga bananaríki n-ameríku einhvern meiri rétt til að virkja kjarnorku en aðrir?

Brjánn Guðjónsson, 30.4.2008 kl. 01:48

9 identicon

Getur þú ekki séð heimsmálin frá neinu öðru sjónarhorni en kanahatri?

Enginn var að segja að Bandaríkjamenn eigi frekar rétt á því eða aðrar þjóðir sem nú virkja einnig kjarnorku. En nú er alþjóðleg sátt um að takmarka það að kjarnorkuvopn dreifist enn frekar og það er lágmark að nýjar þjóðir í þeim geira tilkynni áætlanir sínar. Íranir fá hrós fyrir að leggja þetta á borðið og viðurkenna vilja sinn í þessum málum.

 Að óttast kanann er ekki afsökun fyrir svona leynibrölti Sýrlendinga.

Geiri (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 04:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband